Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 6

Gátt - 2004, Blaðsíða 6
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 6 Sá hópur fólks, sem ekki hefur lokið menntun umfram grunnmenntun, er mjög stór á íslenskum vinnumarkaði eða hátt í 40%. Ljóst er að þetta fólk stendur höllum fæti að því er lýtur að möguleikum til þróunar og sveigjan- leika til jafns við framvindu atvinnulífs og nýsköpunar. Um leið liggur fyrir að takmörkuð grunnmenntun og starfs- menntun stendur samkeppnishæfni og nýsköpun fyrir þrifum. Undanfarin ár hafa Íslendingar upplifað hagvöxt án þess að störfum hafi fjölgað að sama skapi og virðist sem framleiðni hafi aukist til mikilla muna á skömmum tíma samhliða sívaxandi alþjóðlegri samkeppni. Mikilvægi menntunar mun án vafa áfram fara vaxandi á tímum aukinnar samkeppni og framleiðnikröfu. Frá árinu 2000 hafa stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins starfrækt sérstaka fræðslusjóði á almennum vinnumark- aði, einkum til að sinna starfsfræðsluþörfum ófaglærðs starfsfólks. Er það samdóma álit samningsaðila og annarra sem til þekkja að mjög vel hafi til tekist með starfsemi sjóðanna og að grettistaki hafi í raun verið lyft í starfsfræðslumálum ófaglærðra á síðasta samnings- tímabili. Launafólki hafa opnast ný tækifæri til að auka færni sína og hreyfanleika á vinnumarkaði í opnari heimi aukinnar framleiðni og samkeppni. Aukin hæfni íslensks mannauðs er auðvitað sameiginlegt hagsmunamál ein- staklinganna sjálfra og atvinnulífsins og þjóðfélagsins í heild. Vilji aðila vinnumarkaðarins hefur staðið til að stíga frekari skref í þessum efnum og reyna að brúa bilið milli formlega skólakerfisins og þess óformlega - með því að bjóða upp á námsleiðir sem hlotið hafa ákveðna gæðavottun og fást metnar til eininga innan hins formlega skólakerfis. - með því að stuðla að því að hægt sé að sækja slíkt nám á sem flestum stöðum á landinu. - með því að gera fólki kleift að fá samræmt mat á sínu fyrra námi og starfsreynslu, fá vottun á sinni raunfærni. Segja má að áherslan á annað tækifæri til náms sé í raun nútímahugsun í fræðslumálum. Hún snýst um að menntun verði ekki einungis fengin með því að sitja á skólabekk í hefðbundnu skólaumhverfi heldur samanstandi hún jafn- framt af þeirri reynslu og þekkingu sem einstaklingurinn hefur aflað sér, ekki síst úr atvinnulífinu. Hún snýst hins vegar jafnframt um að fólk með ýmiss konar reynslu og þekkingu geti byggt brýr yfir í hið formlega skólakerfi og fengið raunfærni sína metna til eininga, einkum á fram- haldsskólastigi. Það var ekki síst í þessu skyni sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands stofnuðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í desember 2002 en hún tók síðan formlega til starfa í nóvember 2003. Fræðslumiðstöðin hefur verið skilgreind sem samstarfsvettvangur ASÍ og SA um full- orðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar sameiginlegar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtaka ASÍ og SA. Í þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið er samkomulag um að FA sinni fyrst og fremst þeim hópi fólks sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, innflytjendum og öðru fólki í sambæri- legri stöðu. Helstu verkefnin eru nefnd hér að framan en auk þeirra er Fræðslumiðstöðinni meðal annars ætlað að skilgreina menntunarþarfir fyrirtækja, starfsstétta og ein- staklinga og að byggja upp þekkingu á fullorðinsfræðslu. Þótt verkefnin séu metnaðarfull og einungis tæpt ár sé liðið frá því að Fræðslumiðstöðin tók til starfa er mjög ánægjulegt að þegar skuli hafa náðst stórir áfangar í starfinu. Auk þess að hafa meðal annars starfað að fjölda þarfagreininga og mótun námsbrauta hefur Fræðslu- miðstöðin nú þegar gert tillögu um mat á fimm námsleiðum fyrir ófaglærða sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til eininga á framhaldsskólastigi. Unnið er að mati á fleiri námsleiðum, í sumum tilfellum samhliða þróun þeirra. Þá er gerð rammasamnings Fræðslumiðstöðvarinnar við símenntunarmiðstöðvarnar um allt land jafnframt á lokastigi þegar þetta er ritað, honum er ætlað að stuðla að því að hægt verði að stunda Á V A R P F O R M A N N S Gústaf Adolf Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.