Bókasafnið - 01.01.2002, Side 37

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 37
sæti, innlend fagtímarit í þriðja sætið en tilvitnanarit (Citation Indexes) ráku lestina. í könnuninni 1999 voru þátttakendur um 700 og með svipaðan bak- grunn og árið áður. Aftur var spurt um hvaða efni ætti að vera aðgengilegt í rafræna bókasafninu og lentu erlendu fagtímaritin aftur í fyrsta sæti og erlendu útdráttarritin í því næsta. Þátttakendur svöruðu auk þess ýmsum spurningum um hvernig efnið í rafræna bókasafninu, FinELib, nýttist þeim.5 Könnunin - framkvæmd og þátttakendur Könnunin sem hér er til umfjöllunar var að nokkru leyti unnin að fýrirmynd þess hluta finnsku könnun- arinnar er tók til þess hvaða efni menn vildu sjá í rafræna bókasafninu (hafa aðgang að á Interneti) og verður gerð ítarlegust grein fyrir þeim þætti hér. Var þetta gert til þess að geta borið niðurstöðurnar sam- an við þessar nýlegu kannanir. Og við íslendingar höfum gjarnan haft Norðurlöndin til viðmiðunar í þessum efnum sem öðrum. Að auki var einnig athug- að hvaða gagnasöfn íslensku þátttakendurnir notuðu eða hefðu notað og hvaða tímarit þeir lásu mest. Fjórir bókasafnsfræðingar á söfnum á sviði náttúru- fræða sáu um framkvæmd könnunarinnar en undir- rituð vann hana. Könnunin var gerð á eftirtöldum stofnunum í lok september og byrjun október árið 2000: Veðurstofu íslands (VÍ), Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (LBH), Landmælingum íslands (LMÍ) og Náttúrufræði- stofnun íslands (NÍ). Var könnuninni dreift í pappírs- formi meðal starfsmanna viðkomandi stofnana en fólk gat einnig fyllt hana út á netinu ef það kaus heldur. 1. tafla. Þátttakendur í könnun um aðgengi að rafrænu efni. Sto/nun Fjöldi Fjöldi svara - í prósentum VÍ 58 30 51% LBH 11 11 100% LMÍ 24 11 46% NÍ 34 16 47% Alls 127 68 54% Aldur þátttakenda Fagsvið Fjöldi 18-25 ára 2 3% Náttúmfræði 60 26-35 ára 18 26% Tækni 11* 36-45 ára 24 35% Hagfræði 1 46-55 ára 15 22% 56 ára og eldri 9 13% ' Fjórir töldu sig vinna bæði á sviði tækni og náttúrufræða. Eins og fram kemur í 1. töflu fengu 127 manns könnunina en 68 svöruðu, eða 54%. Léleg skil skýrast líklega að nokkru af því að margir sem fengu könn- unina í hendur unnu ekki við rannsóknir í bókstaf- legri merkingu þess orðs. Sumir voru í þjónustustörf- um og aðrir unnu aðallega við gagnavinnslu. Gera má ráð fyrir að þetta fólk þurfi lítið á vísindaritum að halda við vinnu sína. Á LBH voru þátttakendur valdir markvisst og skilaði það sér í 100% þátttöku. Þeir 68 aðilar sem svöruðu könnuninni skil- greindu sig flestir sem sérfræðinga, eða 62 alls. Aðrir voru nemendur (3), rannsóknarmenn (2) eða annað (2). Langflestir kváðust vinna á sviði nátttúrufræða, en 11 manns skilgreindu sig á tæknisviði. Flestir voru á aldrinum 36-45 ára, eða rúmlega þriðjungur þátt- takenda. Eins og fyrr sagði skiptist könnunin í þrjá megin- þætti. í fyrsta lagi var spurt um hvaða tímarit fólk vildi helst lesa og var beðið um að þeim væri raðað í for- gangsröð. Gert var ráð fyrir að fólk nefndi fimm tímarit eða fleiri. í öðru lagi var spurt um hvaða erlend út- dráttarrit/gagnasöfn viðkomandi hefði notað og var fólk einnig beðið um að raða þeim eftir mikilvægi. Jafn- framt átti það að merkja við á hvaða formi það hefði notað þau (net, diskur, prentað). í þriðja hluta könnun- arinnar var spurt að því hvers konar efni fólki fýndist mikilvægast að hafa aðgang að á Interneti. Niðurstöður úr fyrsta hluta könnunarinnar voru mjög stofnanabundnar og fyrst og fremst gagnlegar bókasafnsfræðingum viðkomandi stofnana til þess að þeir gætu áttað sig á því hvort verið væri að kaupa þau tímarit sem fólk vildi hafa aðgengileg. Hér á eftir er lauslega minnst á gagnasöfnin en mest fjallað um þriðja hluta könnunarinnar þar sem spurt var um hvaða efni fólk vildi hafa aðgang að á Interneti. Þátt- takendur gátu valið átta liði og voru beðnir að núm- era þá eftir mikilvægi. Þessi liður könnunarinnar, sem sniðinn var að miklu leyti eftir finnsku könnununum tveimur, leit svona út: 3. Aðgengi að rafrœnu efni 3.1. Hvers konar efni finnst þér mikilvægast að hafa NETaðgang að? Númeraðu eftirfarandi og settu 1 við það sem þér finnst mikilvægast. a) Alfræðirit b) Erlend fagtímarit c) Erlend útdráttarrit d) Erlend tilvitnanarit__(Science Citation Index) e) Fræðilegar útgáfur frá innlendum stofnunum f) Innlend gagnasöfn _______ (T.d. lög, reglug., tölulegar uppl., Gagnasafn Morgunbl.) g) Innlent eldra efni ___ (T.d. dagblöð, tímarit, kort) h) Orðabækur i) Annað (hvað?)________________ BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 35

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.