Úrval - 01.10.1955, Síða 106

Úrval - 01.10.1955, Síða 106
104 URVAL ur þungbær en hatrið . . . og kannski einmitt þess vegna kom það fyrir, að þeir stoltustu lýstu því yfir, að hatrið væri meira samboðið virðingu okkar en ást- in . . . En hvers vegna hlupu þeir þá ekki frá okkur, ef svo hefur verið? * Húsbóndi okkar rak einnig kökugerð. Hún var í sama húsi og aðeins veggur á milli henn- ar og grafarinnar, sem við hírð- umst í. Bakaramir þar, — þeir voru f jórir — sneiddu hjá okkur, því þeir töldu sína vinnu hreinlegri en okkar, og þar af leiðandi álitu þeir sjálfa sig betri. Þeir komu aldrei í kjallarann og hlógu að okkur á bak, þegar þeir mættu okkur í húsagarð- inum. Við fórum heldur aldrei inn til þeirra, því húsbóndinn hafði bannað okkur það af ótta við að við tækjum upp á því að stela kökum. Okkur var ekki vel við kökubakarana, því við öf- unduðum þá. Vinna þeirra var léttari en okkar. Þeir fengu hærra kaup, betra fæði og unnu í rúmgóðu, björtu húsnæði. Þeir voru líka svo hreinlegir og hraustlegir — og ólíkir okkur. Við vorum ýmist gulir eða grá- ir: þrír okkar gengu með sífiiis, nokkrir voru með útbrot, og einn var allur krepptur og hnýttur af gigt. Þeir spókuðu sig í jakkafötum og gengu á brakandi skóm á helgidögum, og þegar þeir höfðu lokið vinnu. Tveir þeirra áttu harmoniku, og allir gengu þeir sér til skemmt- unar í borgargarðinum. Við vor- um aftur klæddir í óhreinar druslur með bastskó eða annað verra á fótunum, lögreglan sleppti okkur ekki inn í borg- argarðinn, — og gat okkur þá verið vel við kökubakarana ? Svo var það eitt sinn, að við fréttum, að einn þeirra hefði drukkið sig fullan, verið sagt upp vinnunni og nýr maður ráð- inn í staðinn. Það fylgdi sög- unni, að þessi nýi maður væri hermaður, að hann gengi í satín- vesti og bæri úr með gullkeðju. Okkur lék forvitni á að sjá þess- konar spilagosa, og í þeirri von, að það mætti takast, vorum við allan daginn að skjótast út í húsagarðinn einn og einn í einu. En hann kom til okkar sjálf- ur í kjallarann. Hann rak fótinn í hurðina, opnaði hana, stóð brosandi á þröskuldinum án þess að loka á eftir sér og sagði: — Skaparinn liðsinni ykkur! Sælir, strákar! Frostloftið sópaðist inn um dyrnar í þykkum mekki og hringaði sig um fætur hans, en hann stóð kyrr og horfði niður á okkur, og undir ljósu snyrti- lega snúnu yfirvararskegginu glampaði á sterkar, gular tenn- ur. Vestið hans var í sannleika sagt dálítið sérkennilegt — það var dökkblátt með blómaútsaum og eins og lýsti af því, hnapp- arnir voru úr einhverri rauðri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.