Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 15
Hólmfríður Tómasdóttir Lýsir Myndlist í íslenskum handritum ILandsbókasafni íslands - Háskólabókasafni er varðveittur í handritum sögulegur menningar- arfur sem er mikill að vöxtum. Með aukinni tækniþekkingu á allra síðustu árum hafa opnast möguleikar á að gera þetta efni aðgengilegra en áður og nægur áhugi er fyrir hendi hjá fólki á mismunandi fræðasviðum að vinna verkefni sem stefna að því markmiði. Lýsir er eitt slíkra verkefna. Nafnið er dregið af orðinu lýsing sem fyrrum var notað um myndskreyt- ingu handrita. Verkefnisstjóri er Ásrún Kristjánsdótt- ir myndlistarmað- ur og hönnuður. Hún var yfirkenn- ari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í 14 ár. Henni til aðstoðar er Hákon Skúlason bókmenntafræði- nemi en hann hóf störf við verkefnið sem styrkþegi Ný- sköpunarsjóðs. Einnig hefur Jón Proppe listgagn- rýnandi aðstoðað við mótun verkefn- isins. Lýsir er sjálf- stætt verkefni sem hefur fagráð á bak við sig. Fag- ráðið var formlega stofnað í september 2001 og skipa það Eiríkur Þorláksson frá Listasafni Reykjavíkur, Sverrir Tómasson frá Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, ásamt þeim Ásrúnu Kristjánsdóttur verk- efnisstjóra, Jóni Proppe og Hákoni Skúlasyni. Verkið er unnið í samstarfi við Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn sem lætur í té vinnuaðstöðu en það auðveldar allan aðgang að handritunum. Markmið og umfang Markmið verkefnisins er að skoða og skrá allt mynd- efni í íslenskum handritum síðari alda ogbirta mynd- irnar ásamt skráningu í vönduðum gagnagrunni sem hægt verði að nálgast á netinu. Verkefnið er grunn- rannsókn sem felst í því að ljósmynda og safna saman í gagnagrunn myndum og öðrum skreyting- um í handritum ásamt skráningu sem segir til um hvar frumrit myndar er að finna. í handritadeild Landsbókasafns eru um 15.000 handritsmúmer, en handritin eru flest skrifuð á 17., 18. og 19. öld. Myndir í þessum handritum skiptia þúsundum og áætlað hefur verið að í hverjum 1000 handritum séu um það bil 10.000 myndir og skreytingar. Myndirnar lýsa fjöl- breyttri og oft persónulegri myndlistarhefð og eru sumar þeirra í litum. Viðfangsefni handritahöfunda eru afar fjölbreytt; mikið er um kristi- legt efni og eru uppskriftir af sálm- um og kristilegum textum oft ríkulega myndskreyttar á viðeigandi hátt. Einnig fær skemmti- efni, svo sem kon- unga- og hetjusög- ur tilheyrandi skreyt- ingar. Mörg hand- ritanna bera þess vitni að menn hafi verið áhugasamir um lífið í náttúr- unni og í hand- ritum sem fjalla um rannsóknir á dýra- og jurtaríkinu eru fallega gerð- ar myndir með textunum. Augljóst er að sjávarlífið hefur sérstaklega heillað. Hugmyndaheimur og ímyndunarafl forfeðra okkar birtist í handritunum í formi flókinna og hugmyndaríkra teikninga af skrímslum, galdrastöfum og fjölda ýmissa tákna. Myndirnar virðast í mörgum tilfellum fremur hafa verið ætlaðar til að hjálpa lesandanum að skilja text- ann en sem skreytingar. Augljós dæmi um það eru vandlega unnar skýringamyndir með stjörnu- og stærðfræðirannsóknum. í sumum handritum má finna síður sem eru listi- lega skipulagðar og er mikið hugvit og vinna lögð í skrautlega upphafsstafi. Slíkar síður verða í heild sinni að myndrænu listaverki. *.» ta, Oj ot.jm, S&. ínfr trt , VI 'HntSi Vnbmau , Mt tf W Wía 'n*'tuftiK cn Vn’ba ^íffica Jíeðisfui: MoimmTmjDom* fttijfoCBiBafkr A‘(lr II yhm liifn'DW wn vih«fuct>,4ia eie m 'm Hfjw' s»*í wfoj'ii , 1 Tnicítd cÖJ ‘ v -fcsH? III!: •pntVffitíojfifDuifm/.fjwímal] >#r v .ÖCVl | clTifaV«Vu^u‘ wiri«dnglti)í v í* VH Aíafls’?oahuttiufiiaf T VUImSwA**" ^wil vmUi) > ?V Bókahnútur úr lögbókfrá 1681. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.