Bókasafnið - 01.01.2002, Side 20
og margir þekkja ekki grundvallarhugtök í upplýs-
ingalæsi. Viö skipulagningu kennslu í upplýsingalæsi
þarf að hafa í huga hverskonar markhóp um ræöir og
hvernig kennsluumhverfi henti honum best. Fram-
setning upplýsinga hefur breyst mikið á síðustu árum
með tilkomu Internetsins og Veraldarvefsins. Há-
skólakennsla hefur tekið mið af því og er að þróast
frá fyrirlestraforminu í átt að gagnvirku námsum-
hverfi. Aðgangur að stafrænum gagnasöfnum gefur
nemendum einnig tækifæri á að fá þjálfun í leitar-
tækni með því að gera verkefni á staðnum.
Nýtt hlutverk bókasafnsfræðinga
Kennslu- og námsumhverfið gefur bókasafnsfræð-
ingum einnig færi á að stofna til samvinnu við kenn-
ara og samlaga kennslu í upplýsingalæsi að nám-
skránni. Þeir þekkja og hafa reynslu af að meðhöndla
rafrænar upplýsingar og ráða yfir færni í að kenna
upplýsingatækni. Þarna fá bókasafnsfræðingar tæki-
færi til þess að breyta út frá sínu hefðbundna hlut-
verki og taka þess í stað að sér forystu og hafa frum-
kvæði að samvinnu við deildir og kennara í ýmsum
málum eins og t.d. gerð kennsluáætlana.
Aðferðafræðin
Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í því að skoða
hvað gert hefur verið á sviði upplýsingalæsis og velja
verkefni til þess að meta og fjalla sérstaklega um.
Valin voru verkefni á breiðu sviði, tekið tillit til hvort
þau höfðu eitthvað nýtt fram að færa og hversu
yfirgripsmikil þau voru og reynt að velja dæmi frá
mismunandi heimsálfum. Sum þeirra hafa verið
notuð sem fyrirmyndir í kennslu og þjálfun í upplýs-
ingalæsi á háskólabókasöfnum og hlotið viðurkenn-
ingu frá viðkomandi starfsstétt. Benchmark aðferðin
var notuð til þess að meta markmið kennslunnar,
athafnir, verkefni og aðferðir í kennslu í þeim tilgangi
að sjá hvernig færni í upplýsingalæsi er felld inn í
kennslu nemenda.
ACRL (Associaton for College and
Research Libraries) Standards
Til þess að meta og greina verkefnin sem urðu fýrir
valinu voru staðlar Samtaka amerískra háskóla- og
rannsóknabókasafna (Association for College and Re-
search Libraries) notaðir. Þeir voru gefnir út í janúar
2000 og ganga undir heitinu „Information Literacy
Competency Standards for Higher Education". Þessir
staðlar urðu fyrir valinu fyrst og fremst vegna þess að
af þeim skilgreiningum á upplýsingalæsi sem til eru,
eru þeir e.t.v. ítarlegastir. Einnig er mjög auðvelt að
meta upplýsingalæsisfærni með notkun þeirra.
ACRL staðlarnir eru byggðir upp á fimm megin
stöðlum sem innihalda síðan nokkra frammistöðu-
vísa, samtals 22 talsins. Hverjum frammistöðuvísi
fylgja síðan niðurstöður. Þessar niðurstöður er hægt
að nota til þess að meta upplýsingalæsisffamfarir nem-
endanna.
Verkefni sem urðu fýrir valinu
Samtals voru sjö verkefni í kennslu og þjálfun í upp-
lýsingalæsi skoðuð og metin og fer hér listi yfir verk-
efnin og vefslóðir þeirra:
• California State University, San Marcos (CSUSM) -
Information Literacy Program http://library.
csusm.edu/departments/ilp/main.asp
http://library.csusm.edu/departments/ilp/
• Florida International University (FIU), Miami -
Information Literacy at FIU
http://www.fiu.edu/~library/ili/
• University of Texas at Austin - Texas Information
Literacy 'Iútorial (TILT)
http://tilt.lib.utsystem.edu/
• University of Lincolnshire & Humberside (ULH) -
Effective Learning Programme (ELP)
http://home.ulh.ac.Uk/Ldu/uscc/uscc2.html#top
• University of Strathclyde, Business Faculty - IL
class
http://www.dis.strath.ac.uk/literacy/sbsclass99.
html
• MEG - (Multimedia Education Group), University
of Cape Town, South Africa
http://www.meg.uct.ac.za/work.htm
• Universiteit Maastricht - Studielandschappen.
Study landscape (Learning Resource Centre) for
problem-based learning
http://www.ub.unimaas.nl/actueel/studielandsch
aplezing.htm
Niðurstöður
Framsetning kennsluefnis
Öll verkefnin sem tekin voru til umfjöllunar nota
fleiri en eina leið til þess að kenna upplýsingalæsis-
færni. Eftirfarandi tafla sýnir yfirlit yfir framsetningu
kennsluefnisins eftir stofnunum. Mismunandi var
hversu góðar upplýsingar lágu fyrir en taflan gefur
gott yfirlit yfir fjölda aðferða. Upplýsingalæsi er bæði
kennt sem hluti af aðalnámskrá og sem einstök
námskeið, þ.e. ekki tengd ákveðnum námsgreinum,
auk þess sem bókasöfnin bjóða upp á ýmsar prentað-
ar leiðbeiningar og efni sem sett er fram á vef. Rann-
sóknir hafa sýnt að með því að tengja kennslu í
upplýsingalæsi við ákveðin námskeið í aðalnámskrá
er notendafræðslan gerð raunhæfari og meiri líkur á
því að nemendur skilji og noti þekkinguna er þeir afla
sér og tengi við raunhæf verkefni og vandamál sem
þeir þurfa að leysa í námi sínu og í framtíðinni.
Kennslufrœði
Öll kennsla í upplýsingalæsi ætti að vera byggð á
viðurkenndum kenningum í kennslufræði sem gefa
18
BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002