Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 73

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 73
Bækur og líf Jónína Hafsteinsdóttir Uppáhalds bókin mín Hver er uppáhaldsbókin þín? Þegar þannig er spurt kann að verða fátt um svör, a.m.k. fór mér þannig þegar ég var beðin að segja lesendum Bókasafnsins frá þeirri bók. Ég hef að sjálf- sögðu átt samleið með ýmsum bókum um dag- ana, sumum skamma, öðr- um býsna langa, og raunin verður sú að bækur, sem ég kynntist í bernsku og æsku og hafa fýlgt mér síðan, koma fyrstar í hugann þegar spurt er um uppáhaldsbókina. Ég valdi því fá- einar bækur sem ég las fyrst á barnsaldri og oft síðan til að segja stuttlega frá hér. Sennilega hef ég fáar eða engar bækur lesið oftar en „Hjaltabækurnar" eftir Stefán Jónsson.Tvær síðari bækurnar, Mamma sfeilur allt og Hjalti kemur heim, hef ég átt frá því ég var barn en fyrsta bókin, Sagan hans Hjalta litla, bættist í safnið löngu síðar. Þessar bækur hef ég marglesið allar og ævinlega mér til sálubótar og finnst ég í hvert sinn sjá í þeim eitthvað nýtt sem ég hef ekki komið auga á áður. En hvað veldur? Því er ekki auðsvarað. Saga Hjalta litla og móður hans er dæmigerð saga föðurlausra barna og einstæðra mæðra á fyrri hluta 20. aldar. Móðirin er ekki talin vinna fyrir nema einu barni og hefur því aðeins yngra barn sitt hjá sér, því eldra er komið fyrir hjá vanda- lausum á kostnað hreppsins. Skilningur og einlæg lýsing Stefáns Jónssonar á hugarheimi drengsins og því hvernig hann skynjar þá veröld sem hann lifir og hrærist í er slík að varla lætur nokkurn ósnortinn. En það er ekki eingöngu lýsing Hjalta sjálfs sem gerir bækur Stefáns svo heillandi. Myndir af umhverfinu, heimilislífinu á bæjunum og fólkinu sem kemur þar við sögu, eru dregnar skýrum dráttum og verða ljós- lifandi fyrir hugarsjónum lesandans. En allt er það séð með augum drengsins, bæði alvara lífsins og gleðigjafarnir í tilverunni. í síðustu bókinni reynir á sambúð Hjalta við stjúpföður sinn, sem báðum er býsna erfið framan af, og er lýst af þeirri snilld að báðir hljóta að eiga samúð lesandans. Bækurnar um Hjalta litla, sem og aðrar bækur Stefáns Jónssonar, munu flestum kunnar, en næst langar mig að segja frá bókum sem verið hafa í fórum mínum svo lengi sem ég man og ég hygg að fáir þekki. Þetta eru tvær bækur eftir dönsku skáldkon- una Karin Michaélis (1872-1950) í þýðingu Sigurðar Skúlasonar. Fyrri bókin heitir Bíbí. Æuisaga ungrar stúlku og kom út 1935, en síðari bókin Bíbí/er í langferð og verð ég þar að treysta á minnið því að bæði kápa og titilblað eru farin veg allrar veraldar. Hún mun hafa komið út 1937 (skv. Gegni). Söguhetjan, danska telpan Bíbí, er dóttir stöðvarstjóra á járnbrautarstöð og nýtur þeirra forréttinda að geta ferðast með lestunum ókeypis um landið þvert og endilangt þegar henni sýnist. Þetta nýtir hún sér óspart, fer víða og kynnist mörgu. í fyrri bókinni segir frá flakki Bíbíar um Danmörku og í samfylgd hennar verður lesand- inn margs vísari um land og þjóð en hafa skal í huga að sagan er skrifuð fyrir u.þ.b. 70 árum. i seinni bókinni víkkar sjóndeildarhringur Bíbíar því að þá ferðast hún til Þýskalands, heimsækir ættingja sína þar og fer í skóla. í báðum bókunum er sagan sögð að verulegu leyti í formi sendibréfa sem Bíbí skrifar pabba sínum á ferðalögunum. Bíbí missti móður sína aðeins ársgömul og hefur alist upp hjá föður sínum. Einlæg ást telpunnar til föðurins er sem rauður þráð- ur gegnum söguna, alltaf sýnileg þrátt fyrir ýmis upp- átæki hennar. Bíbí vill ekki gera neitt sem er honum á móti skapi en pabbi er ekki alltaf viðlátinn til að gefa leyfi þegar ferðaþráin grípur telpuna og þá verður hún að taka ákvörðun á eigin spýtur. Hugljúf er einnig lýsingin á „sambandi" Bíbíar við látna móður sína. Lestina rekur bók sem heitir Katafrcenka og er eftir höfund að nafni Kate Seredy sem einnig mynd- skreytti bókina afar fallega. Bókin er þýdd af Stein- grími Arasyni kennara og kom út í Reykjavík 1947. Engin deili veit ég á höfundinum. Aðalpersóna bókar- innar, Kata frænka frá Búdapest, er send til dvalar hjá föðurbróður sínum, stórbónda á Ungverjalandsslétt- unni. Hann á soninn Jónsa, tíu ára að aldri, sem aldrei hefur verið í skóla og aldrei komið í kaupstað og ræð- ur sér ekki fyrir tilhlökkun þegar von er á Kötu. „Veikluð borgarfrænka, sem hafði haft mislinga - það var nú nokkuð sem ekki var til á hverjum bæ.“ En Kata er ekki bara veikluð, hún er einnig - og ekki síður - mesti óþekktarangi. Efni bókarinnar er dvöl Kötu í BÓKASAFNIÐ 26. ARG. 2002 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.