Gátt - 2004, Blaðsíða 37
37
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
ingar færnimöppum sínum í maí og júní 2004. Fram að
þessu hafa 220 manns lokið við færnimöppur sínar með
stuðningi Raunfærnimiðstöðvarinnar.
Mat á námskeiðum í
framhaldsskólanum
Matið er unnið af skipuleggjendum náms sem eru ráðnir
af Raunfærnimiðstöðinni. Eitt mikilvægasta skref mats-
ferlisins er að setja upp skilyrði fyrir alhliða mati á færni
einstaklingsins. Aðferð okkar byggist á þeirri þekkingarsýn
að nám sé sífellt ferli, tengt kringumstæðum og umhverfi
fólks. Þetta hefur í för með sér að það nám, sem fer fram
utan hins formlega menntakerfis, er tekið gilt. Samkvæmt
því á matið að fara fram undir eins líkum kringumstæðum
og námið, þ.e.a.s. fyrst og fremst á vinnustöðunum. Á
vinnustöðunum eru meðdómarar, sérstaklega valdir úr
hópi starfsfólks viðkomandi vinnustaðar, sem hafa fengið
tveggja daga þjálfun fyrir þetta verkefni. Mat á
fræðilegum hluta þess sem meta á fer fram hjá þeim sem
bjóða upp á menntun á viðkomandi sviði.
Oftast er ekki þörf á frekari menntun. Komi það í ljós er
mikilvægt að sú menntun sé virkilega aðlöguð þörfum
einstaklingsins og taki aðeins til þeirra þátta sem ekki
fengust metnir. Sú aðlögun gerir miklar kröfur til þess
sem skipuleggur menntunina. Þar sem hrein fjarkennsla
hentar í flestum tilfellum ekki markhópnum verður
kennslan að fara fram með fjölbreyttu úrvali hefðbundinna
kennslustunda, einstaklingsleiðsögn, stýrðri hópvinnu,
sjálfstæðri vinnu, námsheimsóknum o.s.frv.
Mat á vinnustöðum miðað við
starfs lýs ingar
Eins og áður hefur verið bent á höfum við komist að því
að nauðsynlegt er að þróa núverandi aðferðir og bæta
við fleiri matsskilyrðum sem hæfa betur breiðari
markhópi. Þetta er sérstaklega áberandi við mat á
nýaðfluttum innflytjendum, þar kemur í ljós að þeir hafa
starfsreynslu sem ekki er hægt að bera saman við neina
starfsmenntun í framhaldsskólanum. Meira að segja
skráninguna þarf að bæta með fleiri tegundum af
staðfestingum á raunfærni eða vottorðum.
Í Málmey er þess vegna hafin þróunarvinna á aðferðum
sem eiga rætur í atvinnulífinu og í störfum sem unnin eru á
mismunandi vinnustöðum. Matið er gert út frá sérstökum
vinnustaðagreiningum sem hafa verið framkvæmdar á
vinnustöðunum.
Til þess að hægt sé að framkvæma slíkt mat eftir aðferð-
um, sem uppfylla allar gæðakröfur, er nauðsynlegt að fá
fulltrúa atvinnuveganna bæði á sveitar- og landstjórnar-
stigi til þess að skilgreina skilyrði samkvæmt kröfum
greinanna og til þess að móta vottorð sem verða
viðurkennd víða, ekki aðeins stað- og svæðisbundið.
Með styrk frá ESF-ráðinu til þessa verkefnis mun vinnan
beinast að því að uppfylla gæðakröfurnar. Semja verður
verkferla til þess að einnig verði hægt að nota þetta mat
til grundvallar á mati á námskeiðum og skírteinum
framhaldsskólans.
Færnimappan
Kortlagning á þekkingu og færni einstaklinga er gerð
aftur og aftur og við mismunandi aðstæður, á Vinnu-
miðluninni, Upplýsinga-/ráðgjafamiðstöðinni, í fullorðins-
fræðslunni og við kynningarstarf fyrir nýaðflutta nýbúa
o.s.frv. Þar sem slík kortlagning er oft fremur umfangs-
mikil gæti í þessu samhengi verið mikilvægt að gera
nákvæmari lýsingu á þekkingu og færni í færnimöppu. Sú
lýsing verður að vera svo nákvæm að hún gefi greinilega
mynd af þekkingu og færni einstaklingsins með það að
markmiði að geta byggt viðeigandi áætlanir á og komast
hjá því að einstaklingurinn þurfi að endurtaka sögu sína
við margar mismunandi aðstæður. Eftir þörfum ætti
fagmaður að geta staðfest starfsfærni með t.d. viðtölum
sem fylgt væri eftir með verklegum þáttum og gefið út
vottorð. Færnimappa, sem gerð er á þennan hátt, myndar