Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 54

Gátt - 2004, Blaðsíða 54
54 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Ég var mjög kraftmikill krakki. Ofvirkur er það kallað. Það lýsti sér þannig að ég átti erfitt með að sitja kyrr og ein- beita mér. Sérstaklega fannst mér erfitt að læra stærð- fræði, dönsku, landafræði, eðlisfræði, málfræði og allt sem krafðist þess að ég sæti kyrr á sama stað í meira en tvær mínútur í einu. Ég átti einnig mjög erfitt með sam- skipti. En á móti var ég ákaflega góður í mörgu öðru. Ég var mjög fróðleiksfús. Ég las allt sem fyrir augu mín kom. Ef ég fékk áhuga á einhverju þá vissi ég fljótlega allt um það. Út af ofvirkninni þurfti ég að fara í alls konar próf og viðtöl við lækna. Þar kom fram að ég var vel greindur. Þannig að ekki er ég heimskur. Ég var bara einhvern veg- inn öðruvísi en gengur og gerist. Ég virtist eiga auðvelt með að læra allt annað en það sem ég átti að læra í skólanum. Ég gat tjáð mig vel með því að tala en ég gat ekki skrifað. Ég hugsaði mikið en átti erfitt með að tjá það sem ég var að hugsa. Gott dæmi um þetta er að ég bjó lengi í Svíþjóð og vann vinnu sem fólst í því að ég þurfti að tala mikið. Ég starfaði sem áfengis- og fíkniefnaráð- gjafi. Allt samstarf fór fram á sænsku. Ég tala mjög góða sænsku. Þegar ég kom heim frá Svíþjóð fór ég í stöðupróf í sænsku í MH til að fá kunnáttu mína metna. Ég náði engri einingu í því stöðuprófi því að aðeins var prófað í málfræði og stafsetningu. Enn og aftur fannst mér ég niðurlægður. Tungumál er miklu meira en málfræði og stafsetning. Það er eins og að meta listamann eftir því hvað hann er góður í tækniteikningu og litgreiningu. Ég vil nota þetta tækifæri og lýsa frati á þau stöðupróf Mennta- skólans í Hamrahlíð sem ég kynntist. Þau eru að mínum dómi einfaldlega þröngsýn og léleg og standa ekki undir nafni því að þau meta ekki raunverulega stöðu. K R A F T M I K I L L K R A K K I samkeppni á þeim markaði. Þrátt fyrir að bankinn sé þarna að styrkja almenna menntun, sem nýtist víða á vinnumarkaði, hefur það ekki orðið til þess að þessir sömu starfsmenn hafi farið frá fyrirtækinu. Mjög mikla starfsánægju, sem mælist í vinnustaðargreiningu bankans, teljum við að megi rekja að einhverju marki til ýmissa sjálfsstyrkingarnámskeiða og annarrar fræðslu þótt að sjálfsögðu spili margir aðrir þættir þar inn í. Við vorum svo lánsöm í Landsbankanum að Samband íslenskra bankamanna leitaði til okkar nýverið með það í huga að fá okkur til samstarfs vegna umsóknar í Leonardo-menntaáætlun Evrópusambandsins um raun- færnimat. Ef fjármögnun fæst í verkefnið verður það samstarfsverkefni margra aðila, m.a. Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra bankamanna, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka, starfs- greinaráðs fjármála- og verslunargreina og fleiri aðila. Í stuttu máli gengur raunfærnimat út á að finna út viður- kennda mælistiku sem hægt er að leggja á námskeið og starfsreynslu þeirra sem fara í gegnum slíkt mat. Með því næst t.d. að meta öll námskeið til viðurkenndra eininga sem gagnast við mat á námseiningum á framhaldsskóla- stigi. Við í Landsbankanum hlökkum til þess að takast á við þetta verkefni og höfum miklar væntingar til þess fyrir hönd okkar starfsfólks. Að lokum: „Að læra er eins og að róa á móti straumi. Um leið og þú hættir rekur þig til baka“. Tækifærin eru fyrir hendi og nú er bara að skrá sig á næsta námskeið. Pétur Ó. Einarsson, fræðslustjóri hjá Landsbanka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.