Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 3

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 3
] BÓl KASAl \ n [] F) 1 26. árgangur 2002 Efni blaðsins 2 Bókabærinn Hay-on-Wye / Steingrímur Jóns- son 8 Aðgengi íslendinga að rafrænum gagnasöfn- um : yfirlit / Guðrún Pálsdóttir 13 Lýsir: myndlist í íslenskum handritum / Hólm- fríður Tómasdóttir 16 Mat á kennslu í upplýsingalæsi á háskólastigi: tillögur fyrir bókasafn Háskólans á Akureyri / Astrid Margrét Magnúsdóttir 26 Staða og innleiðing þekkingarstjórnunar á íslandi / Hrafnhildur Hreinsdóttir 30 Faggáttir : efnisaðgangur að stafrænum heim- ildum / Ólöf Benediktsdóttir 34 Rafrænt efni : val vísindamanna á sviði nátt- úrufræða / Guðrún Pálsdóttir 39 Tímamót í skjalastjórn : alþjóðlegur staðall um skjalastjórn tekur gildi / Jóhanna Gunnlaugs- dóttir 47 Þjónustumælingar í framhaldsskólum / Kristín Björgvinsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir 55 EBLIDA : samtök evrópskra bókavarðafélaga / Þórdís T. Þórarinsdóttir 60 Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði á íslandi 1994-2000 / Elín Kristbjörg Guðbrands- dóttir [et al.] 69 Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945: (ritdómur) / Gróa Finnsdóttir 71 Bækur og líf 75 Afgreiðslutími safna í mars 2002 80 Höfundar efnis Frá ritstjóra Tuttugasti og sjötti árgangur Bókasafnsins lítur nú dagsins Ijós og markar vonandi upphafið að nýj- um og blómlegum aldarfjórðungi í sögu blaðs- ins. Útgáfan var ekki alveg samfelld fyrstu árin en frá 1982 hefur blaðið komið út á hverju ári. Árin upp úr 1974 þegar blaðið var að stíga sín fýrstu skref voru jafnframt fyrstu árin sem bókasafnsfræði var sjálfstæð kennslugrein í Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Á þessum árum útskrifaðist þaðan mikill fjöldi bókasafnsfræðinga sem hafa haslað sér völl víða í þjóð- félaginu og sett mark sitt á upplýsingasamfélagið sem við hrærumst nú í. Sú gjörbylting sem hefur orðið á starfs- vettvangi stéttarinnar á undanförnum árum er ekki síst þessu ötula og framsýna fólki að þakka. Það væri freistandi að reyna að geta sér til um hvaða breytingar við eigum í vændum næsta aldarfjórðunginn. Ritstjóri treystir sér ekki til að gerast spámaður en er þó viss um að við eigum eftir að lifa meiri breytingar á að- gengi að upplýsingum en nokkurt okkar gat órað fyrir þegar við hófum störf á þessum vettvangi. Blaðið hefur ekkert eiginlegt þema að þessu sinni en fyrirferðarmestar eru greinar um rafrænt efni og aðgengi að því, upplýsingalæsi, þekkingarstjórn og skjalastjóm. Tvær greinar eru byggðar á lokaritgerðum til M.A. prófs og er það í samræmi við þá miklu aukningu sem orðið hefur á framhaldsmenntun bókasafns- og upplýsingafræðinga að undanförnu. Þau tímamót hafa nýlega orðið að Einar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir langt og farsælt starf sem Landsbókavörður og áður Háskólabókavörður. Við stöð- unni er tekin Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir sem undan- farin ár hefur verið framkvæmdastjóri NORDINFO eftir að hafa um árabil stýrt kennslu í bókasafns- og upplýsinga- fræði við Háskóla íslands. Ritstjórn Bókasafnsins óskar Sigrúnu Klöru allra heilla og velfarnaðar í starfi og er þess fullviss að henni muni takast að leiða Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn áfram inn í rafræna framtíð án þess að missa sjónar af hinum þjóðlegu rótum þess. Ég vil loks þakka höfundum efnis, samstarfskonum mínum í ritnefnd og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg fyrir þeirra framlag til blaðsins. Dögg Hringsdóttir Mynd á kápu: Síða úr galdrahandriti frá 19. öld í Handritadeild Landsbókasafns (slands - Háskólabókasafns. Skráð í gagnagrunninn LÝSI, sjá grein á bls. 13. Útgefandi / Publisher: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða / Information. The Association of Library and Information Science ISSN: 0257-6775 Heimilisfang / Address: Bókasafnið, c/o Dögg Hringsdóttir Landskerfi bókasafna Borgartúni 37 105 Reykjavík Eldri blöð fást hjá: Þjónustumiðstöð bókasafna Ritnefnd / Editorial board: Dögg Hringsdóttir, ritstjóri/editor Sólveig Haraldsdóttir, ritari Hadda Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Kristín Ósk Hlynsdóttir, umsjón með netútgáfu Gróa Finnsdóttir, meðstjómandi Auglýsingar: Hænir sf., Ármúla 36,108 Reykjavík Sími: 533 1850, bréfsími: 533 1855 Prentun: Gutenberg Letur: Caecilia 9 pt á 13 pt fæti Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA) Veffang/URL: http://www.bokasafnid.is Netfang/email: ritnefnd@bokasafnid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.