Bókasafnið - 01.01.2002, Side 24

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 24
tölvu- og upplýsingalæsi í lífi og starfi. Mark- miö: Að HA tryggi að nemendur nái tilskilinni færni í upplýsingalæsi." Með þessum hætti hefur HA viðurkennt mikilvægi upplýsingalæsis fýrir nemendur sína. í tengslum við stefnumótunarvinnuna voru skipaðir vinnuhópar, m.a. um tölvu- og upplýsingamál og þróun kennslu- hátta við HA. í aðaltillögum starfshóps um þróun kennsluhátta er efst á blaði yfirlýsing um að HA setji sér það markmið að efla upplýsingalæsi kennara og nemenda háskólans. Skýrsla vinnuhóps um tölvu- og upplýsingamál fjallar einnig ítarlega um upplýs- ingalæsi og leggur áherslu á mikilvægi þess í námi og kennslu. Úrvinnsla og framkvæmd tillagnanna Grunnur að upplýsingalæsi nemenda er lagður strax í fyrstu viku fyrsta námsmisseris, í svokallaðri ný- nemaviku, þar sem nemendur fá kynningu á háskól- anum og stoðþjónustu hans, þar á meðal bókasafni. Nýnemavika fór fram á haust- misseri 2001 og tókst með ágæt- um. Tillögurnar leggja einnig áherslu á að kennsla í upplýs- ingalæsi verði tengd ákveðnum námskeiðum í að- alnámskrá, auk þess sem talið er æskilegt að kennsla og þjálfun fari fram öll námsár nemendanna og að hún verði sam- þætt verkefnum sem þau vinna í hinum ýmsu náms- greinum. Tillögur þess efnis voru lagðar fram og samþykktar á fag- ráðsfundi vorið 2001. Þær eru byggðar á sam- vinnu við kennara og sniðnar að fyrirmynd FIU (Florida International University - Information Literacy Program) þar sem kennslan fer fram í sjö kennslulotum í upplýsingalæsi sem nemendur taka hverja á fætur annarri og tengdar eru við ákveðin námskeið í aðalnámskrá. Kennsla í leitaraðferðum og leitartækni í gagna- söfnum tengd ákveðnum efnissviðum hefur þegar farið fram í nokkrum hópum. Þar öðlast nemendur þekkingu til að leita markvisst í gagnasöfnum á efnissviðum sem tengjast þeirra námsgreinum. Sem dæmi má nefna samstarf við Dr. Sigrúnu Svein- björnsdóttur sem kennir náms- og þróunarsálfræði- áfanga í kennsluréttindanámi við HA. Þar leysa nem- endur verkefni sem kennari leggur fram en hluti þess er að lýsa í sérstökum kafla heimildaöfluninni og þurfa þeir að nota þau gagnasöfn sem kynnt voru fyrir þeim í upplýsingalæsiskennslunni. Samstarfi við Dr. Sigrúnu verður haldið áfram og er stefnt að slíku samstarfi við fleiri kennara. í þeim tillögum sem þegar hafa verið lagðar fram er áhersla einnig lögð á einstök námskeið fýrir kenn- ara og nemendur sem hægt er að skrá sig á með til- tölulega stuttum fyrirvara. Boðið verður upp á al- mennar kynningar á bókasafni HA auk þess að hafa aðgengilegt ýmiskonar hjálparefni og gagnvirkar leiðbeiningar bæði í prentuðu og rafrænu formi. Nauðsynlegt er að hafa aðgengi- legt efni með grundvallaratrið- um í upplýsinga- læsi sem nem- endur geta ávallt leitað í. Slíkt efni er hægt að setja fram í vefrænu formi en unnið verður að því að koma á fót sam- eiginlegum not- endafræðsluvef háskólabókasafn- anna ef fjármagn fæst til verkefn- isins. Stefnt er að því að nota fjöl- breyttar kennslu- aðferðir, þar á meðal hópvinnu, og virkja nem- endur sem fram- ast er kostur. Einnig verður stefnt að aukinni samvinnu við kennara, t.d. við gerð verkefna sem krefjast upp- lýsingalæsishæfni og ákvarða í samvinnu við kennara hvernig þau henti mismunandi námskeið- um. Verkefni sem sýna upplýsingalæsishæfni gætu m.a. verið þannig að nemendur geri greinarmun á as ctco uifumijas ct»uð5 crmú-foMní.— ^T(wdrttó cttc tmC ý«c qmá currtx tíiat- ^(ygpbáurmtCuefKMmuf .vutf ttpletmuC- Ojutqur fuo^i fotVmou íiucyúou . icfttu cuxú cúoitc'fumCa ccpcátuui-- * "jf*ou< uuíutu r taloS.ynVir qtuctaftuia vutvn- (U^uf ttuc caymf un iqutfq: ttmab; .qmif-— lí7<íUur utjoWrf cftrccttf dicrtuf.-—— i , ® ^ft-tnflOncLutí'OTuqiir utncuU Cuatu- ftuí futrftu.r bitxtnf cvycdin.Tcvytiojc ittoWtn syyljFt ctftbro Tcycimuonttcttmúmt-; ricrmoticf uutíbtn yru / Tocatf non -pHtfttf.ficjjatl ctb lmd fcfttf. nou cftUir tnc mCcVRtr.tnrcrlm’ö mof .tgivfhf mcÞrthc.7 éfu< cctvttf rClhC Úr þýsku Ijóðahandriti frá 13. öid. 22 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.