Úrval - 01.10.1955, Síða 14

Úrval - 01.10.1955, Síða 14
ÚRVAL sjáum við fyrst hrygglaus lag- ardýr, meira eða minna svipuð skrápdýrunum, þ. e. krossfisk- um og ígulkerjum. Þar næst komu undanfarar hryggdýr- anna, sem hljóta að hafa líkzt Amphioxus.*) Þar á eftir komu fiskar, salamöndrur, skriðdýr og loks spendýr. „Háþróuðustu“, „æðstu“ tegundir spendýranna eru auðvitað apar, mannapar og maðurinn. Öll þessi langa þróun tók auð- vitað milljónir, eða réttara sagt hundruð milljónir ára. Til þess að vera dálítið nákvæmari, þó að mér sé ógeðfellt að nefna tölur, sem í bezta falli eru að- eins áætlaðar, getum við sagt, að fyrstu hryggdýrin hafi kom- ið fram fyrir um 300 milljónum ára; fyrstu spendýrin fyrir urn 150 milljónum ára, og maðurinn fyrir aðeins einni milljón ára. Þér sjáið auðvitað, að ekki koma allir flokkar dýra fyrir í ættartölu mannsins. Til dæmis eru fuglarnir ekki í hópi for- feðra okkar. Skordýrin og lin- dýrin eru einnig hliðargreinar frá meginættsofni hryggleys- ingjanna. P. B.: Hvernig — og hvers- vegna — urðu lífverurnar æ flóknari að byggingu? Úr því að þær eru allar komnar af einu og sama lifandi efni, af hverju er þá fjölbreytni þeirra jafn- *) Nefnist tálknmunni á íslenzku. Sumir náttúrufræðingar vilja telja hann til fiskanna, en aðrir teija hann sérstakan flokk hryggdýra. — Þýð. gífurleg og raun ber vitni? Hvern þátt hefur hrein tilviljun átt í þessari þróun og hvern þátt líffræðileg „orsakanauð- syn“ (determinismus) ? Er hægt að skýra þetta allt sem aðlög- un að breytilegum aðstæðum lífsins á jörðinni? J. R.: Þetta er spurning, sem varðar alla hina miklu gátu um eðli, eða við skulum heldur segja sigurverk, þróunarinnar. Sumir líffræðingar telja, að gátan hafi verið leyst — að minnsta kosti í stórum dráttum. Ég get ekki sagt að ég sé sömu skoðunar. Að mínu áliti vitum við sama og ekkert um þær eigindir, sem ákveða þróunarbreytingar líf- veranna. En við komum að þessu síðar. Það er svo mikil- vægt atriði, að ekki veitir af heilli kvöldstund til að ræða það. Þangað til skulum við gera ráð fyrir, að þróunin sé óyggj- andi staðreynd. P. B.: En er hún raunveru- lega staðreynd? Ég á við, er- um við neydd til að viðurkenna, að þróunin sé staðreynd, sem sönnuð hafi verið endanlega og óyggjandi með vísindalegum að- ferðum? Eru ekki uppi aðrar kenningar um breytileik tegund- anna en þróunarkenningin? Hvað er álit yðar á þeim kenn- ingum •—■ ég á við, teljið þér þær einhvers virði? Eða álítið þér — eins og raunar flestir vís- indamenn — að skýring þróun- arkenningarinnar sé eina hugs- anlega skýringin frá sjónarmiði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.