Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 37
sæti, innlend fagtímarit í þriðja sætið en tilvitnanarit (Citation Indexes) ráku lestina. í könnuninni 1999 voru þátttakendur um 700 og með svipaðan bak- grunn og árið áður. Aftur var spurt um hvaða efni ætti að vera aðgengilegt í rafræna bókasafninu og lentu erlendu fagtímaritin aftur í fyrsta sæti og erlendu útdráttarritin í því næsta. Þátttakendur svöruðu auk þess ýmsum spurningum um hvernig efnið í rafræna bókasafninu, FinELib, nýttist þeim.5 Könnunin - framkvæmd og þátttakendur Könnunin sem hér er til umfjöllunar var að nokkru leyti unnin að fýrirmynd þess hluta finnsku könnun- arinnar er tók til þess hvaða efni menn vildu sjá í rafræna bókasafninu (hafa aðgang að á Interneti) og verður gerð ítarlegust grein fyrir þeim þætti hér. Var þetta gert til þess að geta borið niðurstöðurnar sam- an við þessar nýlegu kannanir. Og við íslendingar höfum gjarnan haft Norðurlöndin til viðmiðunar í þessum efnum sem öðrum. Að auki var einnig athug- að hvaða gagnasöfn íslensku þátttakendurnir notuðu eða hefðu notað og hvaða tímarit þeir lásu mest. Fjórir bókasafnsfræðingar á söfnum á sviði náttúru- fræða sáu um framkvæmd könnunarinnar en undir- rituð vann hana. Könnunin var gerð á eftirtöldum stofnunum í lok september og byrjun október árið 2000: Veðurstofu íslands (VÍ), Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (LBH), Landmælingum íslands (LMÍ) og Náttúrufræði- stofnun íslands (NÍ). Var könnuninni dreift í pappírs- formi meðal starfsmanna viðkomandi stofnana en fólk gat einnig fyllt hana út á netinu ef það kaus heldur. 1. tafla. Þátttakendur í könnun um aðgengi að rafrænu efni. Sto/nun Fjöldi Fjöldi svara - í prósentum VÍ 58 30 51% LBH 11 11 100% LMÍ 24 11 46% NÍ 34 16 47% Alls 127 68 54% Aldur þátttakenda Fagsvið Fjöldi 18-25 ára 2 3% Náttúmfræði 60 26-35 ára 18 26% Tækni 11* 36-45 ára 24 35% Hagfræði 1 46-55 ára 15 22% 56 ára og eldri 9 13% ' Fjórir töldu sig vinna bæði á sviði tækni og náttúrufræða. Eins og fram kemur í 1. töflu fengu 127 manns könnunina en 68 svöruðu, eða 54%. Léleg skil skýrast líklega að nokkru af því að margir sem fengu könn- unina í hendur unnu ekki við rannsóknir í bókstaf- legri merkingu þess orðs. Sumir voru í þjónustustörf- um og aðrir unnu aðallega við gagnavinnslu. Gera má ráð fyrir að þetta fólk þurfi lítið á vísindaritum að halda við vinnu sína. Á LBH voru þátttakendur valdir markvisst og skilaði það sér í 100% þátttöku. Þeir 68 aðilar sem svöruðu könnuninni skil- greindu sig flestir sem sérfræðinga, eða 62 alls. Aðrir voru nemendur (3), rannsóknarmenn (2) eða annað (2). Langflestir kváðust vinna á sviði nátttúrufræða, en 11 manns skilgreindu sig á tæknisviði. Flestir voru á aldrinum 36-45 ára, eða rúmlega þriðjungur þátt- takenda. Eins og fyrr sagði skiptist könnunin í þrjá megin- þætti. í fyrsta lagi var spurt um hvaða tímarit fólk vildi helst lesa og var beðið um að þeim væri raðað í for- gangsröð. Gert var ráð fyrir að fólk nefndi fimm tímarit eða fleiri. í öðru lagi var spurt um hvaða erlend út- dráttarrit/gagnasöfn viðkomandi hefði notað og var fólk einnig beðið um að raða þeim eftir mikilvægi. Jafn- framt átti það að merkja við á hvaða formi það hefði notað þau (net, diskur, prentað). í þriðja hluta könnun- arinnar var spurt að því hvers konar efni fólki fýndist mikilvægast að hafa aðgang að á Interneti. Niðurstöður úr fyrsta hluta könnunarinnar voru mjög stofnanabundnar og fyrst og fremst gagnlegar bókasafnsfræðingum viðkomandi stofnana til þess að þeir gætu áttað sig á því hvort verið væri að kaupa þau tímarit sem fólk vildi hafa aðgengileg. Hér á eftir er lauslega minnst á gagnasöfnin en mest fjallað um þriðja hluta könnunarinnar þar sem spurt var um hvaða efni fólk vildi hafa aðgang að á Interneti. Þátt- takendur gátu valið átta liði og voru beðnir að núm- era þá eftir mikilvægi. Þessi liður könnunarinnar, sem sniðinn var að miklu leyti eftir finnsku könnununum tveimur, leit svona út: 3. Aðgengi að rafrœnu efni 3.1. Hvers konar efni finnst þér mikilvægast að hafa NETaðgang að? Númeraðu eftirfarandi og settu 1 við það sem þér finnst mikilvægast. a) Alfræðirit b) Erlend fagtímarit c) Erlend útdráttarrit d) Erlend tilvitnanarit__(Science Citation Index) e) Fræðilegar útgáfur frá innlendum stofnunum f) Innlend gagnasöfn _______ (T.d. lög, reglug., tölulegar uppl., Gagnasafn Morgunbl.) g) Innlent eldra efni ___ (T.d. dagblöð, tímarit, kort) h) Orðabækur i) Annað (hvað?)________________ BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.