Úrval - 01.10.1955, Page 15

Úrval - 01.10.1955, Page 15
SKÖPUNAR-„UNDRIБ 13 skynseminnar ? Hverjar eru ör- uggustu sannanirnar fyrir þró- uninni, sem nú eru tiltækar? J. R.: Strangt talað getum við ekki sagt að þróun lífver- anna hafi verið sönnuð svo ó- yggjandi sé. Og ástæðan til þess að ekki er hægt að færa fram slíka sönnun er — svo að ekki sé fleira tilfært — að hér er um að ræða liðna atburði sem engir voru vitni að, eða að minnsta kosti engir, sem létu eftir sig vitnisburð um það, sem þeir sáu! En fyrir líffræðing- inn er þróunin meira en réttar og sléttar líkur: hún má heita örugg vissa. Af öllum núlifandi líffræðingum, sem einhvers eru metnir, er að því er ég bezt veit aðeins einn, sem afneitar þróunarkenningunni. Þessi líf- fræðingur er Louis Bounoure, prófessorvið háskólann í Strass- burg. Hann er mikilsmetinn fósturfræðingur, og ég verð að viðurkenna, að hann ver þær skoðanir, sem hann hefur mynd- að sér, af mikilli kunnáttu og leikni. Ég fyrir mitt leyti fæ ekki séð hvernig hægt er að komast af án þróunarkenningarinnar. Ef við reynum það, verðum við strax að viðurkenna, að hver tegund lífvera hafi í upphafi verið sköpuð út af fyr-ir sig, óháð og óskyld öðrum tegund- um. Með því að varpa þróunar- kenningunni fyrir borð, sviptum við okkur af ráðnum hug til- gátu, sem gefur okkur skynsam- lega skýringu á náttúrunni, en án hennar verður náttúrun al- veg óskiljanleg. Eins og Yves Delage var vanur að segja: sú staðreynd að við mennirnir höf- um fjóra útlimi eins og önnur dýr er ein út af fyrir sig nægi- leg sönnun fyrir þróuninni. Sannanir fyrir þróuninni — eða við skulum heldur segja þau rök, sem hægt er að færa fram til stuðnings þróunarkenning- unni — eru óteljandi. Ef við reyndum að telja þau upp, yrð- um við að rekja ítarlega alla sögu náttúrufræðinnar og myndunarfræðinnar. En nokkr- ar sannanir má tilfæra. Tökum þá fyrst þær sem fósturfræðin lætur í té. Ef ekki væri náinn skyldleiki milli t. d. manns og fisks, hvernig stendur þá á því, að á vissu þróunarstigi manns- fóstursins birtast beggja megin á hálsi þess litlar fellingar eða pokar, sem líkjast mjög tálkn- opum fiska ? Og hversvegna eru sum dýr, sem eru tannlaus full- þroska, með vísi að tönnum á fósturstiginu -—- ef ekki vegna þess að þau eru afkomendur tenntra dýra? Það eru þó fyrst og fremst rannsóknir á steingervingum, sem fært hafa okkur í hendur sterkustu rökin. Ef við rekjum okkur aftur í tímann gegnum jarðiögin, sjáum við glögga mynd af hægfara breytingum á sumum tegundum dýra — einkum hefur þróunarsaga hestsins, fílsins og úlfaldans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.