Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 34

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 34
það má ljóst vera að það kostar bæði mikla vinnu og fé að byggja upp þess háttar efnisaðgang. Efnisgáttir á Norðurlöndunum Á Norðurlöndum hefur í nokkur ár verið unnið að þróun faggátta á ýmsum efnissviðum. Ýmist hafa löndin komið sér upp sérstökum rafrænum bóka- söfnum á landsvísu og þessi vinna fer fram á vegum þeirra eða að unnið er að þeim fyrir tilstuðlan þjóð- bókasafna eða annarra samræmingaraðila í málefn- um bókasafna. í öllum tilvikum eru þetta samstarfsverkefni margra bókasafna Danir hafa við uppbyggingu Danmarks Elektron- iske Forsknings og Folkebibliotek (DEFF), www.deff.dk ákveðið að gera tilraun með að þróa sex faggáttir á ákveðnum fræðasviðum. Þeir hafa lagt í þetta mikla samræmingarvinnu og peninga og verkið er unnið undir sameiginlegum hatti stafræna rannsóknarbókasafnsins danska. Þeir hafa notað heimasmíðað skráningarkerfi frá Danmarks tekniske videncenter sem virðist ekki hafa gengið nógu vel. í Svíþjóð hafa bókasöfn á ákveðnum fræðasviðum tekið sig saman um þessa vinnu. Þar hefur samræm- ingin hins vegar nær engin verið en BIBSAM, http:// www.kb.se/bibsam/ansvbibl/gateways.htm hefur þó frá árinu 1998 reynt að stuðla að þessari vinnu með tilmælum til svokallaðra ábyrgðarsafna „ansvars- bibliotek“ og fjárhagslegum stuðningi. Þar er líka leitarkerfið Svesök www.svesok.kb.se sem leitar í sænskum vefsíðum og þar er hægt að skrá inn efni. Svesök er einskonar þjóðbókaskrá yfir sænskt efni á Internetinu og er rekið af Konunglega bókasafninu sænska. í Noregi fer þessi vinna fram hjá BIBSYS www. bibsys.no/emneportal og er samvinnuverkefni norskra háskóla- og framhaldsskóla. Sérstakur stýri- hópur var myndaður með aðilum frá hinum ýmsu söfnum til að stjórna vinnunni. Á heimasíðu BIBSYS segir að mikilvægt sjónarmið í þessu sambandi sé að samnýta þá vinnu sem þegar fer fram á söfnunum við að byggja upp fagsíður og tenglasöfn. Þar er það talinn kostur að efnisgáttirnar séu klæðskerasniðnar að þörfum mismunandi notendahópa. Auk þess er líka vísað í utanaðkomandi efnisgáttir. Norðmenn nota ROADS kerfið við skráninguna. Þeir styðjast eins og fleiri við Dublin Core sem metadata-form og flokka eftir Dewey flokkunarkerf- inu. í Finnlandi er á finnska sýndarbókasafninu (Finn- ish virtual library) http://www.jyu.fi/library/ virtua- alikirjasto/engvirli.htm, sem er einn liður í FinELib, vísað á efnisgáttir á 50 efnissviðum. Flestar þeirra eru finnskar en nokkrar efnisgáttir annarra landa eru þarna með. Til safnsins var stofnað árið 1996 af fimm háskóla- bókasöfnum en þáttakendur eru nú 19 rannsóknar- bókasöfn. Það fær fjárframlög frá finnska mennta- málaráðuneytinu. Gagnagrunnarnir eru vistaðir á nokkrum bóka- safnanna en aðalsafnið er Jyváskylá háskólabóka- safnið. Finnar nota ROADS kerfið til skráningar efnis- ins. Hægt er að leita í öllum ROADS gagnagrunnunum samtímis. í þessu sambandi má einnig nefna Evrópuverkefn- ið RENARDUS http://www.renardus.org, sem finnska sýndarbókasafnið á aðild að. Þar er unnið að not- endavænum aðgangi að menningar- og vísindalegu efni á Internetinu, sem framleitt er í Evrópu. Stefnt er að því að útbúa sameiginlega aðgang „Academic Sub- ject Gateway Service Europe". Það eru 12 stofnanir frá 7 Evrópulöndum sem taka þátt í þessu verkefni. Þegar er hægt að skoða og prófa RENARDUS aðganginn. Það má velta því fyrir sér hvort Norðurlöndin öll gætu ekki í framtíðinni lagt til efni í RENARDUS og þar með væri tryggður efnisaðgangur að norrænu efni. Af svörum við fyrirspurn minni á Skruddu má ráða að örfá íslensk sérfræðisöfn leggja til eða hafa einhvern tíma lagt til efni í erlendar faggáttir. Þetta er þó í mjög litlum mæli. Hvort sem það er vegna smæð- ar, fjárskorts, áhuga- eða forystuleysis íslenskra bókasafna, þá hafa þessi mál varla verið rædd hér fyrr en nýlega þó svo að mikil umræða um þau hafi verið í nágrannalöndunum í nokkur undanfarin ár. Niðurstaða Þó að ekki verði farið út í að þróa sérhæfðar efnisgátt- ir hér á landi, nema e.t.v. í smáum stíl og um íslenskt efni, þá þurfum við að mínu áliti að veita skipulega faglegan efnisaðgang til að þjóna fræðasamfélaginu hér. Að mínu áliti væri rafrænt bókasafn eða vefað- gangur á landsvísu, sem unninn væri af íslenskum bókasöfnum með vísunum í og frá vefsíðum sér- fræðisafna okkar og almenningsbókasafna ákjósan- legur vettvangur til að hýsa faggáttir og annarskonar faglegan efnisaðgang að stafrænum heimildum. Saman gætu vefir allra íslenskra bókasafna þannig orðið hlutar af stærri heild og hægt væri að samnýta alla þá faglegu vinnu sem þau hafa lagt í eigin vefsíður og oft sérhæfðu gagnasöfn. Faglegur efnisaðgangur væri þannig samvinnuverkefni safn- anna allra, þar sem bókaverðir á hinum margvíslegu sérfræðisöfnum og almenningssöfnum gætu lagt til sérfræðiþekkingu sína við að byggja hann upp. Ef við erum á þeirri skoðun að æskilegt sé að byggja upp einn aðgang að rafrænu bókasafni á ís- landi þyrfti að skipuleggja verkefnið með þátttöku allra safnategunda. 32 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.