Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 31
stjórnunar. Af 55 ástæðum sem nefndar voru þá voru sex sem nefndu skjalastjórnun en enginn nefndi samskipti starfsmanna. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar varð- andi það hvort þátttakendur sem merktu við hæstu gildin fyrir skjalaleiðina eða samskiptaleiðina væru samkvæmir sjálfum sér í öðrum svörum þá kom í ljós að svo var alls ekki alltaf. Það bendir til þess að í sumum fyrirtækjum sé þekkingarstjórnun innleidd sem einhvers konar blanda af skjala- og samskipta- leið samkvæmt líkani Hansen, Nohria og Tierney (Hansen, Nohria og Tierney, 1999, s. 106-116). í rit- gerðinni er sett fram innleiðingarlíkan fyrir íslensk fyrirtæki þar sem reynt er að endurspegla þá blöndu af skjala- og samskiptaleið sem fram kom í rann- sókninni. Væntingar og hvatar Eins og fram kom hér að framan voru sett fram fjögur undirmarkmið með gerð könnunarinnar, m.a. að athuga hverjar væru væntingar fyrirtækja til þekk- ingarstjórnunar og hverjir væru helstu hvatar að inn- leiðingu þekkingarstjórnunar. Ef litið er á væntingar fyrirtækja til þekkingar- stjórnunar þá voru settar fram fimm staðhæfingar og þátttakendur beðnir um að raða þeim í forgangsröð eftir mikilvægi. Efst á forgangslista var sú staðhæfing að lokinni innleiðingu þekkingarstjórnunar í fyrir- tækinu þá væri þekking fest í sessi sem hluti af verk- ferlum. Næst í röðinni var sú staðhæfing að þá yrði til tölvukerfi sem héldi utan um þekkingu innan fyrir- tækisins. Hvað varðar hvata þá voru á sama hátt og áður settar fram staðhæfingar sem fólu í sér lykilatriði um hvata sem snéru að viðskiptum, ferlum, viðskiptavin- um og nýsköpun. Einnig var spurt beint um ástæður innleiðingar þekkingarstjórnunar. Þar voru nefndir ýmsir hvatar svo sem meiri framleiðni, meiri hagnað- ur, samkeppnishæfi og margt fleira. Ef niðurstöðurn- ar eru dregnar saman þá er samkeppni og sterkari staða á markaði aðalhvati þess að innleiða þekking- arstjórnun. í kjölfarið fylgja svo nýsköpun og það að nýta sér það sem best er gert „sharing best practice" nefnt sem helstu hvatar. Að lokum er öllum þeim sem þátt tóku í könnun- inni færðar bestu þakkir. Það er ákaflega mikilvægt fyrir rannsóknir hér á landi að menn svari könnunum svo mark verði á þeim takandi. Því var ánægjuleg reynsla að fá svo góða svörun sem raun bar vitni og jafnframt margar góðar athugasemdir. Þess má að lokum geta að ritgerðin fékk afar jákvæða umsögn kennara og prófdómara. Heimildir: 300 stærstu. Helstu niðurstöður (2000). Frjáls Verslun 62(8) s. 35-144 Hansen, MortenT.; Nohria, Nitin andTierney.Thomas (1999). What's Your Strategy for Managing Knowledge? Harvard Business Review, 77(2) s. 106-116 Hrafnhildur Hreinsdóttir (2001) Þekkingarstjórnun á íslandi. Viðskiptablaðið. 8(29) 18-24. júlí, 2001. s.17. Hrafnhildur Hreinsdóttir (2001) Knowledge Management in Iceland. Status and Implementation Strategy. A Dissertation Submitted for the Master of Libraiy and Information Science MLISc. The Royal School of Library and Information Science, Copenhagen, Denmark. 70 s. + viðaukar KPMG Consulting (2000). Knowledge Management Research Report 2000 Summary Knowledge Management in Iceland. Status and Implementation Strategy The article describes a research project that focused primarily on the status of Knowledge Management and the implementation strategy used by Icelandic organizations. A survey was sent out to a group of the largest organizations in Iceland and the results form the base for discussion. An e-mail questionnaire was used to obtain necessary data. The questionnaire was designed focusing on the status and containing descriptive statements for the two strategies in question. In this article Knowledge Management is defined and the aims and objectives of the research. The response rate was sufficient to draw conclusions for the types of organisa- tions in Iceland that responded. The article describes only the basic results of the research.. They indicate that status of KM is high, especially in organizations in the fields of services, consulting and financial services. Top level mana- gers show high interest in the subject. KM is found in all types of organizations and the small size of Icelandic organizations does not keep them from implementing KM. Codification strategy is favoured for personalization strat- egy but Icelandic organizations do not follow the strategies consistently. This thesis is a contribution to a relatively new and rapidly growing subject of great interest to many. It shows that it is important that knowledge is managed and the choice of strategy must be made with careful consideration. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.