Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 17

Gátt - 2004, Blaðsíða 17
Í öðru lagi eru það rök sem benda á mikilvægi þess að efla grunnmenntun þeirra sem minnsta menntun hafa svo þeir séu líklegri til að vera virkir í atvinnulífinu en jafn- framt til þess að draga úr stéttaskiptingu sem má rekja til mjög mismikillar menntunar. Þetta mætti kalla jafnræðisrökin13. Í þriðja lagi eru það rök sem byggjast á mikilvægi þess að tryggja almennan tæknilegan grunn samfélagsþegnanna sem er mikilvægur til þess að trygg- ja hreyfanleika vinnuaflsins. Köllum þetta almennu tæknirökin en þau eru sennilega léttvægust þeirra raka sem hér hafa verið nefnd. Spurningin er þessi: Séu þessi rök viðurkennd sem mikilvæg rök fyrir endurmenntun, hver á þá að axla ábyrgðina? Er það samfélagið, einstakl- ingurinn eða atvinnulífið? Það er alls ekki víst að öll rökin kalli á sama svarið. Það virðast þó ekki sterk rök fyrir því að atvinnulífinu beri að axla alla þessa ábyrgð og það er ekki ljóst að einstaklingarnir hafi alltaf burði til þess; raunar er margt sem bendir til þess að samfélaginu beri að bera hana að mestu á svipuðum forsendum og það axlar ábyrgð á grunnmenntun að loknu skyldunámi. Staða endurmenntunar Samanburður við önnur lönd er áhugaverð leið til þess að leggja mat á stöðu endurmenntunar þótt hann segi auðvitað ekki alla söguna. Skoðum fyrst þann hóp sem ekki hefur aflað sér neinnar menntunar í framhaldsskóla. Hann skiptir miklu máli vegna þess að gert er ráð fyrir að þeim mun betri sem grunnmenntunin sé, þeim mun meiri líkur séu á því að endurmenntunin verði í lagi. Mynd 1 sýnir að staða okkar í þessu efni er ekki mjög sterk og það ætti að vera áhyggjuefni. Það er tvennt sem er athyglisvert við þessa mynd. Það mjög áberandi að Ísland hefur stærsta hópinn sem eingöngu er með grunnskólamenntun þeirra landa sem þarna eru sýnd. Að vísu eru Ítalía, Portúgal og Spánn lakar stödd en Ísland en þau eru ekki sýnd á myndinni. Norðurlöndin eru sýnd með opnum hringjum og staða þeirra er samkvæmt þessum mælikvarða talsvert betri en okkar. Nú ber að taka svona tölur frekar sem almenna vís- bendingu en það er ljóst að staða Íslands er talsvert önnur en fjölmargra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Það er ekki síður umhugsunarefni að staðan er ekki að breytast mikið hjá okkur. Í löndunum sem koma næst okkur, Írlandi og Frakklandi, eru hlutföllin að breyt- ast nokkuð ákveðið og sama á við um Finnland. Mynd 1. OECD Education at a Glance 2004 Tafla A3.4b. En þrátt fyrir þessa slöku stöðu okkar hvað varðar hina formlegu menntun er ekki að sjá að endurmenntun- arstaða okkar sé í raun veik. Þetta skiptir auðvitað máli því að eitt aðaláhyggjuefnið í umræðu um brottfall eða lágt hlutfall sem hefur lokið framhaldsskóla er að lítil grunnmenntun komi niður á endurmenntun. Mynd 2 sýnir þátttöku í endurmenntun (hér er skólastarf talið með) í fjölmörgum löndum, þar á meðal alls staðar á Norðurlön- dunum. Samkvæmt þessari mynd þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að við séum eitthvað sérstaklega aftarlega á merinni hvað endurmenntun varðar. Við erum í fremsta flokki ásamt öðrum norrænum löndum í þessu efni, meðal annars stöndum við Norðmönnum á sporði þótt þeir standi mun betur en við í grunnmenntuninni (standa allra þjóða best) samkvæmt Mynd 1. En ef aðeins væri horft til starfsmenntunar utan skóla þá standa Norðmenn aðeins betur en við. 17 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 13 Margir hafa trúað því að Norðurlöndin stæðu tiltölulega vel í jafnræðismálum en það er matsatriði og ef til vill umdeilanlegt, sjá Jón Torfi Jónasson og Albert Tuijnman (2001a).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.