Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 45
skilnings á grundvallaratriðum atvinnustarfseminnar í rekstrarlegum, lagalegum, viðskiptalegum og þjóð- félagslegum skilningi þannig að greina megi helstu þætti sem hafa áhrif á þarfir starfseminnar til þess að mynda og varðveita skjöl. Næsta skrefið er greining á atvinnustarfseminni sjálfri (analysis o/ business actiuity), um hvað snýst starfsemin, hvað er gert og hvernig? Þótt það sé þekkt viðhorf í skipulagsheildum að starfsemi þeirra sé afar einstök og sérstæð er það reynslan að helstu drættirnir í allri atvinnustarfsemi eru þeir sömu þótt þjónustan, sem veitt er eða varan sem framleidd er sé æði ólík. Þessi mismunur er samt nægilegur til þess að aðrar kröfur eru gerðar til skjala- mála í lyfjaframleiðslu en timbursölu. Þessi tvíþætta greining leiðir af sér þriðja skrefið, greiningu á þörfinni fyrir skjöl (indentification of re- quirements for records). Eðli starfseminnar og starfs- umhverfisins leiðir af sér að þarfirnar til þess að mynda, móttaka og varðveita skjöl um starfsemina verða mismunandi. Einn aðili þarf að hyggja vel að stjórnsýslulögum, á annan eru lagðar sérstakar kröf- ur um vernd persónuupplýsinga, bókhaldslög og skattalög tiltaka geymslutíma og form viðskipta- skjala og þannig mætti áfram telja. Út úr þessari greiningu kemur yfirleitt fernt: • Upplistun á þeim uppsprettum skjala sem varða starfsemina. • Upptalning á þeim kröfum sem atvinnurekstur- inn, löggjafinn eða samfélagið gera til skjala- stjórnar. • Áhættumat á mikilvægi skjala fyrir starfsemina. • Formleg skýrsla til stjórnenda um þörf starfsem- innar á að varðveita skjöl. Fjórða skrefið, þótt það sé ekki endilega stigið í þess- ari röð, er mat á núverandi kerfi (assessment o/existing systems). Flest atvinnustarfsemi býr við einhvers kon- ar skjalastjórnarkerfi þótt þau séu misgóð. í þessum þætti eru þær kröfur, sem gerðar eru til skjalastjórnar í fyrirtækinu, bornar saman við núverandi kerfi. Greiningin leiðir í ljós hvar þörf er úrbóta. Af þessu leiðir fimmta skrefið, greining á leiðum til úrbóta sem fullnægja þörfum skjalastjórnar (identi- fication of strategies for satisfying records requirements). Hér getur ýmislegt komið til. Oftast er þörf á sam- ræmdu skjalaflokkunarkerfi byggðu á efnisflokkun. í slíkri vinnu kemur sér vel góð greining þegar fyrstu tvö skrefin voru stigin. Þá þarf að spyrja hvaða skjöl á að varðveita, hvar, hvernig, hversu lengi og í umsjá hvers? Algengt er að búnaður til varðveislu skjala sé ófullnægjandi, vistun gagna í tölvukerfum sé óskipu- lögð og geymslu- og grisjunaráætlun fyrir skjöl sé ekki fyrir hendi. Starfsemin geymir því meira af skjöl- um og lengur en þörf er á, oft án þess að geta endur- heimt þau og án fullnægjandi varðveisluöryggis og vinnuaðstöðu. Hönnun skjalastjórnarkerfis (design of a records system) er sjötta skrefið. Það er hvorki auðvelt né fljótlegt verkefni, eins og sjá má af lestri leiðbeining- anna með staðlinum, en þar eru nefndar sem dæmi 13 skýrslur og atriði sem gætu orðið til í þessari vinnu. Tímafrekasta og flóknasta verkefnið er að hanna samræmt og heildstætt skjalaflokkunarkerfi fyrir starfsemina. í leiðbeiningunum er þó aðeins vikið að þessu atriði tveimur orðum „file plan“ í upp- talningu í kafla 3.2.7. Nánar er hins vegar komið inn á þetta atriði varðandi greiningu og flokkun á atvinnu- starfseminni í kafla 4.2.2.2 í leiðbeiningunum (ISOATR 15489-2:2001 2001, 9). Góð framkvæmdaáætlun er nauðsynleg fyrir sjö- unda skrefið, innleiðingu skjalastjórnarkerfisins (im- plementation ofa records system). Hér hefur of oft orðið á misbrestur. í þessu efni gerast hlutir ekki af sjálfu sér. Nauðsynlegt er að gangsetja kerfið, þjálfa starfs- fólk og kenna því að umgangast og nota kerfið. Ef þessum þætti er ekki sinnt sem skyldi getur mikil vinna orðið fyrir lítið. Að lokum er svo áttunda skrefið, skref sem of oft er vanrækt, en það er endurmatið (post-implementa- tion reuiew). Hjá þeim aðilum þar sem best hefur tek- ist til í skjalastjórninni er þessi þáttur ekki skilinn eftir. í honum felst að mæla árangur skjalastjórnar- kerfisins, meta þróunina og bæta úr ágöllum. Öll kerfi þarf að slípa til í ljósi reynslunnar. Það er þess vegna mikilvægt að kanna hjá stjórnendum og öðru starfs- fólki að nokkrum tíma liðnum frá innleiðingu kerfis- ins hvernig það nýtist þannig að færa megi hluti til betri vegar (ISO 15489-1:2001 2001,10-11 og ISO/TR 15489-2:2001 2001, 3-7). Vinnuferlar í skjalastjórn í 9. kafla staðalsins, sem jafnframt er sá umfangs- mesti, og í 4. kafla í leiðbeiningunum er fjallað um helstu vinnuferla og ákvörðunaratriði í skjalastjórn. Við skoðun á þessum atriðum kemur viðauki A að góðum notum en hann tengir vel saman nánari leið- beiningar við kaflana í staðlinum. Mikilvægustu stjórntæki skjalastjórnar eru: • Samrœmt skjalafokkunarkerfi sem samið er út frá eðli og verkefnum starfseminnar. • Geymslu- og grisjunarácetlun sem tekur til hversu lengi skuli geyma skjöl, hvernig þau skuli geymd og hvenær og hvernig þeim skuli eytt. • Aðgengis- og öryggisstefna sem fjallar m.a. um hverjir megi hafa aðgang að tilteknum skjölum, hvernig skjalasafnið skuli varðveitt og hvaða skjöl þarfnist öryggisafrita og fjargeymslu. • Kerfisbundinn efnisorðalykill (thesaurus) eða atriðis- orðaskrá (index) eru einnig oft sett saman til þess að auðvelda val efnisorða á skjöl. Efnisflokkar skjalaflokkunarkerfisins eru lýsandi um starfsemi og verkefni atvinnustarfseminnar en taka ekki mið af heitum deilda eða sviða í starfseminni. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.