Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 39
En jafnframt virðast vinsældir gagnasafnanna mun meiri heldur en eldri rannsóknirnar sýndu. Skýringin liggur að öllum líkindum í aldri þeirra rannsókna. Gagnasöfn voru mun óaðgengilegri hér áður fyrr og því eðlilegt að fólk leitaði annað. í rannsókn undirrit- aðrar 'frá 1999 kom einnig skýrt í ljós að þeir sem höfðu aðgang að gagnasöfnum notuðu þau en ekki þeir sem þurftu að leita út fyrir vinnustað sinn til þess að geta leitað eða fengið einhvern til þess að leita í slíkum söfnum.6 Gerður var samanburður á svörum íslensku vís- indamannanna og þeirra fmnsku sem getið er í kafl- anum Fræðilegur bakgrunnur, en finnsku þátttak- endurnir voru einnig spurðir að því hvaða rafrænt efni þeim fyndist mikilvægast að hafa aðgang að. Er sá samanburður sýndur í 3. töflu. Töflunni er skipt upp og er ástæðan sú að ekki var algert samræmi í könnununum tveimur og jafnframt var ekki vitað hvernig Hormia-Poutanen reiknaði prósenturnar en í könnun hennar númeruðu þátttakendur valkostina frá einum og upp í fimm. íslensku prósentutölurnar í töflunni miðast við fjölda þeirra sem settu viðkom- andi kost í 1.-3. sæti. Skoða ber íslensku prósentutöl- urnar í því ljósi að fáir einstaklingar standa að baki hverrar tölu. Umreikningur í prósentur var gerður til þess að auðvelda samanburð við finnsku niðurstöð- urnar. 3. tafla. Efni sem menn vildu helst fá rafrænan aðgang að. Samanburður við FinELib- könnun frá árinu 1999. ísl. könnun 2000 (1. -3. sæti) Erlend fagtímarit 25,0% Erlend útdráttarrit 17,9% Rafr. háskólaútg. 11,7% Alfræðirit 13,6% Innlend gagnasöfn 13% Orðabækur 11,4% Tilvitnanarit 9% Fræðil. innl. efni 6,0% Innlent eldra efni 3,8% Finnsk könnun 19997 Erlend fagtímarit 23,1% Erlend útdráttarrit 15,6% Alfræðirit 8,0% Orðabækur 9,9% Tilvitnanarit 9,7% Innlend fagtímarit 8,9% Innlend gagnasöfn 5,5% Innlend tilvitnanarit 4,8% Annað 1,7% Innlent eldra efni 1,1% Athyglisvert er að niðurstöðunum svipar mjög saman þrátt fyrir að fagsvið finnsku þátttakendanna í könnuninni 1999 væri mun víðara en þeirra ís- lensku. Um 32% þeirra unnu á sviði náttúrufræða, 23% voru í viðskipta- og samfélagsgreinum, 19% í hugvísindum og um 15% í tæknigreinum. í læknis- fræði voru rúm 8% og um 2% unnu á sviði menningar (kultur). í ljósi niðurstaðna þessarar litlu könnunar er ánægjulegt að Verkefnisstjórn um aðgang að gagna- söfnum skuli, sumarið 2001, hafa náð að semja við helstu útgefendur fagtímarita í heiminum um að- gang að fullum texta þeirra í rafrænu formi. Jafnframt hefur mikið áunnist í samningum um aðgang að út- dráttarritum og vísindamenn munu líka meta tilvitn- anaritin frá ISI (Institute for Scientific Information) þótt vissulega komi þau ekki í staðinn fyrir helstu út- dráttarritin á fagsviði hvers og eins. Á þeim stofnun- um þar sem ekki er enn aðgangur að sérhæfðum út- dráttarritum er aðgangur að ISI-tilvitnanaritunum ómetanlegur. Þakkir Ég þakka Kristiinu Hormia-Poutanen fyrir að gefa mér leyfi til þess að styðjast við könnun hennar á notkun FinELib við samningu þessarar könnunar. Einnig þakka ég bókasafnsfræðingunum á Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, Landmælingum íslands og Náttúrufræðistofnun, þeim Steinunn S. Ingólfsdóttur, Þórunni E. Sighvats og Pálínu Héðins- dóttur, fyrir að sjá um framkvæmd könnunarinnar á stofnunum sínum. Síðast en ekki síst þakka ég þeim vísindamönnum sem gáfu sér tíma til þess að svara könnuninni. Tilvitnanir 1. HvarPis : rafræn gagnasöfn http://www.hvar.is [Uppl. sóttar 23/11/2001.] 2. Erna G. Árnadóttir, 2001, bls. 49-50. 3. Guðrún Pálsdóttir, 1999, bls. 115-121 og 185. 4. Hallmark, Julie, 1994.. 5. Kristiina Hormia-Poutanen, 1999. 6. Guðrún Pálsdóttir, 1999, bls. 115-121. 7. Hormia-Poutanen, Kristiina, 1999. Heimildir Erna G. Árnadóttir, 2001. Landsaðgangur að rafrænum tímaritum : könnun á viðhorfi bókasafna. Bókasafnið 25: 49-52. Guðrún Pálsdóttir, 1999. Innan seilingar: upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun heimilda. (M.A. ritgerð í bókasafns- og upplýsingafræði). Reykjavík: Háskóli íslands. Félagsvísindadeild, 190 bls. Hallmark, Julie, 1994. Scientists’ access and retrieval of references cited in their recent journal articles. College & Research Libraries 55(3), 199-209. Hormia-Poutanen, Kristiina, 1999. Koberen, dens rettigheder og pligter. NVBF-conference, Reykjavík den 14. oktober. http://www.bokis.is/fbr/hormia.ppt [Uppl. sóttar. 12/7/2001]. HvarPis : rafræn gagnasöfn [vefur Verkefnisstjórnar um aðgang að gagnasöfnum] http://www.hvar.is [Uppl. sóttar 23/11/2001]. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.