Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 47
„Svo miklar framfarir hafa orðið á hlerunar-
tœkjum síðasta áratug', að enginn getur
nú verið öruggiu- gegn þeim.“
Ég legg stund á símahleranir.
Grein úr „Collier’s“,
eftir Bemard B. Spindel.
EG stunda símahleranir og
hleranir með allskonar raf-
eindatækjum. Einkaleynilög-
reglumenn ráða mig til að hlera
símalínur og til að hlusta á
einkasamtöl með leyndum hljóð-
nemum, litlum senditækjum og
öðru því líku. Eg hef fundið
upp sum af þeim hlerunartækj-
um, sem nú eru í notkun og ég
hef borið vitni sem sérfræðing-
ur fyrir þingnefndum og laga-
nefndum. Ég fæst aðeins við
löglegar símahleranir, en ef ég
kærði mig um að taka að mér
ólöglegar hleranir, mundi ég
geta haft á f jórðu milljón króna
árstekjur.
Svo miklar framfarir hafa
orðið á hlerunartækjum á und-
anfömum áratug, að segja má,
að enginn geti nú verið öruggur
gegn þeim. Fyrir nokkrum mán-
uðum var það t. d. forsíðufrétt
New York blaðanna, að fundizt
hefði símahlerunarstöð í borg-
inni og höfðu starfsmenn henn-
ar hlerað línur frá nálægri mið-
stöð sem hefur 37.000 númer!
Línurnar, sem hleraðar vora,
voru á svæði í miðborginni þar
sem ýms helztu stórfyrirtæki
borgarinnar höfðu skrifstofur,
svo og íbúðarhverfi auðmanna
og erlendra ræðismanna. Meðal
þeirra, sem hlerað var hjá, var
kunnur lögfræðingur, lista-
verkasali, nokkrar fyrirsætur,
brotlegir eiginmenn og eigin-
konur og ein stór lyfjaverk-
smiðja. Hlerunarstöðin hafði
starfað í hálft annað ár þegar
lögreglan fann hana.
Við rannsóknir þingnefndar
hefur upplýstst, að fylkisstjóri
á Rhode Island lét hlera línu
hjá pólitískum andstæðingum
sínum; að öldungadeildarþing-
maður í Pennsylvaníu hleraði
símalínu borgarstjórans í Phila-
delphía.
I Texas játaði símhlerari, að
hann hefði auðgazt vel á því
að hlera síma jarðfræðings, er
var í þjónustu olíufélags og selt
þá vitneskju, sem hann fékk
þannig, braskara sem verzlaði
með jarðir.
Ég tek að mér um 70 síma-
og rafeindahleranamál á ári.
(Alls hef ég hlerað 3000 síma-
línur og komið fyrir 3000 hler-