Bókasafnið - 01.01.2002, Side 67

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 67
Rannsóknarefni Rannsoknarefnin voru flokkuð samkvæmt tveimur aðferðum, annars vegar aðferð þeirra Járvelin og Vakkari (Járvelin og Vakkari, 1990) og hins vegar aðferð Mary Lou Stephenson (Stephenson, 1993). í ljós kom að flokkunarkerfi Járvelin og Vakkari var orðið of þröngt vegna nýrra efnissviða sem bæst hafa við rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði síðan þeir unnu sína flokkun, enda var hún gefm út árið 1990. Af þessum sökum var bætt við þremur undirflokkum við flokkinn Annað fýrir nýleg rannsóknarefni sem ekki voru í könnuninni 1993. Þessi rannsóknarefni voru: Könnun á markaðssetningu bókasafna; rannsóknir tengdar notkun Internetsins og upplýsingatækni í skól- um. í rannsókninni 1993 voru sjö greinar í flokknum Annað og þar af fjölluðu fimm um lestur. Niðurstöður rannsóknarinnar 2001 eru bornar saman við niðurstöð- urnar frá 1993 í eftirfarandi töflu. Það sem vekur helst athygli auk nýrra rannsókn- arefna er að mest er um rannsóknir á Internetinu en alls 10 greinar höfðu það umfjöllunarefni. Þetta má telja eðlilega aukningu þar sem Internetið er nýtt af nálinni. Áhrif þess á störf bókasafns- og upplýsinga- fræðinga eru mikil og því verðugt rannsóknarefni. Önnur fjölgun rannsóknarefna er óveruleg. í flokkn- um Saga bókasafna eru þrjár greinar sem allar eru eftir sama höfund um sama efni en birtar í mismun- andi ritum. Rannsóknum á þjónustu og starfsemi bókasafna hefur fjölgað um þrjár og greinum um upplýsingaleit um eina. Rannsóknir varðandi Faglega umfjöllun eru jafnmargar bæði tímabilin. í rannsókninni 1993 voru tvær greinar í flokknum bókaútgáfa og einnig í flokknum aðferðafræði, en að þessu sinni flokkuðust engar rannsóknir í þessa tvo flokka. Það er athyglisvert að enn hafa engar rann- sóknir verið gerðar um vistun og endurheimt upplýs- inga hérlendis, en sá flokkur var stærsti flokkurinn hjá Járvelin ogVakkari árið 1990. Vert er að taka fram að árið 1993 voru 7 greinar sem féllu í flokkinn Annað þar af voru 5 sem fjölluðu um lestur. Árið 2001 voru 12 greinar sem fóru í þennan flokk en engin af þeim fjallaði um lestur vegna áðurnefndra skilyrða að rannsóknir á því sviði yrðu að tengjast bókasöfnum á einhvern hátt. Flokkun Stephenson þurfti einnig að færa nær nýjum tímum. Mary Stephenson flokkaði rannsókn- arefni (Stephenson, 1993) í 14 flokka, en íslenski rannsóknarhópurinn frá 1993 bætti við tveimur nýj- um flokkum þ.e. lestur og læsi og upplýsingaleitir. Að þessu sinni var svo bætt við flokknum rafræn sam- skipti. Tafla 4 Rannsóknarefni; Flokkað samkvæmt Járvelin og Vakkari Island ísland Efni greina Tíl og með 1993 Til og með 2000 Önnur lönd 1990 Fagleg umfjöllun 8 7(1)* 25 Saga bókasafna 1 3 17 Bókaútgáfa (saga bókarinnar) 2 0 14 Menntun í bókasafns- og upplýsingafræðum 0 0 21 Aðferðafræði 2 0 4 Greining á bókasafns- og upplýsingafræðum 0 0 11 Þjónusta og starfsemi bókasafna 6 8(1)* 122 Vistun og endurheimt upplýsinga 0 0 131 Upplýsingaleit 1 2 27 Fagleg og vísindaleg samskipti 0 0 33 Annað 7 12 46 Markaðssetning • - 1 - Internetið - 10 - Upplýsingatækni - 1 - Samtals greinar 27 32(2)* 449 *Greinar í sviga tákna greinar sem höfðu heimildir í neðanmáli í stað heimildalista. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 65

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.