Úrval - 01.10.1955, Page 90

Úrval - 01.10.1955, Page 90
Ég hef heðið eftir þér — Saga eftir Arvid Brenner. I. ÆJA, þá hættum við í dag,“ sagði Axelsson forstjóri um leið og hann kveikti sér í vindli og renndi augunum yfir skjal, sem lá fyrir framan hann. Hann heyrði að ungfrú Berg- ström fór að taka saman skjöl sín, og hann beið ósjálfrátt eftir að heyra hina venjulegu kveðju hennar „Sælir fortjóri" og tiplið í háu hælunum fram að dyrun- um. Hann sá hana sjaldan þeg- ar hún fór, heyrði aðeins til hennar. Þegar ekkert hljóð barst að eyrum hans, leit hann upp. í sama bili ávarpaði ungfrú Bergström hann með æstri og annarlegri rödd. Henni var sýni- lega mikið niðri fyrir. „Mig langaði að biðja yður að gera mér dálítinn greiða.“ Hann leit á hana. Þetta var sennilega í fyrsta skipti, sem hann virti ungfrú Bergström almennilega fyrir sér. Hún hafði verið einkaritari hans í átta ár, en hann hafði í rauninni aldrei tekið eftir út- liti hennar. Hann hafði ekki veitt henni meiri athygli en vél, sem vann óaðfinnanlega. Jafn- vel þegar hann réð hana í starf- ið fyrir átta árum, hafði hann ekki veitt henni sérstaka eftir- tekt. Þó minntist hann þess, að honum hafði ekki verið urn hve mikið af skartgripum hún bar. En hún hafði ágætis meðmæli og hann réð hana þrátt fyrir stássið. Hann hafði ekki séð eft- ir því. Hann virti hana fyrir sér. Skartgripimir sindruðu í öll- um regnbogans litum. Hún var með ellilegt og uppþornað mús- arandlit og málaða vanga og varir. En það var svipurinn á andlitinu, sem vakti einkum at- hygli hans. Það ljómaði bók- staflega af sigurgleði. Hún var á svipinn eins og manneskja, sem eftir langa og stranga bar- áttu hefur loks náð takmarki sínu. „Auðvitað er yður óhætt að biðja mig, ef ég get orðið yður að liði.“ „Get ég fengið frí á morgun?“ sagði ungfrú Bergström. Hann hló. Hann hafði hálft í hvoru búizt við að hún myndi fara fram á einhverja f jarstæðu. Hann varð við bón hennar um- svifalaust.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.