Bókasafnið - 01.01.2002, Side 74

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 74
sveitinni og það gengur á ýmsu, einkum framan af. Hún fer smám saman að taka þátt í störfunum á bænum og því er einkar vel lýst hvernig samvistir við náttúruna, gróður og dýr, ásamt góðu atlæti og aga, gera úr villingnum hrausta og tápmikla sveitastúlku. En bókin er ekki eingöngu þroskasaga telpunnar heldur kynnist lesandinn jafnframt lífsháttum og siðum sveitafólks í Ungverjalandi ásamt ungverskum sagnaarfi. Úlfhildur Dagsdóttir Gef oss í dag vora daglegu bók Mér finnst stundum eins og ég lesi minnst bók á dag. Þegar ég er að ræða um bækur, skrifa um bæk- ur, lesa um bækur og skoða mína eigin bókalista þá fmnst mér það ótrúlegt magn sem ég hef komist yfir. Samt eru alltaf svo margar bækur eftir ólesn- ar, bækur sem ég hef ‘alltaf ætlað að lesa’ og bækur sem ég hef aldrei ætlað að lesa, en uppgötva skyndilega að eru mér ómissandi. Eins og fyrir svo marga sem hafa lesið yfir sig á þennan hátt er minn tilvísandaheimur í bókum. Það er að segja: ég vísa til bóka, persóna og atburða þegar ég er að lýsa einhverju fyrir einhverjum og tek dæmi sem á að skýra málið frekar. “Ég var að kaupa mér ný spjót í augnabrúnina, svona Hellraiser dáldið.” “Fer- legt þetta með ofveiðina. Alveg einsog orkídeurnar í Fish, Blood and Bone.” “Einmitt, svona ýkt bílamenn- ing, alveg eins og í Crash.” Söguþekking mín miðast líka eingöngu við hvort ég get plantað skáldsöguper- sónum einhversstaðar á tímabil. “Já, 16. öld, það var þegar góleminn gekk um götur Prag.” “15. öld? Alveg rétt, Drakúlatími.” “Þið vitið, þessi 19. aldar viðhorf til kvenna, eins og í Austen.” (Oftar en ekki veldur þetta reyndar meiri flækjum en það leysir...) Það er því ekki auðvelt að ætla sér að rekja bækur sem breyttu lífi mínu, því þær eru bara svo margar og það sem meira er, ég held að allar bækur sem ég hef lesið hafi gert sitt til að breyta einhverju í mínu lífi. Múmínálfarnir, til dæmis. Ég var gerbreytt manneskja eftir að hafa lesið múmínálfana. Mía litla, múmín- mamma og bísamrottan höfðu allar djúp áhrif á mig og mig dreymir enn drauma sem ég get rakið beint til vetrarundranna og örlaganæturinnar. Og alltaf þegar ég sé margfætlu eða kónguló þá hugsa ég með mér að nú hafi orðabók dottið ofaní pípuhatt galdrakarlsins. Ævintýri í Maraþaraborg, einhver? Síðan þá hef ég aldrei efast um að á hafsbotni væri maraþaraborg byggð músíkölskum flyðrum. H.C. Andersen? Kip- ling? Ég grét linnulaust og enn fæ ég tár í augun þegar ég rifja upp þessar sögur. Tinni og blái lótusinn magnaði með mér þrá eftir austurlöndum sem ég er ennþá haldin og eftir að hafa lesið sögu Charlotte Perkins Gilman um gula veggfóðrið sé ég ævinlega móta fyrir fólki á bakvið mynstur. í menntaskóla las ég Óbærilegan léttleika tilverunnar, myglaði, og hef ekki þolað Kundera síð- an. Svo las ég Gunnlaðarsögu og ákvað að læra bók- menntir. Smásögur hrollvekjumeistarans Clive Bark- er sannfærðu mig um að framtíð mín lægi í afþrey- ingarbókmenntum og að hið ritaða mál væri aflvaki á við nokkrar hálendisvirkjanir og myndasögur þeirra Warren Ellis og Neil Gaimans, Transmetropolitan og The Sandman, voru svo augna-opnandi á mynda- söguformið að ég varð hreinlega rauðeygð. Og hef andað að mér ómældu magni af myndasögum síðan. Já, því meira sem ég hugsa um það því meiri áhrif held ég að bækur hafi á sjálfa mig og mína tilveru. Enda ekki annað hægt, því alla mína ævi hef ég búið umkringd bókum, unnið með bókum, hallað mér að bókum og hnerrað yfir bókum. Og æst mig yfir bók- um, ekki má heldur gleyma því. Sigurlín Bjarney Gísladóttir Að dýfa bók ofan í kaffi Það er ekki langt síðan ég las dularfullu bókina sem afi minn átti. Bókin er snjáð og lúin og blaðsíð- urnar eru brúnar og í bylgj- um. Hún ber öll merki þess að hafa þornað eftir kaffi- bleytu. Þarna er á ferðinni bókin Sólon íslandus eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Bæði bindi sögunnar eru þar komin saman í einni bók sem byggir á ævi Sölva Helgasonar. Bókin er svo sjúskuð og beygluð að ég get mér þess til að afi hafi ekki gætt hennar nógu vel svo að hún hefur fengið að liggja og sjúga í sig heilan kaffipoll. Kannski hefur hann þurft að skilja við hana í miðjum lestri til að gefa hestunum (sem bjuggu í litlu húsi í garðinum). Innan á fyrstu síðunni er stimpill með merki Bæjarbókasafns Reykjavíkur, það er líklegast þess vegna sem bókin er ennþá í fjölskyldunni. Það hefur láðst að skila kaffisósa bók- inni aftur og sektin eflaust orðin himinhá í dag. Eng- inn ábúðarfullur bókasafnsfræðingur hefur bankað upp á svo að bókin fær að halla sér sæl að hljóm- 72 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.