Bókasafnið - 01.01.2002, Side 5
Til aö reka allt þetta þurfti Booth að ráöa starfslið.
„Fangar eru góöir bókamenn því þeir hafa ekki getað
gert neitt annað en lesið“ sagði Frank. Booth réð til
sín fyrrverandi fanga sem nýkomnir voru út. Hinn
fyrsti reyndist mjög vel. Sá næsti aldeilis miður. Og
áður en nokkur vissi var allt í óefni. Sumir
starfsmannanna rændu og rupluðu. Gjaldþrot blasti
við og Booth neyddist til að selja Hay Cinema Boofeshop
keppinaut sínum.
Booth hélt þó sínu striki. Árið 1971 keypti hann
kastalann í Hay. Þá varð Castle Boofeshop að veruleika,
og skömmu síðar The Honesty Boofeshop sem er
sjálfsafgreiðslubúð utandyra í hallargarðinum, alltaf
opin; kostar bundin bók 50 p en óbundin 30 p. Reyndar
eru ekki alveg allir kaupendurnir heiðarlegir en
einhver rýrnun er af hinu góða því þá er meira pláss
fýrir aðrar bækur. Og kannski betra að einstaka lesandi
steli sér bók heldur en að vera allsendis bókarlaus.
Nú fóru fjölmiðlar að veita bókabænum athygli.
„Other places have hotels, scenery, monuments. Only
Wales has a Town of Boofes." Blaðamenn hvaðanæva
skrifuðu um Hay: „Mid Wales town may become Las
Vegas of the boofe world" skrifaði einn; „Túrning a Welsh
ualley into a utopiafor bookworms" skrifaði annar.
Til að auka enn athygli fjölmiðla á bókabænum
ákvað Booth að taka stóra skrefið: Hinn 1. apríl, ein-
mitt á þeim merka all-fools-day, árið 1977 lýsti Booth
yfir sjálfstæði Hay-on-Wye og tók sér konungsnafn:
King Richard, og var samstundis auknefndur the boofe-
Bófeabúðin í kastalanum „Hay Castle Boofeshop."
Bcefeur úti og inni í Hay Cinema Boofeshop.
hearted. Blöðin birtu fréttina, og enn ein ókeypis aug-
lýsing á bókabænum var staðreynd. Reyndar gerðu
sum blöðin meira úr bókakónginum undarlega en
fornbóksölunni, en það kom í sama stað.
Að sjálfsögðu hefur allt þetta ævintýri ekki verið
átakalaust. Á árunum fýrir og eftir 1970 dróst margt
fólk til Hay-on-Wye og var lifað hátt og ekki alltaf
samkvæmt ýtrustu hollustu. Tvö hjónabönd Booths
fóru í súginn, hið seinna entist aðeins 24 tíma. Síðla
árs 1977 þegar óvenjukalt var í veðri og Booth hafði
lagt mikinn við í arininn varð eldur laus og brann
kastalinn að verulegu leyti. Og árið 1995 kenndi Booth
sér meins, átti erfitt með að halda jafnvægi og var
orðinn heyrnarlaus á öðru eyra. Læknir hans ráðlagði
honum að hætta að drekka, sem hann gerði í hálft ár,
en kom fyrir ekki. Hann greindist með heilaæxli á
stærð við epli bakvið vinstra eyra og gekkst undir tví-
sýna aðgerð sem tókst þó vonum framar; hann er
lamaður vinstra megin í andliti en ekki virðist annað
hrjá hann.
En Booth hefur líka verið gæfumaður. Þriðja kona
hans færði Booth tvö stjúpbörn og átti auk þess nokk-
urt fé; hún er ennfremur snjall fjármálamaður. Fjöru-
tíu árum eftir að Richard Booth opnaði fyrstu forn-
sölu sína getur hann því litið stoltur yfir blómlegan
bókabæinn Hay-on-Wye. í bænum og næsta nágrenni
BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
3