Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 74
Engar náttúruliamfarir hafa valdið eins
miklu manntjóni og jarðskjálftarnir
á Sikiley árið 1908.
Þegar Messínahorg hrundi.
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Gert Nyman.
MORGUNINN 28. desember
1908 klukkan 5.18 heyrði
borgarliðsmaðurinn Guiseppe
Pardo, sem stóð upp við
húsvegg hjá torginu fyrir
framan dómkirkjuna í Mes-
sína, langdregið spangól í
hundi frá einhverri smágötu
í nágrenninu, „svo óhugn-
anlegt,“ segir Padro, ,svo þrung-
ið fyrirboða um eitthvað skelfi-
legt, að ég yfirgaf varðstað
minn og gekk út á torgið
til að athuga hvaðan þetta
kæmi . . .“ Þetta spangól í
morgunkyrrðinni var fyrirboði
mestu náttúruhamfara, sem um
getur í sögunni.
Guiseppe Pardo, sem var einn
þeirra fáu, er komust lífs af
í Messína, segir að þegar hann
hafi verið kominn að hinum
fagra gosbrunni, hafi torgið
byrjað að skjálfa og hristast
undir fótum sér, skjálftinn óx
stöðugt, jörðin hófst og hneig
eins og úfið haf, og í sömu mund
skall á stórrigning með þrum-
um og eldingum, sem klufu loft-
ið. Á næstu tíu sekúndum —
fyrstu lotu jarðskjálftanna —
gerðist margt samtímis. Öll gas-
ljós á götum borgarinnar
hvæstu og flöktu og sloknuðu
loks að fullu. Læstar dyr hrukku
upp, stórar rúður slöngvuðust
úr gluggum og féllu á göturn-
ar, þar sem þær möluðust mél-
inu smærra, sporvagnateinar
hrukku úr skorðum, teygðu sig
upp í loftið og undu sig hver
um annan „eins og slöngur sem
berjast upp á líf og dauða“.
Símaþræðir slitnuðu og fóru í
bendu um staurana. Gangstétta-
hellurnar hrukku í sundur og
brotin þeyttust á loft, eins og
fyrir áhrif dýnamítsprengingar,
vatns- og gasleiðslur rifnuðu,
myndastyttur tóku heljarstökk
og féllu með braki til jarðar,
breiðar, metersdjúpar sprungur
komu í steinlagðar göturnar.
Allt gerðist þetta á tíu sekúnd-
um. Næstu tíu sekúndur voru,
að sögn þeirra sem af komust,
tiltölulega rólegar.
Þriðja lotan var verst, en alls
stóðu jarðskjálftarnir í hálfan
annan tíma og mun láta nærri