Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 57

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 57
Þórdís T. Þórarinsdóttir EBLIDA - Samtök evrópskra bókavarðafélaga Inngangur EBLIDA er skammstöfun fyrir European Bureau of Library, Information and Documentation Associations sem mætti útleggja á íslensku sem Samtöfe európsfera bófea- uarða-, upplýsinga- og skjalastjórnunarfélaga. EBLIDA er eins og nafnið bendir til heildarsamtök bókasafns- og upplýsingafræði-, bókavarða-, og skjala- varðafélaga og stofnana í Evrópu. Samtökin eru sjálf- stæð og óháð hagsmunasamtök. Málefni sem EBLIDA einbeitir sér að eru höfundarréttur og skyld mál, menning, fjarskipti, Mið og Austur Evrópa, málefni tengd upplýsingaþjóðfélaginu og upplýsingatækni. Helsta slagorð samtakanna er „Lobbying for libraries." sem mætti ef til vill útleggja „hagsmunagæsla í þágu bókasafna". Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafrœða gekk formlega í EBLIDA á síðastliðnu ári (2001) og er það tilefni þessarar umfjöll- unar. Bókavarðafélag íslands gerðist aukaaðili EBLIDA (e. associate member) árið 1997 fyrir atbeina þáverandi formanns þess, Hrafns A. Harðarsonar. Upplýsing tók við þeirri aðild við sameiningu íslenskra bókavarðafélaga þann 1. janúar árið 2000. Stjórn Upplýsingar ákvað á fundi sínum þann 6. júní árið 2000 að sækja um fulla aðild að EBLIDA. Sú ákvörðun endurspeglar þá stefnu stjórnar félagsins að auka þátttöku þess í norrænu, evrópsku og alþjóð- legu samstarfi á sviði bókasafns- og upplýsingamála til að félagið verði betur í stakk búið að fylgjast með nýjungum á fagsviðinu og geti þar með betur sinnt faglegum hagsmunum félagsmanna, einstaklinga jafnt sem stofnana. Upplýsing sótti um aðild að EBLIDA meðal annars í samráði við önnur bókavarðasamtök á Norðurlönd- unum sem töldu íslenska bókasafnasamfélagið hafa hag af aðild í framtíðinni. í framhaldinu var sótt formlega um aðild en þá kom í ljós að aðeins lönd innan Evrópusambandsins (ESB) áttu rétt á aðild. Umsókn Upplýsingar var eigi að síður tekin fyrir og framkvæmdanefnd EBLIDA (e. Executive Committee) mælti með fullri aðild Upplýsingar á fundi í Dublin í lok september 2000. Formlega var Upplýsing svo tekin í samtökin á árlegum á fulltrúaráðsfundi (e. Annual Council Meeting) í Bremen þann 11. maí 2001. Undir- rituð sótti fundinn fyrir hönd Upplýsingar og kynnti félagið af því tilefni og dreifði upplýsingum um það. Stofnun EBLIDA og aðild að samtökunum EBLIDA var stofnað árið 1992 og fagnar því 10 ára afmæli sínu á yfirstandandi ári sem haldið verður hátíðlegt á ársþingi samtakanna í maí 2002. Skrifstofa samtakanna, sem eru félagasamtök eða svokölluð regnhlífarsamtök (e. umbrella organisation), er í Haag í Hol- landi. Þar starfar framkvæmda- stjóri en að auki eru tvö önnur stöðugildi á skrifstofunni. Á ársþingi IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions) í Brighton árið 1987 var fyrst rætt um nauðsyn þess að stofna samtök evrópskra bóka- varðafélaga. Bresku bókavarðasamtökin boðuðu til fundar um málið í London árið 1990 og vinnuhópur var skipaður 1991 til að mynda ný samtök evrópskra bókavarða-, upplýsinga- og skjalastjórnunarfélaga í aðildarlöndum ESB. Stofnfundur samtakanna var svo haldinn í Haag þann 13. júní 1992 þar sem lög og stjórnskipun þeirra voru samþykkt. Stofnaðilar voru 13 félög frá níu löndum, þar af voru þrjú félög frá Frakklandi og tvö frá Bretlandi. Nú eru í samtökunum 63 félög frá 30 löndum. Flestir aðilar eru frá Dan- mörku og Bretlandi, eða sex frá hvoru landi. Félag hollenskra almenningsbókasafna (e. Net- herlands Public Library Association) er styrktaraðili EBLIDA skrifstofunnar og hýsir hana. Þá er um sérstaka styrktaraðild að ræða sem eink- um er ætluð fyrirtækjum. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.