Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 33

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 33
hvar.is . Sá vefur er fyrst og fremst miðaöur við þau gagnasöfn sem keypt hafa verið inn á vegum hennar en hann er þó frábrugðinn mörgum slíkum erlendum vefjum að þar er vísað á ýmislegt fleira. Efnisleit getur orðið nokkuð flókin, því notandinn þarf að kynna sér hvert megininnihaldið er í hinum oft risavöxnu gagnasöfnum, hvort þar er hugsanlega að fmna það efni sem leitað er og síðan að fara inn í viðkomandi tímarit eða gagnasafn til að fletta upp. Vefir sem þessi eru ýmist reknir sem sérstakir vefir eða eru tengdir þjóðbókasöfnum, embættum eða stofnunum sem sjá um innkaupin fyrir not- endahópa eða á landsvísu. Bókasöfnin vísa til þeirra á sínum eigin heimasíðum, í heild eða til ákveðinna tímarita eða gagnasafna undir viðkomandi efni. Einstök ókeypis gagna- söfn á netinu, sem veita aðgang að ákveðnum teg- undum efnis t.d. tímarits- greinum, staðreyndaefni eða bókfræðiskrám, al- mennum eða á sérhæfðum fræðasviðum. Sem dæmi mætti nefna Ingenta sem vísar í tímaritsgreinar, ým- ist á pappír eða neti. Not- andi þarf að vita af gagna- söfnunum, leita þau uppi eða fara inn á síður bóka- safna sem vísa til þeirra undir viðkomandi efni. Fag- eða efnisgáttir (su- bject based information gateways / emneportaler) eru sameiginleg leið bóka- safna og fræðasamfélags- ins til að byggja upp sem bestan aðgang að efni á ákveðnum fræðasviðum. Þessi leið hefur verið að ryðja sér til rúms í síauknum mæli undanfarin ár víða um lönd. Þetta virðist vera ákjósanleg lausn á þeim vanda sem við er að etja við leit að fræðilegu efni í netheimum. Þar sem lítil sem engin umræða hefur farið fram um þetta fýrirbæri hér á landi, verða því nú gerð ítarlegri skil. Dæmi um stórar vefgáttir sem margir kannast við eru t.d. NovaGate http://novagate.nova-university.org á sviði landbúnaðarmála, ADAM http://www.adam. ac.uk á sviði lista, SOSIG http://www.sosig.ac.uk á sviði félagsfræða, OMNI http://omni.ac.uk á sviði læknisfræði og EELS http://eels.lub.lu.se á sviði verk- fræði. Skilgreiningu á efnisgáttum er að finna m.a. í grein eftir Traugott Koch, sem víða hefur verið vitnað til. Hann segir efnisgátt vera Internetþjónustu með aðaláherslu á dreifðar heimildir um ákveðið efni á Internetinu. Hún geti þó í undantekningartilvikum innihaldið tilvísanir til efnis sem ekki er stafrænt. Ekki sé rétt að nota þetta orð um vísa eða indexa um staðbundið efni og heldur ekki um bókasafnsskrár. Efnisgáttir byggja á lýsingum á efninu. Koch skilgreinir tvær tegundir efnisgátta, annars vegar einfalda efnisgátt og hins vegar gæðarýnda efnisgátt sem er flóknara fyrirbæri. Gæðarýndar efnisgáttir lúta ritstjórn og mat á efninu er í höndum sérfræðinga. Ákveðin stefna er um val efnis og um viðhald. Lýsingar á efninu lúta ákveðnum reglum og sama er að segja um efnis- flokkun. Samskiptastaðlar eru notaðir. Efnisgáttir geta verið mismunandi eftir efnis- inntaki og hvort þær ná yfir efni á ákveðnu svæði eða landi eða eru alþjóð- legar. Sumar hafa með sér samvinnu eða eru byggðar upp af mörgum stofnun- um. Gæðametnar efnisgátt- ir eru næstum eingöngu byggðar upp af bókasöfn- um, háskólum og/eða fræðistofnunum og marg- ar þeirra af áhugasömum einstaklingum úr fræða- samfélögum. Allar veita þær vefað- gang og flestar hafa leitarmöguleika. Lýsingar á heimildunum eru vistaðar í gagnabanka eða skráa- kerfi. í Evrópuverkefninu DESIRE, http://www.desire.org, hefur verið þróað hugtakið „subject-based informa- tion gateway" (SBIG). Þar hafa verið settar fram reglur um uppbyggingu netgátta, sem hægt er að sækja á netinu í formi handbókar og hugbúnaður þróaður til verksins sem er hægt að fá ókeypis á netinu. Fleiri tegundir hugbúnaðar eru til t.d. ROADS, http://www.ilrt.bris.ac.uk/roads fráThe eLib eða Elec- tronic Libraries programme í Bretlandi (einnig ókeypis) og er notað af mörgum efnisgáttaverk- efnum. Það sem hér hefur verið sagt um efnis- eða fag- gáttir ætti að nægja til útskýringar á hugtakinu og iNClPrVTNT * «?ÍNT1®1-5 Canticvm esAiepítop^ cjrim 1TA. -cuf ef miktCor\ ut^r~fixf fUl-OT' Tu.ii r 6CCo ti fa Ljcx [^ccedf nduxcor rnetif-'ftduadvc&rxigixm 6t'notmmA*Oy for-X'XXXLdomex ðíl+xifrneK dnr df' fiifxcxuf efb mAi 1 nfkLucemy IföxaT-t&trxcjuxf infTvuJío defcrmdjuf fXhiaxpmf/ #d\Cófir lmlLccdí& ccmf±xem\r\\ dno 6C\nuo cKce- rtamertemf •< JQJoxkT fuxxce \npopuUf \dtrtu6rrcten6f eiuff miHntfMCPgg cjtíc gccAfutry *Ar nomw fxuf^ (^Arnaze dnb qtfctriAgrufu&fecttS xdnurrc\xcc \noc inarua*i~r*cei~t~K. (^X-uUsv <#LauJa Uncaað fionf' ^cjuivmAjnur \nmed\oXuifoT IfVxhety &Anv\cum e-x&cUte- indtnudto dienim mtorum/ Síða úr „Gullna saltaranum" frá því um 790. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.