Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 4

Gátt - 2004, Blaðsíða 4
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 4 Ágæti lesandi. Þú hefur nú í höndunum fyrsta tölublað af Gátt, ársriti um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun sem gefið er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Hlutverk Fræðslumið- stöðvarinnar er að vera samstarfsvettvangur stofnaðil- anna, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun á fjölþættu sviði, m.a. að skapa vettvang fyrir umræðu um verkefni og viðhorf líðandi stundar. Markmið ársritsins er að efla umræðu um fullorðins- fræðslu og starfsmenntun á Íslandi. Enn fremur safna saman og miðla reynslu og kynna það sem efst er á baugi í kennslufræðum, kenningum, námsleiðum, nýjum bókum, gögnum, tækjum og vefsíðum. Í þessu fyrsta tölublaði er kynning á Fræðslumiðstöðinni en rauði þráðurinn í umfjölluninni er kynning á hugmynd- um um raunfærnimat, verkefni sem við teljum að verði umfangsmikið í starfsemi FA á næstunni. Með því opnast möguleiki fyrir þann stóra hluta vinnandi fólks, sem býr yfir starfsreynslu, félagslegri færni og þekkingu en ekki formlegri menntun, til þess að fá raunfærni sína metna og skjalfesta. Með því að hlú þannig að einstaklingum fá þeir tækifæri til þess að takast á við ný verkefni í vinnu og námi. Atvinnulífið hagnast og verður hæfara í samkeppn- inni. Samfélagið nýtur góðs af hvoru tveggja, hagsæld eykst og ánægja allra. Um nokkurt skeið hefur vantað íslenskt rit af þessu tagi, rit með fjölþættri nálgun um fræðslumál fullorðinna sem ætlað er að ná til víðs hóps í samfélaginu, bæði þeirra sem sinna fræðslumálum og hinna sem eru þátttakendur og hafa áhuga á að kynna sér það sem er í deiglunni hverju sinni. Í þessu tölublaði ritsins er alhliða umfjöllun um fullorðinsfræðslu á Íslandi í dag með fræðilegum greinum, skilgreiningum, reynslusögum og lýsingum á ýmsum möguleikum sem standa þeim sem óska eftir fræðslu til boða. Nálgun viðfangsefna er út frá sjónarhóli þeirra sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á að þjóna, það er einstaklinganna, atvinnulífsins og samfélagsins. Við stefnum að því að Gátt verði kærkomin lesning öllum þeim sem að fullorðinsfræðslu koma og hvetjum lesendur til að hafa samband, koma með ábendingar og hugmyndir og taka þátt í því með okkur að efla fullorðinsfræðslu og starfsmenntun í atvinnulífinu. Það er von okkar að þetta fyrsta tölublað veki jákvæðar væntingar um framhaldið og örvi umræður um kennslu- fræði og símenntun í samfélaginu. Ritstjórn R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Ritstjórn Gáttar: Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.