Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 60

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 60
Svipmynd frá ársþingi EBLIDA í Bremen í maí 2001. Greinarhö/undur, Þórdís T. Þórarinsdóttir jyrir miðju. kvæmdaráö voru kosnir 10 aðilar frá jafn- mörgum löndum sem áöur höfðu verið til- nefndir af fullgildum félögum í samtökun- um. Hin Norðurlöndin eiga nú sem stendur einnig öll fulltrúa í framkvæmda- nefndinni þannig að helmingur hennar er norrænn. Á ársþinginu í Bremen kom fram áhugi á að halda þingið hér á landi í náinni framtíð. Seinni fundardaginn hafa jafnan verið fyrirlestrar um mál sem eru á döfinni hjá samtökunum hverju sinni. Helstu verkefni EBLIDA Eins og áður hefur komið fram er EBLIDA hagsmuna- samtök bókavarðafélaga og bókasafna. Samtökin beittu sér, eins og drepið hefur verið á, kröftuglega í þágu bókasafna- og upplýsingasamfélagsins þegar til- skipun ESB um höfundarréttarmál var á dagskrá hjá Evrópuþinginu, til dæmis var komið í veg fyrir gjald- töku sem talið er að hefði haft mjög heftandi áhrif á starfsemi bókasafna og upplýsingamiðstöðva. Tilskip- uninni, sem hefur verið í deiglunni frá 1997, er meðal annars ætlað að vera grundvöllur að samræmingu á höfundarréttarlögum í aðildarlöndunum og eftir að hún hefur verið endanlega samþykkt og gefin út hafa löndin 18 mánuði til að aðlaga sína löggjöf að tilskipun- inni.Tilskipunin var samþykkt í ráðherraráðinu þann 9. apríl 2001 og á Evrópuþinginu og í Evrópuráðinu 22. maí sama ár. Tilskipunin var birt í opinberu fréttabréfi ESB (e. EU Official Journal) 22. júní 2001 og tók þá gildi. Að- ildarlöndin þurfa þannig að hafa aðlagað höfund- arréttarlög sín að tilskipuninni fýrir 22. desember 2002. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðu- neytinu mun þessi tilskipun hafa áhrif á íslenska lög- gjöf þar sem hún gildir einnig á Evrópska efnahags- svæðinu og búið er að skipa nefnd til að endurskoða íslensku höfundalögin. Eitt af helstu verkefnum sem EBLIDA vinnur að um þessar mundir er að samræma aðgerðir aðildarfélaga í þá átt að hafa áhrif á væntan- legar breytingar á höfundarréttarlöggjöf í aðildar- löndunum bókasöfnunum í hag, en nokkuð svigrúm er í tilskipuninni fyrir einstök ríki. Nánar má lesa um þessi mál í grein Ólafar Benediktsdóttur: Höfundar- réttur í upplýsingasamfélagi sem birtist í Fregnum 3/2001. Stofnuð hefur verið hér á landi Samstarfs- nefnd um höfundarréttarmál að frumkvæði stjórnar Upplýsingar með fulltrúum frá öllum safnategundum til að vinna málefnum bókasafna og upplýsingamið- stöðva brautargengi. Af öðrum verkefnum EBLIDA má nefna umfjöllun um hlutverk bókasafna í símenntun (e. lifelong learn- ing). Umsögn EBLIDA um efnið var lögð fram í fram- kvæmdastjórn ESB sem leggur í fyllingu tímans fram aðgerðaáætlun um stefnumörkun, framkvæmdir og viðmiðanir vegna útfærslu símenntunar í Evrópu. Þá hefur EBLIDA meðal annars látið að sér kveða varðandi samninga um aðgang að rafrænum gagna- söfnum, meðal annars haldið vinnufundi um samn- ingagerð, og einnig má nefna virðisaukaskatt af raf- rænu efni. Almennt séð lætur EBLIDA öll málefni sem snerta bókasöfn og upplýsingamál til sín taka og gefur út umsagnir og yfirlýsingar um þau. Útgáfustarfsemi og upplýsingastreymi til aðildarfélaga Skrifstofa EBLIDA dreifir ýmsum upplýsingum til aðildarfélaga sinna til að þeir geti fylgst með gangi mála hjá ESB hverju sinni. Mánaðarlega gefur skrifstofan út Hot neuís þar sem greint er frá umfjöllun um málefni bókasafns- og upplýsingasamfélagsins í stofnunum ESB. Fréttablað- ið er sent til allra aðildarfélaga EBLIDA og mánuði eftir útgáfu er blaðið birt á vef samtakanna. Update on EU Deuelopments er einnig gefið út mán- aðarlega. Þar er greint frá þróun mála hjá ESB, útboð- um, tækifærum til að taka þátt í ýmsum evrópskum verkefnum, lagasetningum og umræðuefni hjá þingi ESB. Fréttabréfið er aðeins sent til aðildarfélaga. Upplýsingum er dreift reglulega til aðildarfélag- anna um lokaðan póstlista á Netinu. Einnig er haldið úti vefsíðu (http://www.eblida.org) til að upplýsa aðildarfélögin um þróun ýmis konar hagsmunamála. Tímaritið lnformation Europe, sem samtökin standa að, er gefið úr fjórum sinnum á ári og nokkur eintök eru send ókeypis til aðildarfélaga. Ennfremur er tíma- ritið selt á almennum markaði. Þar er meðal annars fjallað um þau málefni sem efst eru á baugi hjá EBLIDA hverju sinni. Undanfarið hafa fastir dálkar verið um höfundarréttarmál, menningar- og mennta- mál, málefni upplýsingasamfélagsins, nýútkomin rit, málefni Mið og Austur Evrópu og ýmis önnur verk- efni, þá eru og væntanlegar ráðstefnur og viðburðir kynnt. Auk þess eru í hverju blaði bókasafnsmál í einu af aðildarlöndunum í brennidepli. Útgáfustarfsemi samtakanna er í endurskoðun um þessar mundir og ýmsar breytingar í deiglunni. Árgjald EBLIDA Árgjald fullgildra meðlima EBLIDA fer eftir veltufjár- 58 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.