Bókasafnið - 01.01.2002, Page 68

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 68
Tafla 5. Rannsóknarefni; SAMANBURÐUR Á ÍSLANDI OG KANADA (STEPHENSON, 1993) EFNI ísland ísland Kanada Til og með Til og með 1993 2000 1993 Tölvuvæðing 1 4 53 Safnkostur 1 1 34 Saga 3 3 13 Bókasafnsfræði (alþjóðl.) 1 0 21 Stjórnun 1 0 58 Varðveisla 0 0 6 Fagleg umfjöllun 5 7 58 Útgáfa 2 0 6 Upplýsingaþjónusta 1 1 28 Rannsóknir 2 3 5 Samnýting gagna Hlutverk bókasafna í 3 1 6 samfélaginu 0 1(+1)*** 4 Þjónusta við sérhópa 1 1(+1)*** 9 Tæknileg þjónusta 0 0 16 Lestur og læsi* 5 0 - Upplýsingaleitir* 1 1 - Rafræn samskipti*’ - 9 - Greinar alls: * Viðbótarflokkar 1993 ** Viðbótarflokkur 2001 27 32(+2)*** 316 ***Greinar í sviga tákna greinar sem höfðu heimildir í neðanmáli í stað heimildalista. Sífellt fleiri rannsóknir eru gerðar á tölvunotkun og hefur orðið töluverð aukning í flokknum töluu- uœðing, en þar flokkast nú fjórar greinar í stað einnar árið 1993. Nokkur aukning hefur einnig orðið í flokk- unum fagleg umfjöllun, rannsóknir, hlutverk bókasafna í samfélaginu og þjónusta uið sérhópa. Stærsti flokkurinn nú er rafræn samskipti, en í þeim flokki eru níu rann- sóknargreinar og tengjast þær notkun Internetsins og rafrænna gagna. Þessi þróun er í samræmi við aukna tölvunotkun á bókasöfnum og almenna tækniþróun sem orðið hefur. Flokknum lestur og lœsi var bætt við töflu Stephen- sons í rannsókninni 1993 og var hann annar tveggja stærstu flokkanna þá. Greinar um lestur og læsi voru ekki taldar til rannsókna í bókasafns- og upplýsinga- fræði nema þær tengdust starfsemi bókasafna á beinan hátt og féllu því engar rannsóknargreinar í þann flokk að þessu sinni. Engar rannsóknargreinar innan bókasafns- og upplýsingafræði fundust heldur um nýtt efni svo sem þekkingarstjórnun, þráðlaus fjarskipti og netgáttir. Umræður Þrátt fyrir að hér hafi verið tekinn upp þráður frá rann- sókn sem unnin var fyrir sjö árum verður að sjálfsögðu að taka fram að niðurstöður þær sem endurspeglast hér eru ekki fyllilega sambærilegar við niðurstöður fyrri rannsóknar. Ástæður þess eru aðallega að skilyrði þau er sett voru hafa breyst lítillega auk þess sem verið er að taka fyrir mislöng tímabil. Þó má fullyrða af þessum niðurstöðum að tölu- verð aukning hefur orðið á rannsóknum á sviði bóka- safns- og upplýsingafræði. Þetta má greinilega lesa úr niðurstöðunum þar sem að þau skilyrði sem þessi hópur hefur sett eru lítið eitt strangari en skilyrði fyrri hópsins og um styttra tímabil er að ræða en þó má greina aukningu á flestum sviðum. Þeir nýju þættir sem litið var á í þessari rannsókn, val rannsóknarefna og rannsóknaraðferða leiddu í ljós að litlar breytingar höfðu orðið. Tilkoma Inter- netsins hefur vissulega valdið straumhvörfum í starfi bókasafns- og upplýsingafræðinga og mátti greina verulega aukningu á rannsóknum því tengdu. Nýrri hugtök sem leitað var að, svo sem þekkingastjórnun, þráðlaus fjarskipti og netgáttir fundust ekki í rann- sóknargreinum tengdum bókasafns- og upplýsinga- fræði. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að lítilsháttar breytingar hafa orðið á rannsókn- araðferðum þar sem notkun eigindlegra aðferða hefur aukist. Aukningin er samt sem áður svo óveru- leg að ekki verða dregnar af henni neinar ályktanir. Vissulega má til sanns vegar færa að þær rann- sóknir sem hér eru stundaðar séu unnar af færri ein- staklingum heldur en sambærilegar erlendar rann- sóknir og því hljóti rannsóknarefnin að endurspegla áhugasvið einstakra rannsakenda. Samt sem áður hlýtur að vera full ástæða til að hvetja fleiri bóka- safns- og upplýsingafræðinga til að víkka sjóndeild- arhring sinn í leit að rannsóknarefnum og umfram allt leitast við að tengja fræðin við nýjar hugmyndir og möguleika. Bókasafns- og upplýsingafræðigreinin gengur nú í gegnum skeið mikilla umbreytinga og því er jafnvel nauðsynlegra nú en áður að fylgjast vel með allri þróun sem gæti orðið faginu til framdráttar og hjálpað til við að marka nýjan farveg. Heimildir Cano, Virginia and C. Rey (1993), „Ten years of Spanish library and information science research: A bibliometric study", Paper presented at the 59th IFLA Conference, Barcelona, Spain, August, (197-THEOR-E) Chen, H.A. (1996), „A bibliometric study of library and information science research in China", Paper presented at the IFLA General Conference, Section of Library Theory and Research Open Forum, Beijing, 1996. Guðrún Pálsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Ingibjörg Sverris- dóttir, Ragnhildur Blöndal and Laurel A. Clyde (1994), „Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafæði : ísland", Bókasafnið, 18: pp.38-43. Guðrún Pálsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Ingibjörg Sverris- dóttir, Ragnhildur Blöndal and Laurel A. Clyde (1997), „Published research about library and information sci- ence in or related to Iceland", Nordic Yearbook of Library, 66 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.