Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 57

Gátt - 2004, Blaðsíða 57
57 Dæmi 2. - Námið verður að vera skemmtilegt! Í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa fræðsluþarfir starf- andi fólks í verslunum verið greindar vegna verslunar- fagnáms sem var í undirbúningi. Meðal annars var rætt við starfsmenn í verslunum um námsþarfir þeirra og væntingar til námsins. Ýmislegt bar á góma á klukku- stundarlöngum fundi í einni versluninni. Í lokin voru starfs- menn spurðir hvernig þeim litist á væntanlegt námstilboð og hvort þeir gætu hugsað sér að sækja um slíkt nám. Einn úr hópnum hugsaði sig um og sagði: „Já, en námið verður að vera skemmtilegt - ekki bara að lesa einhverjar bækur og hlusta á einhverja kennara.“ Þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi skemmtilegt nám var svarið: „Nám sem ég finn að nýtist mér beint í starfinu eða einka- lífinu og þar sem ég fæ að vinna alls konar verkefni sem tengjast vinnunni og ég get ráðið einhverju um.“ Hvað segja dæmin okkur um ful lorðinsfræðslu? Þessi tvö dæmi eru ólík og aðstæður nemendanna einnig. Munurinn á þeim er sá að í fyrra tilvikinu er um að ræða háskólamenntaðan mann í rannsóknartengdu framhalds- námi sem breytti hugmyndum sínum um kennslu vegna þess sem hann upplifði sem nemandi. Sú reynsla hans hefur trúlega átt þátt í að hann fann sjálfur sín markmið og náði þeim árangri sem ferill hans er vitni um. Í seinna dæminu er einstaklingur í starfi sem veltir fyrir sér hugsanlegu starfsnámi á framhaldsskólastigi. Hann talar af reynslu og veit að ef námið er ekki í takt við þarfir hans þá dugar það skammt. Þó dæmin séu ólík koma fram svipuð viðhorf, starfsmaðurinn í seinna dæminu kemst að sömu niðurstöðu um kennsluaðferðir og háskólakennar- inn gerði í dæminu á undan; sem sé að fá að ráða ein- hverju um framvinduna og vera virkur í náminu. Einnig kemur fram í báðum þessum dæmum mikilvægi þess að lögð sé áhersla á nemandann sem geranda í eigin námi þar sem kennarinn hefur það hlutverk að leiðbeina og aðstoða fremur en að stjórna og ákveða. Má segja að það sé kjarninn í hugmyndum um muninn á full- orðinsfræðslu og barna- og unglingafræðslu. Ýmsir hafa þó dregið í efa að algjör stýring fullorðinna nemenda á námi sínu, eins og lýst er í fyrra dæminu, gæti gengið upp nema hjá þeim um sem hafa mikla þjálfun í að læra og gott sjálfstraust. Á sama hátt má láta sér detta í hug, ef við túlkum seinna dæmið á ýktan hátt, að starfsnám sem sé bókarlaust og án fyrirmæla frá kennara gæti orðið nokkuð einhliða og fábreytt nema hjá þeim um sem eru mjög sjálfstæðir og hugmyndaríkir. Í báðum þessum dæmum má einnig finna samsvörun við þrjár meginkröfur sem ar og fyrirtæki gera jafnan til starfsfræðslu. Fræðslan þarf að vera árangursmiðuð, það er að stefna að sértækum markmiðum sem miðuð eru við þarfir fyrirtækja og þátttakenda; hún þarf að vera árangursrík, það er að markmið þurfa að nást án þess að eyða tíma og orku til ónýtis og hún þarf að vera ánægju- leg sem birtist í því að hún nær vel til þátttakenda og nýtir reynslu þeirra og hæfileika. “Fullorðnum finnst líka leikur að læra!” F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.