Bókasafnið - 01.01.2002, Side 65

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 65
40 35 30 25 20 15 10 5 0 □ Fjöldi höfunda 1993 0 Fjöldi höfunda 2000 N Fjöldi greina 1993 ■ Fjöldi greina 2000 Kannanir reyndust óumdeilt algengasta rann- sóknaraðferðin. í rannsókninni 1993 voru kannanir notaðar í 51,9% rannsóknargreina en voru nú tæp 68%. Ástæður fyrir vinsældum kannana geta verið ýmsar, en meðal annars má nefna að þær þykja auð- veldar í framkvæmd og mikið magn tölfræðilegra upplýsinga fæst á stuttum tíma. Sagnfræðilegum aðferðum var beitt í þremur rannsóknargreinum, sem allar voru unnar af sama rannsakandanum Eigindlegar aðferðir voru að þessu sinni aðeins notaðar í einni rannsókn en þremur í rannsókninni 1993 og nýjar aðferðir hafa bæst við flóru íslenskra rannsókna. Efnisgreining (content analysis) og til- vitnanagreining (citation analysis) eru notaðar í auknum mæli, sérstaklega efnisgreiningin sem beitt var í sex rannsóknargreinum. Þegar þessi rannsókn var borin saman við rann- sóknina 1993 kom í ljós að færri rannsóknaraðferðum er beitt en áður. í fyrri íslensku rannsókninni var 11 tegundum aðferða beitt en nú voru aðeins greindar fimm, allar reynsluvísindalegar (empírískar) rann- sóknaraðferðir. Það er hinsvegar ánægjulegt að marg- ir nota fleiri en eina aðferð í rannsóknum sínum og geta þannig fengið mismunandi sjónarhorn á við- fangsefnið. Svo dæmi sé tekið, þá var tilvitnanagrein- ingu og efnisgreiningu beitt samhliða í nokkrum rannsóknum; og í öðrum könnun og efnisgreiningu. Eigindlegar og megindlegar aðferðir voru notaðar samhliða í þremur rannsóknum. Rannsóknaraðferðir; Flokkun byggð á Járvelin og Vakkari Tafla 3 Rannsóknaraðferðir; Samanburður á íslandi og öðrum löndum Til og með 1993 Til og með 2000 Önnur lönd 1990 Reynsluvísindalegar rannsóknaraðferðir (74,1%) (100%) 55,9% Sagnfræðilegar aðferðir 1 (3,7%) 3 (8,8%) 10,7% Kannanir 14 (51,9%) 21 (+2)(67,6%) 22,9% Eigindlegar aðferðir 3 (11,1%) 1 (3,0%) 1,6% Mat - 5,6% Ferilsrannsóknir - - 3,8% Efnisgreining - 6 (17,6%) 1,1% Tilvitnanagreining - 1 (3,0%) 3,3% Aðrar bókfræðimælingar - - 0,9% Annars stigs greining* 2 (7,4%) - * Tilraunir - 1,6% Aðrar reynsluvísindalegar aðferðir - - 4,5% Hugtakarannsóknir 3,7% - 23,4% Rökfræði og gagnrýni - 22,5% Hugtakagreining 1 (3,7%) - 0,9% Stærðfræðilegar aðferðir - - 2,7% Kerfis- og hugbúnaðargreiningar - - 14,5% Könnun á rituðum heimildum 2 (7,4%) - 2,7% Rökræður* 1 (3,7%) - * Bókfræðilegar aðferðir* 1 (3,7%) - * Aðrar aðferðir* (7,4%) - * Samanburðarrannsóknir 2 (7,4%) - * Greinar alls: 27 32 (+2)** 449 Stjama (*) merkir að Járvelin og Vakkari notuðu ekki viðkomandi flokka en þeim var bætt við í íslensku rannsókninni 1993. Þeir em teknir úr flokkun Cano og Rey (1993) sem einnig byggðu á flokkun Járvelin og Vakkari. "Greinar í sviga tákna greinar sem höfðu heimildir í neðanmáli í stað heimildalista BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 63

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.