Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 47
samhengis við lýsigögn. Sem dæmi má nefna verð- lista á Excel skjali þar sem lýsigögnin vantar, svo sem hver er höfundur, við hvaða gengi er miðað og dagsetningin er síbreytileg. Án þessara tenginga er skjalið merkingarlítið, jafnvel merkingarlaust. Alls konar rafræn og oft síbreytileg gögn er einnig að finna í almenningum eins og á Internetinu. ISO 690- 2 þallar um hvemig vísa skuli til slíkra gagna (ISO 690-2 1997) en skjalastjórnarstaðallinn tekur á því hvemig tryggja má áreiðanleika þessara gagna, hvaða upplýsingar um heimasíðuna og gerð hennar ætti að varðveita og hvernig við sönnum hvert var efni hennar á hverjum tíma. (Steemson. Global experiences 2001,35). Tilgangurinn með því að fanga skjöl í skjalastjóm- arkerfi er ekki einungis að tengja saman höfund skjals og í hvaða samhengi skjalið er myndað heldur einnig að setja skjalið í samhengi í skjalastjórnar- kerfinu og tengja það öðmm skjölum er málið varða. Þær aðferðir, sem beitt er í þessu efni, em t.d. efnis- flokkun og efniskráning sem gerir kleift að tengja saman skjöl efnislega, ákvarða aðgang að þeim og geymslutíma en skrásetning veitir sönnun þess að skjalið er til í skjalastjómarkerfmu. • Skráning (registration). Megintilgangur hennar er að veita formlega sönnun þess að skjal hafi borist eða verið myndað. Skjalaskráin, þar sem tilvist skjala er skráð, er sjálfstætt skjal. Þar er að lágmarki að fmna upplýsingar um dagsetningu skjals og tíma skrán- ingar; efni, titil eða skammstafaða lýsingu skjals; nafn höfundar, sendanda eða móttakanda og skrá- setningareinkenni svo sem númer, sem skjali er gefið, við myndun eða móttöku. Búi starfsemin yfir skjalaflokkunarkerfi er flokkunin framkvæmd fyrir skráningu og hún jafnframt skráð. Mikilvægi skráningar hefur aukist með tilkomu rafrænna skjalastjórnarkerfa. Með notkun þeirra er auðvelt að halda utan um afgreiðslu erinda, hvar mál eru stödd eða hvar þau eru til umfjöllun- ar. Hér á landi hafa nokkur slík kerfi náð tölu- verðri útbreiðslu. • Geymsla (storage). Staðallinn leggur fyrir nokkrar meginreglur um geymslu skjala. Skjöl á að varð- veita á miðlum sem tryggja notkunarmöguleika þeirra, áreiðanleika, upprunaleika og varðveislu svo lengi sem þeirra er þörf. Aðstæður við geymslu og meðhöndlun þurfa að vera slíkar að skjöl séu varin fyrir óheimilu aðgengi, tapi, þjófnaði eða ótímabærri eyðingu af völdum manna jafnt sem náttúru. Staðallinn undirstrikar einnig að skjöl á tölvuöld geta auðveldlega orðið tröllum gefin og verða tæpast endurheimt ef þess er ekki gætt að færa gögn, sem enn hafa notagildi, á milli geymslu- miðla við breytingar á tölvukerfum eða forritum. í leiðbeiningunum er að finna upptalningu og umfjöllun um helstu atriði sem eru mikilvæg við val kosta við geymslu og meðhöndlun skjala. Má þar nefna umfang og vöxt skjalasafnsins, notkun skjala, þarfir vegna öryggismála og viðkvæmra upplýsinga í skjölum, form skjala en reglulega þarf t.d. að fríska upp á rafræn gögn, tíðni notkunar og nauðsyn aðgengis og loks kostnað við geymslu eftir geymslustað og aðferðum. Geymslustaður - virkra skjala þarf að vera aðgengilegur og skjöl má ekki geyma þar sem hætta er á að þau eyðileggist vegna vatns, bruna, meindýra, raka eða óstöðugs hita svo að dæmi séu nefnd. Búnaður þarf einnig að vera við hæfi. Varð- andi tölvugögn er afritataka sjaldnast of oft ítrek- uð og það undirstrikað að öryggisafrit séu geymd fjarri starfsstöð þannig að ekki sé hætta á að hvort tveggja glatist samtímis. • Notkun og rekjanleiki (use and tracfeing). Nauðsynlegt er að geta staðsett skjöl sem em í notkun, hvar þau em í vinnuferli og hver hefur þau undir höndum. Ekki eiga allir að hafa aðgang að öllum skjölum. Þess vegna er nauðsynlegt að tiltaka hver hefur aðgang að tilteknum skjölum og hvaða öryggis skal gætt vegna þeirra. Aðgengi aðila utan stofnunar er einnig úr- skurðaratriði á gmndvelli laga. í lögum hinna ýmsu ríkja um persónuvemd er víða krafist að aðgangur og notkun slíkra upplýsinga sé skráður. Tölvuvædd skjalastjómarkerfi skrá slíkan aðgang með sjálf- virkum hætti. Þessi kerfi gera það líka auðveldara að staðsetja skjöl bæði með tilliti til stöðu og staðs. Auðvelt er að greina hverra aðgerða er þörf varðandi tiltekið skjal/mál, hver ber ábyrgð á afgreiðslu þess, hvenær afgreiðslu þess ber að ljúka o.s.frv. Þegar margir hafa aðgang að skjölum á pappírsformi er nauðsynlegt að nota einhvers konar útlánskort sem sýna hver er með viðkomandi skjal/mál og hvenær hann fékk það í hendur. Varðveisla útlánskorta með skjali í skjalagejtmslu sýnir hverjir hafa haft aðgang að viðkomandi skjali en það getur verið nauðsynlegt af öryggisástæðum eins og fýrr greinir. • Varanleg uarðueisla eða eyðing (implementation of disposition). Einungis söguleg skjöl og skjöl mikil- væg starfseminni eru geymd varanlega. Hvað önnur skjöl varðar kemur að því fyrr eða síðar að þeim skuli eytt. Eyðingu skjala þarf hins vegar ávallt að heimila formlega. Varðandi bókhalds- skjöl er einfaldast að tiltaka eyðingarárið um leið og þessi skjöl eru sett í geymslu út frá reglum um lágmarksgeymslutíma samkvæmt lögum. Geymslutími skjala ræðst þannig af eðli þeirra og mikilvægi fyrir starfsemina. Eyðing skjala ákvarðast út frá því. Skjölum er varða væntanleg eða yfirstandandi málaferli eða rannsókn máls má þó aldrei eyða fyrr en slík mál eru um garð gengin. Einnig verður að gæta þess við eyðingu að ekki sé misfarið með trúnað eða öryggi upplýs- inga. Hvað tölvugögn varðar þarf einnig að gæta BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.