Bókasafnið - 01.01.2002, Side 46

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 46
Hversu ítarlegt kerfið er ræðst af þörfum fyrirtækisins og hversu flókin starfsemin er. Efnisflokkar eiga að vera einkennandi fyrir starfsemina. Þeir eru lag- skiptir og fara frá hinu almenna til hins sértæka en fjöldi yfir- og undirflokka fer eftir þörfum hverju sinni. Mikilvægt er að nota skýr heiti og afmarkaða flokka þannig að sem minnstur vafi leiki á hvar skjöl skuli vista. Semja þarf efnisflokka í samráði við not- endur og yfirfara þá reglulega þannig að þeir taki breytingum í samræmi við eðli starfseminnar hverju sinni. Efnisflokkunin á að tryggja að skjöl, sem heyra saman séu vistuð í sama flokki, þ.e. að öll gögn máls- ins finnist á sama stað. Hún auðveldar einnig að setja breytilegar reglur um aðgengi og öryggi skjala eftir efnisflokkum. Nota- og varðveislugildi skjala er einnig mismunandi eftir eðli. Flokkunin auðveldar þannig að ákveða eyðingarár skjala eftir flokkum eða varanlega varð- veislu ef svo ber undir. Til þess að vista skjöl er þess vegna nauðsyn- legt að greina efni þeirra og velja þeim viðeigandi efnisorð sem ákvarða hvar í flokki skjölin lenda. Leiðbeiningar um val efnisorða er að finna í íslenskum staðli frá árinu 1994 (ÍST ÍSO 5963:1985 1994). Atriðisorðaskrá (index) auð- veldar notandanum að fmna hvar í kerfinu skjöl um ákveðið efni er að fmna og einnig hvar ætti að vista tiltekin skjöl. í leiðbeiningunum er sýnt dæmi úr skjalaflokkun- arkerfi. Dæmið er töluliðakerfi, sem felur í sér óend- anlega útvíkkunarmöguleika, og er gott svo langt sem það nær (ISO/TR 15489-2:2001 2001, 9). Að semja að- gengilegt skjalaflokkunarkerfi byggt á efnisflokkum er tímafrekasta og vandasamasta verkið við að koma á kerfisbundinni skjalastjórn. Það hefði því gjarnan mátt taka meira rúm í leiðbeiningunum undir ráð- leggingar og dæmi um hvernig best væri að verki staðið við samningu skjalaflokkunarkerfis. í kennslu- bókum um skjalastjórn er heldur ekki um auðugan garð að gresja hvað þetta efni varðar. í bókinni Infor- mation and Records Management er þó nokkurn viðbót- arfróðleik að finna um skjalaflokkunarkerfi (Robeck o.fl. 1996, 98-130). Gerð geymslu- og grisjunaráætlunar krefst fyrst ákvörðunar um hvaða skjöl skuli verða hluti skjala- safnsins en hversu lengi skjalið skuli varðveitt ræðst af þörfum skipulagsheildarinnar og ytri kröfum. Skipulagsheildir þurfa að varðveita upplýsingar um ákvarðanir, viðskipti, samninga og gjörðir sínar, svo lengi sem það þjónar viðskiptalegum tilgangi, en skjölum ætti að eyða á kerfisbundinn hátt þegar varð- veisla þeirra hefur ekki lengur neinn tilgang. Taka þarf tillit til lagaskyldu um varðveislu skjala og sum skjöl hafa einnig varanlegt gildi og ber þess vegna að varðveita. Má þar nefna söguleg skjöl og skjöl sem hafa varanlegt sönnunargildi um starfsemina. Aðgengis- og öryggisstefna felur í sér formlegar reglur um hverjir skuli hafa aðgang að tilteknum skjölum og undir hvaða kringumstæðum. Hún felur einnig í sér að skjöl séu varðveitt þannig að notagildi þeirra, áreiðanleiki og upprunaleiki sé tryggð- ur svo lengi sem þeirra er þörf. Aðstæður við geymslu og meðhöndl- un skjala þurfa einnig að vera þannig að þau glatist ekki og séu varin fyrir óheimilu aðgengi, eyðileggingu, þjófnaði og hamförum. Rafræn skjöl þarfnast sérstakrar umhirðu til þess að þau séu áfram aðgengileg þrátt fýrir breytingar á tölvukerf- um. Kerfisbundinn efnisorðalykill (thesaurus) er meira en einföld atriðisorðaskrá (index) þar sem hann er skipulegur listi orða og hugtaka, sem eru tengd saman á kerfisbundinn hátt, eftir innbyrðis tengslum, skyld- leika og/eða lagskiptingu. Reglur um gerð kerfisbund- ins efnisorðalykils er að fmna í enn einum staðlinum, ISO 2788 (ISO 2788 1986). Kerfisbundinn efnisorðalykill er til rriikils hagræðis við skipulagningu skjala. í kafla 9 eru ennfremur raktir helstu vinnuferlar í skjalastjórn en þeir fá einnig nánari umfjöllun í leið- beiningunum. • Myndun og uarðueisla (capture) felur í sér ákvörðun um hvaða skjöl skuli verða til og hver þeirra skuli varðveita. Þessi ákvörðun þarf einnig að taka til móttekinna skjala enda er ekki nauðsynlegt að varðveita skjöl sem ekki krefjast aðgerða af hálfu skipulagsheildarinnar eða starfsmanna hennar. Hér er átt við skjöl sem fela ekki í sér neinar skyldur, ábyrgð eða upplýsingar um þá starfsemi sem skipu- lagsheildin er í forsvari fýrir. Varðveislunni þurfa einnig að tengjast þau lýsigögn sem setja innihald skjala í samhengi (context) og veita upplýsingar um gerð þeirra. Án þess geta skjöl ekki verið heimild um gjörðir og atvik og skiljanleg þegar þau eru endurheimt. Þetta mikilvægi hefur orðið augljósara með vaxandi fjölda skjala í tölvutæku formi án 44 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.