Bókasafnið - 01.01.2002, Side 15

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 15
Hólmfríður Tómasdóttir Lýsir Myndlist í íslenskum handritum ILandsbókasafni íslands - Háskólabókasafni er varðveittur í handritum sögulegur menningar- arfur sem er mikill að vöxtum. Með aukinni tækniþekkingu á allra síðustu árum hafa opnast möguleikar á að gera þetta efni aðgengilegra en áður og nægur áhugi er fyrir hendi hjá fólki á mismunandi fræðasviðum að vinna verkefni sem stefna að því markmiði. Lýsir er eitt slíkra verkefna. Nafnið er dregið af orðinu lýsing sem fyrrum var notað um myndskreyt- ingu handrita. Verkefnisstjóri er Ásrún Kristjánsdótt- ir myndlistarmað- ur og hönnuður. Hún var yfirkenn- ari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í 14 ár. Henni til aðstoðar er Hákon Skúlason bókmenntafræði- nemi en hann hóf störf við verkefnið sem styrkþegi Ný- sköpunarsjóðs. Einnig hefur Jón Proppe listgagn- rýnandi aðstoðað við mótun verkefn- isins. Lýsir er sjálf- stætt verkefni sem hefur fagráð á bak við sig. Fag- ráðið var formlega stofnað í september 2001 og skipa það Eiríkur Þorláksson frá Listasafni Reykjavíkur, Sverrir Tómasson frá Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, ásamt þeim Ásrúnu Kristjánsdóttur verk- efnisstjóra, Jóni Proppe og Hákoni Skúlasyni. Verkið er unnið í samstarfi við Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn sem lætur í té vinnuaðstöðu en það auðveldar allan aðgang að handritunum. Markmið og umfang Markmið verkefnisins er að skoða og skrá allt mynd- efni í íslenskum handritum síðari alda ogbirta mynd- irnar ásamt skráningu í vönduðum gagnagrunni sem hægt verði að nálgast á netinu. Verkefnið er grunn- rannsókn sem felst í því að ljósmynda og safna saman í gagnagrunn myndum og öðrum skreyting- um í handritum ásamt skráningu sem segir til um hvar frumrit myndar er að finna. í handritadeild Landsbókasafns eru um 15.000 handritsmúmer, en handritin eru flest skrifuð á 17., 18. og 19. öld. Myndir í þessum handritum skiptia þúsundum og áætlað hefur verið að í hverjum 1000 handritum séu um það bil 10.000 myndir og skreytingar. Myndirnar lýsa fjöl- breyttri og oft persónulegri myndlistarhefð og eru sumar þeirra í litum. Viðfangsefni handritahöfunda eru afar fjölbreytt; mikið er um kristi- legt efni og eru uppskriftir af sálm- um og kristilegum textum oft ríkulega myndskreyttar á viðeigandi hátt. Einnig fær skemmti- efni, svo sem kon- unga- og hetjusög- ur tilheyrandi skreyt- ingar. Mörg hand- ritanna bera þess vitni að menn hafi verið áhugasamir um lífið í náttúr- unni og í hand- ritum sem fjalla um rannsóknir á dýra- og jurtaríkinu eru fallega gerð- ar myndir með textunum. Augljóst er að sjávarlífið hefur sérstaklega heillað. Hugmyndaheimur og ímyndunarafl forfeðra okkar birtist í handritunum í formi flókinna og hugmyndaríkra teikninga af skrímslum, galdrastöfum og fjölda ýmissa tákna. Myndirnar virðast í mörgum tilfellum fremur hafa verið ætlaðar til að hjálpa lesandanum að skilja text- ann en sem skreytingar. Augljós dæmi um það eru vandlega unnar skýringamyndir með stjörnu- og stærðfræðirannsóknum. í sumum handritum má finna síður sem eru listi- lega skipulagðar og er mikið hugvit og vinna lögð í skrautlega upphafsstafi. Slíkar síður verða í heild sinni að myndrænu listaverki. *.» ta, Oj ot.jm, S&. ínfr trt , VI 'HntSi Vnbmau , Mt tf W Wía 'n*'tuftiK cn Vn’ba ^íffica Jíeðisfui: MoimmTmjDom* fttijfoCBiBafkr A‘(lr II yhm liifn'DW wn vih«fuct>,4ia eie m 'm Hfjw' s»*í wfoj'ii , 1 Tnicítd cÖJ ‘ v -fcsH? III!: •pntVffitíojfifDuifm/.fjwímal] >#r v .ÖCVl | clTifaV«Vu^u‘ wiri«dnglti)í v í* VH Aíafls’?oahuttiufiiaf T VUImSwA**" ^wil vmUi) > ?V Bókahnútur úr lögbókfrá 1681. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 13

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.