Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 63

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 63
hester, 1995) á rannsóknargreinum í tveimur ástr- ölskum tímaritum á sviði bókasafns- og upplýs- ingafræði; rannsókn unna af Aysel Yontar og Mesut Yalvax (Yontar og Yalvax, 2000) á viðfangsefnum rannsókna í tyrkneskum tímaritsgreinum um bóka- safns- og upplýsingafræði frá 1952-1994, og bók- fræðimælingu H.A. Chen á rannsóknum í bókasafns- og upplýsingafræði í Kína (Chen, 1996). í grein Rochester og Vakkari í IFLA Journal (Rochester og Vakkari, 1998) er gerð samantekt á nokkrum þessara rannsókna sem síðan er lögð er til grundvallar fyrir greiningu á þjóðareinkennum í bókasafns- og upplýsingafræði. Áhugi þeirra beindist aðallega að því að skoða aðalflokka og undirflokka rannsóknarefna, svo og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar voru. Athuganir þeirra leiddu í ljós að þjóðar- einkenni rannsókna í bókasafns- og upplýsingafræði virðast greina sig frá alþjóðlegum straumum í fræði- greininni og þykja einnig vera ólík frá einu landi til annars. Skilyrði Hugtakið rannsókn hefur verið skilgreint á ýmsan hátt og þegar rannsóknarhópurinn frá 1993 hóf flokk- un rannsóknargreina ákvað hann að setja fram sína eigin skilgreiningu. Eftir að hafa farið vandlega yfir nokkrar skilgreiningar vísindamanna á hugtakinu mótaði hópurinn svo sín eigin skilyrði sem höfð voru til viðmiðunar þegar rit voru skilgreind. Þau skilyrði voru lítillega stytt og umorðuð en að öðru leyti lögð til grundvallar flokkuninni hjá rannsóknarhópnum 2001 og eru eftirfarandi: 1. Yfirlýsing um að ritverk sé byggt á rannsókn 2. Skilgreining á viðfangsefni rannsóknar 3. Yfirlýsing um markmið og tilgang 4. Útskýring á rannsóknaraðferðum 5. Yfirlit um áður birt ritverk og sögulegan bakgrunn 6. Niðurstöður settar fram og útskýrðar 7. Heimildalisti fylgi 8. Grein sé lengri en tvær blaðsíður Eins og sjá má eru þessi skilyrði sett fram á skýran og auðskiljanlegan hátt og mætti því ætla að auðvelt væri að vinna eftir þeim. Svo reyndist þó ekki vera. Mikið var um að ritverk lentu á gráu svæði og einnig komu upp mismunandi túlkanir á skilyrðunum inn- an hópsins því að sitt sýndist hverjum. Erfitt var að hafna greinum sem augljóslega höfðu alla kosti rann- sóknagreina en uppfylltu samt sem áður ekki eitt- hvert skilyrðanna sem sett höfðu verið. Þó var ljóst að ekki yrðu gerðar undantekningar frá reglunni, eitt skyldi yfir allar ganga. í ljósi þess að miklar breytingar hafa orðið á starfsvettvangi bókasafnsfræðinga með tilkomu Internetsins og annarra upplýsingalinda var nokkuð erfitt að skilgreina verksvið þeirra. Þetta var eitt þeirra atriða sem olli hvað mestum heilabrotum. Lög- vernduðu starfsheiti stéttarinnar hefur verið breytt í bókasafns- og upplýsingafrœðingur og hlýtur það að fela í sér að ýmislegt hefur breyst á þeim tíma frá því fyrri rannsókn var gerð. Með þetta í huga kom vel til greina að taka með ýmis konar rannsóknir á nýjum upplýsingamiðlum og -leiðum en erfitt var að átta sig á hvar draga skyldi mörkin. Mjög margar rannsóknir hafa verið unnar á sviði upplýsingamiðlunar á nýliðnum árum en fæstar þeirra tengjast hefðbundinni skilgreiningu á sviði bókasafns- og upplýsingafræði. Eftir að hafa velt vöngum yfir þessu var tekin ákvörðun um að rann- sóknargreinar þær sem teknar yrðu til umfjöllunar yrðu að fjalla að einhverju leyti um bókasöfn eða upplýsingamiðstöðvar til að vera gjaldgengar. Engar undantekningar voru gerðar á þessari reglu. Þessi regla er nokkuð strangari en regla sú er beitt var í rannsókninni árið 1993 þar sem rannsóknargreinar þurftu aðeins að vera unnar af bókasafnsfræðingum eða að hafa birst í tímariti sem sérhæfði sig í um- fjöllun um bókasöfn til að vera flokkaðar með. Af þessari ástæðu var flokknum um lestur og læsi nú sleppt og lestrarrannsóknir ekki teknar með nema þær tengdust starfsemi bókasafna á beinan hátt. Það sem helst kom á óvart við skoðun greina þeirra sem fjölluðu um rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði og olli nokkrum vonbrigðum, var að sjá hversu margir höfðu sleppt grundvallaratriðum í rannsóknarvinnu, svo sem að tilgreina heimildir sem notaðar voru. Þetta atriði var einnig áberandi í rann- sókninni frá 1993, og nú sem þá voru fjölmargar greinar afskrifaðar vegna ófullnægjandi frágangs. Það er athyglisvert að starfsstétt sem leggur jafnmikið upp úr vönduðum vinnubrögðum og nákvæmni í frá- gangi ritaðra heimilda skuli ekki standa sig betur á þessu sviði en raun ber vitni. Engar tölur skulu hér nefndar í þessu samhengi, en aðeins bent á að þetta vakti athygli allra er þátt tóku í rannsókninni og er þáttur sem brýnt er að bæta, þar sem bókasafns- og upplýsingafræðingar verða öðrum fremur að gefa gott fordæmi um vinnubrögð og frágang. Fjöldi útgefinna rannsókna Borinn var saman fjöldi útgefinna rannsókna - ann- ars vegar fram til ársins 1994 og hins vegar frá 1994 til og með árinu 2000 og sé litið á töflu 1 má sjá heildar- tölu rannsóknargreina bæði tímabilin. Það er vert að leggja áherslu á að tölurnar sýna ekki fjölda rann- sókna, heldur fjölda greina og því getur sama rann- sókn komið oftar en einu sinni við sögu, ef ekki er um hreina endurútgáfu að ræða. Óbreyttar endurútgáfur eru ekki taldar sérstaklega. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.