Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 58

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 58
Hlutverk EBLIDA og markmið samtakanna Meginhlutverk EBLIDA er aö gæta hagsmuna bóka- safnaheimsins gagnvart ESB. Markmið samtakanna eru eftirfarandi: • Pjóna og efla innan Evrópu hagsmuni bókasafna og bókasafns- og upplýsingafræöi sem starfs- greinar, m.a. í framkvæmdastjórn ESB (e. Euro- pean Commission), á Evrópuþinginu (e. European Parliament), í svæðisnefndinni (e. Committe of the Regions), í ráðherraráðinu (e. Council of Ministers) og í Evrópuráðinu (e. Council of Eur- ope). • Koma nýjustu upplýsingum um þróun og fram- kvæmdir innan Evrópusambandsins á framfæri við aðildarfélögin. • Efla samvinnu meðal aðildarfélaganna. Að undanförnu hafa kraftar EBLIDA meðal annars beinst að því að hafa áhrif á tilskipanir ESB um höf- undaréttarmál og tók stjórn Upplýsingar þátt í þeim aðgerðum sem náðu frá Grikklandi í suðri til íslands í norðri eins og framkvæmdastjóri EBLIDA hefur kom- ist að orði. Stjórnskipulag EBLIDA Stjórnskipun samtakanna samanstefndur af eftirfar- andi þáttum: • Fulltrúaráði (e. Council) • Framkvæmdanefnd (e. the Executive Committee) • Skrifstofu samtakanna (e. the Secretariat) • Fastanefndum og sérnefndum (e. Standing Committees, ad hoc Committees) Fulltrúaráðið samanstendur af fulltrúum fullgildra aðildarfélaga og aukafélaga. Atkvæðisrétt hefur einn fulltrúi frá hverjum fullgildum félaga en fleiri fulltrú- um er heimilt að sækja fundinn, bæði frá fullgildum félögum og eins frá félögum með aukaaðild. Fulltrúar fullgildra aðildarfélaga sem eru í van- skilum með félagsgjöld í eitt ár eða fleiri án leyfis framkvæmdanefndar hafa ekki kosningarétt. Fulltrú- ar aðildarfélaga sem vikið hefur verið úr samtökun- um hafa heldur ekki kosningarétt. Fulltrúaráðið ákveður meðal annars stefnu sam- takanna og starfsáætlun þeirra, árgjöld, inngöngu nýrra félagsmanna, samþykkir fjárhagsáætlun og ársskýrslu framkvæmdanefndar, kýs formann sam- takanna, sem er jafnframt formaður framkvæmda- nefndarinnar, kýs ennfremur aðra í framkvæmda- nefnd, aðalfulltrúa og varafulltrúa, af þeim tilnefn- ingum sem liggja fyrir, fjallar um þau mál sem fram- kvæmdanefndin setur á dagskrá, samþykkir breyt- ingar á lögum samtakanna og tekur ákvarðanir um slit og niðurlagningu félagsins. Fulltrúaráðið skal hittast að minnsta kosti einu sinni á ári og annars eftir þörfum. Fulltrúaráðið getur tekið bindandi ákvarðanir ef að minnsta kosti einn þriðji fulltrúa er viðstaddur. Þegar fjallað er um fé- lagsslit eða lagabreytingar skulu fulltrúar tveir þriðju fullgildra aðildarfélaga vera viðstaddir. Einfaldur meirihluti atkvæða gildir við atkvæðagreiðslur. Haldn- ar eru fundargerðir sem sendar eru öllum aðild- arfélögum samtakanna. Framkvæmdanefnd EBLIDA fer með stjórn sam- takanna og hefur vald til að skipa í nefndir eftir því sem tilefni er til. í framkvæmdanefndinni eru 10 full- trúar, kosnir til tveggja ára í senn með möguleika á endurkjöri einu sinni. Formaður fer fyrir nefndinni. Fulltrúar frá bókavarðafélögum á hinum Norður- löndunum hafa látið mjög að sér kveða innan EBLIDA og eiga þau öll fulltrúa í framkvæmdanefndinni. Nefndin skal funda að minnsta kosti tvisvar á ári og auk þess þegar nauðsyn krefur. Fundargerðir eru sendar til allra aðildarfélaga samtakanna. Fram- kvæmdanefndin leggur einnig meðal annars fram ársskýrslu og ársreikninga fyrir fulltrúaráðið. Ef með- limur í nefndinni mætir ekki á þrjá fundi í röð telst hann hafa afsalað sér setu í nefndinni. Fram- kvæmdanefndin ræður framkvæmdastjóra samtak- anna sem er forstjóri skrifstofu þeirra. Formaður sér til þess að unnið sé eftir stefnu og samþykktum framkvæmdanefndarinnar og hefur yfirumsjón með skrifstofu samtakanna. Skrifstofan undirbýr fundi fulltrúaráðs og framkvæmdanefndar, framkvæmir ákvarðanir fulltrúaráðs og framkvæmdanefndar og sér um daglegan rekstur samtakanna. Framkvæmda- stjóri samtakanna sér um ráðningu annarra starfs- manna. Aðaltekjulind samtakanna eru félagsgjöld, tekjur af starfsemi, þjónustugjöld og styrkir. Framkvæmda- stjóri undirbýr ársreikninga og fjárhagsáætlun. Ársþing fulltrúaráðs EBLIDA (e. Annual Council Meeting) Ársþing fulltrúaráðs EBLIDA er haldið til skiptis af aðildarfélögum samtakanna. Viðkomandi aðildar- félag leggur fram húsnæði fyrir fundinn og veitingar meðan á fundi stendur. Kostnaði við ársþingin er haldið í lágmarki. Fundarmenn sjá jafnan sjálfir um að panta hótel, veitingar utan funda og ná í fund- argögn á Netinu þannig að ekkert skráningargjald er innheimt. Ársþingið fer, eins og áður hefur komið fram, með æðsta vald samtakanna og stendur þingið jafnan í tvo daga, föstudag og laugardag. Fyrri daginn eru einkum hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá, svo sem skýrsla stjórnar, reikningar, framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs, kosinn formaður og fram- kvæmdanefnd eftir því sem við á. Á ársþingi EBLIDA í Bremen sem haldið var dag- ana 11.-12. maí 2001 var Britt-Marie Hággström frá Svíþjóð endurkjörin til 2ja ára sem formaður. í fram- 56 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.