Bókasafnið - 01.01.2002, Side 61

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 61
magni (félagsgjöld og fastur styrkur stjórnvalda) aðildarfélaganna og hleypur á 465-4.760 evrum eftir því hvert fjárhagslegt bolmagn félaganna er. Upplýs- ing er í lægsta flokki og greiðir 465 evrur sem er til- tölulega lítið hærra en gjaldið fyrir aukaaðildina var (380 evrur) en þessi tiltölulega litli munur hafði meðal annars áhrif á þá ákvörðun stjórnar Upplýsingar að gerast fullgildir aðilar. Félagar í aðildarfélögum EBLIDA (hér á landi félagar í Upplýsingu) fá afslátt af áskrift tímaritsins Information Europe og greiða 60 evrur fyrir áskriftina í stað 80. Svo sem áður getur kostar aukaaðild að EBLIDA 380 evrur. Aukaaðilar geta félög í löndum sem ekki eiga aðild að ESB orðið, önnur samtök, stofnanir og einstök bókasöfn. Eins og áður hefur komið fram var Upplýsing tekin í samtökin sem fullgildur aðili þótt ísland sé ekki aðili að ESB. Lokaorð Stjórn Upplýsingar leggur aukna áherslu á samvinnu og samskipti við bókavarðafélög í öðrum löndum með sérstaka áherslu á Norðurlöndin og Evrópusam- starf. Stjórnin telur mikinn feng að því að fá tækifæri til að starfa með bókavörðum í öðrum löndum og kynnast starfsemi og áhersluþáttum bókavarðafélaga á erlendri grund. í ljósi þessa telur stjórnin aðild að EBLIDA mikilvæga. Mikilvægt er að íslenskir bókaverðir „fljóti ekki sofandi að feigðarósi" nú á tímum aukinnar hnatt- væðingar á öllum sviðum og vakni upp við vondan draum þegar of seint er að aðhafast í hagsmunamál- um bókavarða og bókasafna. Áríðandi er að fylgjast með því sem er að gerast á alþjóðavettvangi í bóka- safns- og upplýsingamálum, einkum því sem er á döfinni í Evrópu, en um 80% af lagasetningum Evrópuþjóða mun runnið undan rifjum þings Evrópu- sambandsins svo óhjákvæmilegt er fyrir bókasafna- samfélagið hér á landi að fylgjast með og reyna að hafa áhrif sé þess nokkur kostur. Því ætti starfsfólki bókasafna svo og bókasöfnum og upplýsingamið- stöðvum að vera metnaðarmál að efla fagfélag sitt - Upplýsingu - Félag bókasafns- og upplýsingafrœða svo félagið geti verið öflugur málsvari bókavarða og bóka- safna og unnið hagsmunamálum þeirra og viðskipta- vina þeirra brautargengi. Heimildir: BjarniThorarensen: Oddur Hjaltalín. Kuceði. Reykjavík, Bóka- útgáfa Menningarsjóðs, 1954. (íslenzk úrvalsrit) EBLIDA Constitution. http://www.eblida.org/eblida/constitu- tion.htm [25 .janúar 2002] European Bureau of Library, Information and Documentation Associations. http://www.eblida.org/ [2. janúar 2002] Hackett, Teresa: Libraries from a European perspective. The role and work of Eblida. Zeitschrift/úr BibIiothefesu;esen und Bibliographie. 48. árg, l.tbl., jan.-feb. 2001, bls. 14-21. Ólöf Benediktsdóttir: Höfundarréttur í upplýsingasamfélagi. Fregnir. Fréttabréf Uppiýsingar - Félags bókasafns- og upp- lýsingafrœða. 3. tbl., 26. árg. 2001, bls. 4-6. Þórdís T. Þórarinsdóttir: EBLIDA aðild Upplýsingar og tilskip- un ESB um höfundarétt. Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Fé- lags bókasafns- og upplýsingafrœða. 1. tbl., 26. árg. 2001, bls. 44. Þórdís T. Þórarinsdóttir: Ársþing EBLIDA í Bremen. Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bófeasa/ns- og upplýsinga- fræða. 2. tbl., 26. árg. 2001, bls. 45. Þórdís T. Þórarinsdóttir: Greinargerð um stefnu og markmið Upplýsingar. Erindi flutt á lands/undi Upplýsingar á Afeureyri 1.-2. september 2000. http://ww2.unak.is/uppl/bokasafn /landsf/erindi/ thordis.htm [4. febrúar 2002] Summary EBLIDA - European Bureau of Library, Information and Documentation Associations The article provides an overview over the work of EBLIDA, an independent and nongovernmental umbrella association of national library, information, documentation and archive associations and organizations representing libraries at European level. The foundation of EBLIDA in 1992, its role and objectives are described and its membership and organization as well, e.g. the Council, the Executive Committee, the Secretariat, which is located in the Haag, and the Annual Council meeting. Issues on which EBLIDA is focusing are listed, e.g. the EU Copyright Directive and its national implementation, the role of libraries in lifelong learning and VAT on electronic services and information. The publications of EBLIDA are introduced. Information - the Icelandic Library and Information Science Association joined EBLIDA as a full member in 2001 and the purpose of the article is to introduce EBLIDA to the Icelandic library community. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 59

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.