Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 7

Gátt - 2004, Blaðsíða 7
7 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S gæðavottað nám á sem flestum stöðum á landinu. Loks hefur mikið starf verið unnið í því skyni að undirbúa sam- ræmda vottun á raunfærni. Stofnun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er þannig ætlað að ná fram samræmingu og öflugri gæðastjórnun og að opna nýja möguleika fyrir íslenskt launafólk, því sjálfu, atvinnulífinu og þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Ánægjulegt er að sjá að nú þegar hafa stórir áfangar náðst á þessari metnaðarfullu vegferð. Gústaf Adolf Skúlason, formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Í þessu fyrsta ársriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er ástæða til að fara nokkrum orðum um tilurð félagsins og starfsemina eins og hún hefur verið að þróast á þessum tæplega tveimur fyrstu starfsárum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var stofnuð í árslok 2002 af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Þetta var gert í kjölfar samninga á almennum markaði þar sem ríkisstjórn Íslands samþykkti yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu. Eftir að þjónustusamningur var undirritaður við menntamálaráðuneytið í apríl 2003 hófst undirbúningur að starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Formleg opnun fór þó ekki fram fyrr en 21. nóvember 2003 en þá höfðu starfsmenn verið ráðnir, húsnæði og vinnuaðstöðu komið í viðunandi horf og vinna var hafin við nokkur verkefni. Núna ári síðar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Línur í starfseminni eru að skýrast. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir helstu áherslum og verkefnum í starfi Fræðslumiðstöðvarinnar. Upplýsingum er þannig hagað að áhersluatriði úr samningi við menntamálaráðuneytið eru feitletruð en síðan er lýsing á áherslum og helstu verkefnum í framkvæmd Fræðslumiðstöðvarinnar. Þessi upptalning er ekki tæmandi en gefur lesendum vonandi mynd af starfseminni. Samstarfsvettvangur FA er samstarfsvettvangur ASÍ og SA um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði sem mun eiga samstarf við menntamálaráðu- neytið og ýmsar fræðslustofnanir. FA er einnig ætlað að þjóna sameigin- legum fræðslustofnunum sem starfa á vegum aðildarsamtaka ASÍ og SA. (Úr þjónustusamningi) Til að byggja upp samstarfsvettvang og þjóna sameiginlegum fræðslu- stofnunum á vegum aðildarsamtaka ASÍ og SA hefur FA: - boðið upp á starfsaðstöðu í húsakynnum sínum. Í hús- næðinu á Grensásvegi 16a eru nú ásamt Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins, Mímir-símenntun ehf., Mennt, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla og Lands- Mennt, starfsmenntun Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Sköpuð hefur verið aðstaða fyrir fjarfundarbúnað og unnið er að tengingu við FS-netið sem framhaldsskólar og símenntunar miðstöðvar nota. Einnig hefur verið sköpuð aðstaða fyrir starfsmenn símenntunarmiðstöðva innan KVASIS, þegar þeir eiga leið í höfuðborgina. U M T I L U R Ð O G S T A R F S E M I F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð V A R A T V I N N U L Í F S I N S Ingibjörg E. Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.