Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 44

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 44
Af framansögðu er ljóst að skjalastjórn hefur marga kosti sem leiða til þess að fyrirtæki og stofnanir ættu að hafa áhuga á góðri skjalastjórn og þar með ISO 15489 staðlinum. Skjöl eru mikilvæg eign í allri at- vinnustarfsemi en e.t.v. sú sem margir stjórnendur í hugsunarleysi leggja minnst upp úr að vernda. Pegar grannt er skoðað er þó fátt mikilvægara ef starfsemin á að geta náð markmiði sínu. Það var því vel til fundið af Breska staðlaráðinu, BSI, að láta semja þrjá leið- beiningarbæklinga fyrir æðstu stjórnendur þar sem fram kemur af hverju stjórnendur ættu að hafa áhuga á staðlinum, hvers þeir mega vænta ef þeir innleiða staðalinn hjá sér og hvernig þeir geta mælt árangurinn af því að taka staðalinn í notkun. Fróðlegt verður að sjá þá bæklinga er þeir koma út (McLean 2001,11). Kerfi til skjalastjórnar, meginreglur í kafla 7.1 eru tíundaðar meginreglur kerfis til skjala- stjórnar. Skjöl eru mynduð, móttekin og notuð í allri atvinnustarfsemi. Til þess að styðja vöxt og viðgang atvinnustarfseminnar og tryggja að starfsmenn séu ábyrgir gerða sinna ættu skipulagsheildir að mynda og viðhalda upprunalegum, áreiðanlegum og nothæf- um skjölum í starfsemi sinni og vernda þau í heilu lagi, svo lengi sem þörf er á, bæði vegna þarfa fyrir- tækisins og kröfu löggjafans. Til þess að svo megi verða þurfa fyrirtæki að koma sér upp og viðhalda fullnægjandi skjalastjórnarkerfi. í slíku skjalstjórnarkerfi þarf að virða vissar meginreglur. í fyrsta lagi þarf að tiltaka hvaða skjöl á að mynda í starfseminni og hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í þeim skjölum. í öðru lagi þarf að ákveða á hvaða formi á að mynda skjöl og hvaða tækni ber að nota. í þriðja lagi þarf að ákveða hvaða lýsigögn á að mynda með skjölum og hvernig þau verði óvíkjanlega tengd þeim. Þá þarf að afmarka þarfir fyrir að endurheimta, nota og miðla skjölum á milli viðskiptaferla og annarra notenda og hversu lengi ber að varðveita skjöl til þess að fullnægja þess- um þörfum. Mikilvægt er að skipuleggja skjalasafnið þannig að það styðji skjalastjórnina og auðveldi aðgengi að skjölum. Skjalasafnið má þó ekki vera aðgengilegt öllum heldur einungis þeim sem þurfa og eiga að hafa aðgang að því. Skjöl þarf einnig að geyma við öruggar aðstæður þannig að þeim sé ekki hætt við eyðingu eða glötun. Skjöl verður að varðveita og þau þurfa að vera aðgengileg í þann tíma sem þarfir at- vinnustarfseminnar og kröfur löggjafans segja til um. Meta þarf áhættuna því samfara að áreiðanleg skjöl um atburði eða viðskipti finnist ekki eða glatist. Hér kemur öryggisáætlunin til skjalanna en henni er ætlað að tryggja að þau skjöl sem varða viðgang starf- seminnar séu tilgreind sem hluti af þessari greiningu, þau varin og endurheimt þeirra tryggð þegar þeirra er þörf. Líftími skjala er hins vegar mismunandi og skjöl á einungis að varðveita í þann tíma, sem þeirra er þörf í starfseminni, eða krafist er samkvæmt lögum. Söguleg skjöl eru hins vegar varðveitt til framtíðar eðlis síns vegna. Að lokum má nefna þá meginreglu kerfis til skjalastjórnar sem staðallinn sækir til gæðastjórnun- ar. Þótt starfsemin búi yfir góðu kerfi til skjalastjórnar má alltaf gera betur eins og er þekkt úr gæðastjórnun. Þess vegna er æskilegt að greina og meta þau tæki- færi sem kunna að skapast til þess að bæta árangur, hagkvæmni og gæði vinnuferla svo og þær ákvarð- anir og aðgerðir sem gætu leitt til betri skjalamynd- unar og skjalastjórnar (ISO 15489-1:2001 2001, 6). Hönnun og innleiðing skj alastj órnarkerfis f staðlinum eru nefndir 5 eiginleikar sem gott skjala- stjórnarkerfi þarf að hafa til að bera: • Áreiðanleika (reliabiiity). Kerfið þarf að safna reglu- bundið öllum skjölum sem því tilheyra, skipu- leggja þau í samræmi við eðli starfseminnar, vernda þau fyrir óheimilum breytingum eða eyð- ingu, vera frumheimild um þær upplýsingar sem skjölin varðveita og að síðustu vera aðgengilegt notendum. • Heilindi (integrity). Til þess að skjalasafnið sé heilt og óbrenglað þarf að stýra heimilum aðgangi að kerfinu til þess að hindra óheimilan aðgang, eyði- leggingu, breytingu eða stuld skjala. • Hlýðni (compliance). Skjalakerfinu á að stjórna í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til at- vinnustarfseminnar, bæði af hálfu rekstrarins, löggjafans og samfélagsins. • Umfang (comprehensiue). Kerfið þarf að ná til allra þátta starfseminnar sem það þjónar. • Kerfisbindingu (systematic). Skjöl á að mynda, við- halda þéim og stjórna á kerfisbundinn hátt. Til þess þarf skjalfesta stefnu, útdeilingu á ábyrgð og formlegar starfsaðferðir við stjórnun (ISO 15489- 1:2001 2001, 8-9). Þessar kröfur, sem staðallinn gerir til skjalastjórnar- kerfis falla vel að reynslu okkar hjá ráðgjafafyrirtæk- inu Gangskör sf. Fyrirtækið hefur veitt ráðgjöf um skjala- og upplýsingamál fyrir rúmlega 100 stærri og meðalstór fyrirtæki og stofnanir hér á landi frá árinu 1986. Þær vinnureglur sem settar eru fram í kafla 8.4 í staðlinum og leiðbeiningar um vinnuaðferðir sem fylgja þeim í köflum 3.2.2 til 3.2.9 í leiðbeiningunum eru einnig vinnuferill sem er kunnuglegur. Fyrsta skrefið er frumkönnun (preliminary in- uestigation). Þá er safnað saman upplýsingum og aflað 42 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.