Úrval - 01.10.1955, Síða 102
100
ÚRVAL
á okkur eimyrju og horfði á
þrotlaust strit okkar með tveim-
ur, svörtum súgopum efst á enn-
inu. Þessi tvö súgop voru eins
og augu, — meðaumkunarlaus
og ástríðuvana skrímslisaugu:
þau horfðu á okkur augnaráði
sem var á undarlegan hátt
dimmt, eins og þau væru löngu
orðin uppgefin á því að horfa
á þræla, væru hætt að búast við
nokkru mannlegu af þeim og
fyrirlitu þá kaldri fyrirlitningu
vizkunnar.
Dag eftir dag sátum við í
mjölkófinu, í skítnum, sem við
bárum inn á fótunum utan úr
húsagarðinum, sátum í þykkri,
kæfandi svækju, eltum til deig
í hagldabrauð, og vættum það í
svita okkar.
Við hötuðum þessa vinnu
beisku hatri og lögðum okkur
aldrei til munns þau brauð, sem
við gerðum sjálfir, heldur kus-
um í staðinn svart rúgbrauð.
Þarna sátum við hver and-
spænis öðrum við langa borðið,
níu á móti níu, og unnum vél-
rænt með höndum og fingrum.
Við vorum orðnir svo vanir
þessari vinnu, að við hættum
stundum að fylgjast með hreyf-
ingum okkar. Og við höfðum
horft svo rækilega hver framan
í annan, að við kunnum orðið
utan að allar hrukkur í andlit-
um félaga okkar. Við áttum
ekkert til að tala um og við
vorum orðnir því vanir og þögð-
um alltaf, nema þegar við rif-
umst, því að það gefast ávallt
nóg tilefni til að ausa ókvæðis-
orðum yfir menn, einkum þegar
félagar eiga í hlut. En jafnvel
rifrildi var fátítt hjá okkur —
því að hvað getur sá maður
brotið af sér, sem horfin eru
flest lífsmörk og orðinn eins
konar steingerfingur af misk-
unnarlausum þrældómi, sem
stungið hefur öllum tilfinning-
um hans svefnþorn?
En þögnin er hræðileg og
kveljandi, að minnsta kosti fyr-
ir þann, sem þegar hefur sagt
allt og hefur engu við að bæta;
fyrir þá, sem eiga allt sitt ósagt
er þögnin einföld og auðveld ...
Stundum sungum við, og söngur
okkar hófst venjulega þannig:
Mitt í vinnunni gaf einhver frá
sér djúpt andvarp eins og upp-
gefinn hestur og tók að raula
úr eins manns hljóði einn af
þessum langdrengnu, angurværu
söngvum, sem ávallt létta þung-
um steini af hjarta þess, sem
syngur þá. Þannig hélt einn
okkar áfram að raula, og við
hlustuðum í fyrstu þegjandi á
þennan einmanalega söng, sem
dvínaði burt og slokknað undir
þrúgandi kjallaraloftinu, eins og
veikur varðeldur úti á steppunni
á úrkomukaldri haustnótt, þeg-
ar himinninn grúfiryfir jörðinni
eins og þak úr blýi. Síðan fór
annar að syngja, — og tvær
raddir hljómuðu saman í svækju
þessarar þröngu grafar. Og allt
í einu tóku fleiri undir sönginn,
— hann svall eins og bylgja,
varð sterkari og háværari og