Bókasafnið - 01.01.2002, Side 3

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 3
] BÓl KASAl \ n [] F) 1 26. árgangur 2002 Efni blaðsins 2 Bókabærinn Hay-on-Wye / Steingrímur Jóns- son 8 Aðgengi íslendinga að rafrænum gagnasöfn- um : yfirlit / Guðrún Pálsdóttir 13 Lýsir: myndlist í íslenskum handritum / Hólm- fríður Tómasdóttir 16 Mat á kennslu í upplýsingalæsi á háskólastigi: tillögur fyrir bókasafn Háskólans á Akureyri / Astrid Margrét Magnúsdóttir 26 Staða og innleiðing þekkingarstjórnunar á íslandi / Hrafnhildur Hreinsdóttir 30 Faggáttir : efnisaðgangur að stafrænum heim- ildum / Ólöf Benediktsdóttir 34 Rafrænt efni : val vísindamanna á sviði nátt- úrufræða / Guðrún Pálsdóttir 39 Tímamót í skjalastjórn : alþjóðlegur staðall um skjalastjórn tekur gildi / Jóhanna Gunnlaugs- dóttir 47 Þjónustumælingar í framhaldsskólum / Kristín Björgvinsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir 55 EBLIDA : samtök evrópskra bókavarðafélaga / Þórdís T. Þórarinsdóttir 60 Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði á íslandi 1994-2000 / Elín Kristbjörg Guðbrands- dóttir [et al.] 69 Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945: (ritdómur) / Gróa Finnsdóttir 71 Bækur og líf 75 Afgreiðslutími safna í mars 2002 80 Höfundar efnis Frá ritstjóra Tuttugasti og sjötti árgangur Bókasafnsins lítur nú dagsins Ijós og markar vonandi upphafið að nýj- um og blómlegum aldarfjórðungi í sögu blaðs- ins. Útgáfan var ekki alveg samfelld fyrstu árin en frá 1982 hefur blaðið komið út á hverju ári. Árin upp úr 1974 þegar blaðið var að stíga sín fýrstu skref voru jafnframt fyrstu árin sem bókasafnsfræði var sjálfstæð kennslugrein í Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Á þessum árum útskrifaðist þaðan mikill fjöldi bókasafnsfræðinga sem hafa haslað sér völl víða í þjóð- félaginu og sett mark sitt á upplýsingasamfélagið sem við hrærumst nú í. Sú gjörbylting sem hefur orðið á starfs- vettvangi stéttarinnar á undanförnum árum er ekki síst þessu ötula og framsýna fólki að þakka. Það væri freistandi að reyna að geta sér til um hvaða breytingar við eigum í vændum næsta aldarfjórðunginn. Ritstjóri treystir sér ekki til að gerast spámaður en er þó viss um að við eigum eftir að lifa meiri breytingar á að- gengi að upplýsingum en nokkurt okkar gat órað fyrir þegar við hófum störf á þessum vettvangi. Blaðið hefur ekkert eiginlegt þema að þessu sinni en fyrirferðarmestar eru greinar um rafrænt efni og aðgengi að því, upplýsingalæsi, þekkingarstjórn og skjalastjóm. Tvær greinar eru byggðar á lokaritgerðum til M.A. prófs og er það í samræmi við þá miklu aukningu sem orðið hefur á framhaldsmenntun bókasafns- og upplýsingafræðinga að undanförnu. Þau tímamót hafa nýlega orðið að Einar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir langt og farsælt starf sem Landsbókavörður og áður Háskólabókavörður. Við stöð- unni er tekin Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir sem undan- farin ár hefur verið framkvæmdastjóri NORDINFO eftir að hafa um árabil stýrt kennslu í bókasafns- og upplýsinga- fræði við Háskóla íslands. Ritstjórn Bókasafnsins óskar Sigrúnu Klöru allra heilla og velfarnaðar í starfi og er þess fullviss að henni muni takast að leiða Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn áfram inn í rafræna framtíð án þess að missa sjónar af hinum þjóðlegu rótum þess. Ég vil loks þakka höfundum efnis, samstarfskonum mínum í ritnefnd og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg fyrir þeirra framlag til blaðsins. Dögg Hringsdóttir Mynd á kápu: Síða úr galdrahandriti frá 19. öld í Handritadeild Landsbókasafns (slands - Háskólabókasafns. Skráð í gagnagrunninn LÝSI, sjá grein á bls. 13. Útgefandi / Publisher: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða / Information. The Association of Library and Information Science ISSN: 0257-6775 Heimilisfang / Address: Bókasafnið, c/o Dögg Hringsdóttir Landskerfi bókasafna Borgartúni 37 105 Reykjavík Eldri blöð fást hjá: Þjónustumiðstöð bókasafna Ritnefnd / Editorial board: Dögg Hringsdóttir, ritstjóri/editor Sólveig Haraldsdóttir, ritari Hadda Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Kristín Ósk Hlynsdóttir, umsjón með netútgáfu Gróa Finnsdóttir, meðstjómandi Auglýsingar: Hænir sf., Ármúla 36,108 Reykjavík Sími: 533 1850, bréfsími: 533 1855 Prentun: Gutenberg Letur: Caecilia 9 pt á 13 pt fæti Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA) Veffang/URL: http://www.bokasafnid.is Netfang/email: ritnefnd@bokasafnid.is

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.