Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 61

Gátt - 2004, Blaðsíða 61
61 Verksmiðjur þutu upp og mennta þurfti alþýðuna til að gegna nýjum störfum. Skólinn var skipulagður með verk- smiðju að fyrirmynd, börnin voru hráefnið á færibandinu og markmiðið að afgreiða eins marga nemendur og unnt var á sem skemmstum tíma og með eins litlum tilkostnaði og hægt var. Nemendum var hópað saman eftir aldri í kennslustofur þar sem allir áttu að læra það sama á sama tíma. Lestur, skrift og reikningur voru grunnfögin, síðan bættust fleiri námsgreinar við. Árangurinn var metinn eftir útkomu á skriflegum prófum sem allir tóku á sama tíma. Hvaða hæfileika var verið að leggja rækt við? Fyrst og fremst lestur og getu til að læra á bókina. Sannarlega mikilvægan hæfileika en þessi áhersla leiddi fljótt til þess að nemendur voru flokkaðir í gæðaflokka eftir getu þeirra til að ná tökum á bóklegu námi. Fyrir rétt hundrað árum var búið til sérstakt próf til að mæla þessa getu og var það gert að beiðni franskra menntamálayfirvalda. Tilgangurinn var að greina sem fyrst þá nemendur sem þurftu á sérstakri aðstoð að halda til að ná settum náms- markmiðum. Þetta var fyrsta greindarprófið og frá þeim tíma hafa hæfileikar barna verið metnir eftir getu til bóknáms. Greindarprófin urðu fleiri en beindust öll að sama marki. Sterk tengsl eru á milli greindarvísitölu og námsárangurs enda verið að mæla sömu eiginleika. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að lítil tengsl eru á milli greindarvísitölu og velgengi í lífi og starfi (Goleman, 1995: 34-41). Hugtakið greind hefur löngum verið umdeilt og margar skilgreiningar settar fram. Margir hafa dregið í efa að hægt væri að mæla hæfileika mannsins á skriflegu prófi. Hvernig á að mæla þá a sem eru skapandi, sem allt leikur í höndunum á, sem leysa vandamál á raunhæfan hátt? Það er gömul hefð fyrir því að hafa orðið greind alltaf í eintölu þótt enginn viti fyrir víst hvers vegna það er. Hæfileikar mannsins eru þó marghátta og þeir hafa nýst við að þróa tækni og þekkingu áfram þannig að við búum nú í tækni- og upplýsingasamfélagi sem gerir aðrar kröfur en iðnaðarsamfélagið gerði. Skólakerfið hefur samt lítið sem ekkert breyst. Börnum er enn hópað saman eftir aldri í kennslustofur þar sem þau eiga að sitja á stólum meirihluta dagsins og hafa hljóð. Innra starf margra skóla hefur þó breyst til hins betra – þótt kerfið sjálft hafi staðið í stað. Tveir ágætir fræðimenn, Ted McCain og Ian Jukes, líkja því við gamla lest þar sem hver vagn táknar ákveðna námsgrein. Sífellt er nýjum vögnum bætt við og nú er kominn einn fyrir upplýsingatækni. Hann rúll- ar áfram eins og hinir en hefur lítil áhrif á innihald hinna vagnanna. Þeir félagar benda á að á sama tíma sé uppbyggingu annarra stofnanna og fyrirtækja gjörbreytt og vinnubrögðum einnig. Þeir bera saman nútímaskrif- stofu og skólastofu og taka dæmi um fólk sem hætti skrif- stofuvinnu fyrir fimmtán árum og kemur svo aftur á fyrri vinnustað sinn sem hefur gjörbreyst. Sama fólk heim- sækir gamla skólann sinn og við því blasir gamalkunnugt umhverfi (Ted McCain og Ian Jukes. 2001). Á síðustu áratugum hefur rannsóknum á starfsemi mannsheilans fleygt fram og í kjölfarið hafa komið fram nýjar kenningar um mannlega hæfileika. Ein af þeim kenningum, sem vakið hefur mikla athygli, er kenning Howards Gardner um að greind væri ekki einn þáttur í hugarstarfi heldur margir. Gardner var ekki sá fyrsti né eini til að setja fram hugmyndir um að greind væri fjöl- breytt. En hann var fyrstur til að rjúfa hina gömlu málhefð og setja orðið greind í fleirtölu. Gardner er þroskasál- fræðingur og taugasálfræðingur að mennt. Rannsóknir hans hafa einkum verið á tveimur sviðum, annars vegar á þroska barna, einkum í tengslum við listir, og hins vegar á heilasködduðu fólki. Árið 1979 hóf hann rannsókn á möguleikum mannsins, hvers er maðurinn megnugur? Hann leitaði víða fanga utan sálfræðinnar, s.s. í þróunar- sögu mannsins, mannfræði, heimspeki, bókmenntum, sögu, listgreinum og heilarannsóknum. Niðurstöður rannsóknar sinna birti hann í bókinni Frames of Mind eða Erla Kristjánsdóttur F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.