Bókasafnið - 01.01.2002, Page 33

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 33
hvar.is . Sá vefur er fyrst og fremst miðaöur við þau gagnasöfn sem keypt hafa verið inn á vegum hennar en hann er þó frábrugðinn mörgum slíkum erlendum vefjum að þar er vísað á ýmislegt fleira. Efnisleit getur orðið nokkuð flókin, því notandinn þarf að kynna sér hvert megininnihaldið er í hinum oft risavöxnu gagnasöfnum, hvort þar er hugsanlega að fmna það efni sem leitað er og síðan að fara inn í viðkomandi tímarit eða gagnasafn til að fletta upp. Vefir sem þessi eru ýmist reknir sem sérstakir vefir eða eru tengdir þjóðbókasöfnum, embættum eða stofnunum sem sjá um innkaupin fyrir not- endahópa eða á landsvísu. Bókasöfnin vísa til þeirra á sínum eigin heimasíðum, í heild eða til ákveðinna tímarita eða gagnasafna undir viðkomandi efni. Einstök ókeypis gagna- söfn á netinu, sem veita aðgang að ákveðnum teg- undum efnis t.d. tímarits- greinum, staðreyndaefni eða bókfræðiskrám, al- mennum eða á sérhæfðum fræðasviðum. Sem dæmi mætti nefna Ingenta sem vísar í tímaritsgreinar, ým- ist á pappír eða neti. Not- andi þarf að vita af gagna- söfnunum, leita þau uppi eða fara inn á síður bóka- safna sem vísa til þeirra undir viðkomandi efni. Fag- eða efnisgáttir (su- bject based information gateways / emneportaler) eru sameiginleg leið bóka- safna og fræðasamfélags- ins til að byggja upp sem bestan aðgang að efni á ákveðnum fræðasviðum. Þessi leið hefur verið að ryðja sér til rúms í síauknum mæli undanfarin ár víða um lönd. Þetta virðist vera ákjósanleg lausn á þeim vanda sem við er að etja við leit að fræðilegu efni í netheimum. Þar sem lítil sem engin umræða hefur farið fram um þetta fýrirbæri hér á landi, verða því nú gerð ítarlegri skil. Dæmi um stórar vefgáttir sem margir kannast við eru t.d. NovaGate http://novagate.nova-university.org á sviði landbúnaðarmála, ADAM http://www.adam. ac.uk á sviði lista, SOSIG http://www.sosig.ac.uk á sviði félagsfræða, OMNI http://omni.ac.uk á sviði læknisfræði og EELS http://eels.lub.lu.se á sviði verk- fræði. Skilgreiningu á efnisgáttum er að finna m.a. í grein eftir Traugott Koch, sem víða hefur verið vitnað til. Hann segir efnisgátt vera Internetþjónustu með aðaláherslu á dreifðar heimildir um ákveðið efni á Internetinu. Hún geti þó í undantekningartilvikum innihaldið tilvísanir til efnis sem ekki er stafrænt. Ekki sé rétt að nota þetta orð um vísa eða indexa um staðbundið efni og heldur ekki um bókasafnsskrár. Efnisgáttir byggja á lýsingum á efninu. Koch skilgreinir tvær tegundir efnisgátta, annars vegar einfalda efnisgátt og hins vegar gæðarýnda efnisgátt sem er flóknara fyrirbæri. Gæðarýndar efnisgáttir lúta ritstjórn og mat á efninu er í höndum sérfræðinga. Ákveðin stefna er um val efnis og um viðhald. Lýsingar á efninu lúta ákveðnum reglum og sama er að segja um efnis- flokkun. Samskiptastaðlar eru notaðir. Efnisgáttir geta verið mismunandi eftir efnis- inntaki og hvort þær ná yfir efni á ákveðnu svæði eða landi eða eru alþjóð- legar. Sumar hafa með sér samvinnu eða eru byggðar upp af mörgum stofnun- um. Gæðametnar efnisgátt- ir eru næstum eingöngu byggðar upp af bókasöfn- um, háskólum og/eða fræðistofnunum og marg- ar þeirra af áhugasömum einstaklingum úr fræða- samfélögum. Allar veita þær vefað- gang og flestar hafa leitarmöguleika. Lýsingar á heimildunum eru vistaðar í gagnabanka eða skráa- kerfi. í Evrópuverkefninu DESIRE, http://www.desire.org, hefur verið þróað hugtakið „subject-based informa- tion gateway" (SBIG). Þar hafa verið settar fram reglur um uppbyggingu netgátta, sem hægt er að sækja á netinu í formi handbókar og hugbúnaður þróaður til verksins sem er hægt að fá ókeypis á netinu. Fleiri tegundir hugbúnaðar eru til t.d. ROADS, http://www.ilrt.bris.ac.uk/roads fráThe eLib eða Elec- tronic Libraries programme í Bretlandi (einnig ókeypis) og er notað af mörgum efnisgáttaverk- efnum. Það sem hér hefur verið sagt um efnis- eða fag- gáttir ætti að nægja til útskýringar á hugtakinu og iNClPrVTNT * «?ÍNT1®1-5 Canticvm esAiepítop^ cjrim 1TA. -cuf ef miktCor\ ut^r~fixf fUl-OT' Tu.ii r 6CCo ti fa Ljcx [^ccedf nduxcor rnetif-'ftduadvc&rxigixm 6t'notmmA*Oy for-X'XXXLdomex ðíl+xifrneK dnr df' fiifxcxuf efb mAi 1 nfkLucemy IföxaT-t&trxcjuxf infTvuJío defcrmdjuf fXhiaxpmf/ #d\Cófir lmlLccdí& ccmf±xem\r\\ dno 6C\nuo cKce- rtamertemf •< JQJoxkT fuxxce \npopuUf \dtrtu6rrcten6f eiuff miHntfMCPgg cjtíc gccAfutry *Ar nomw fxuf^ (^Arnaze dnb qtfctriAgrufu&fecttS xdnurrc\xcc \noc inarua*i~r*cei~t~K. (^X-uUsv <#LauJa Uncaað fionf' ^cjuivmAjnur \nmed\oXuifoT IfVxhety &Anv\cum e-x&cUte- indtnudto dienim mtorum/ Síða úr „Gullna saltaranum" frá því um 790. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 31

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.