Gátt - 2004, Blaðsíða 21
21
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Hugtök á íslensku,
ensku og norsku
Símenntun
e: Lifelong learning
n: Livslang læring
Endurmenntun
e: Further training
eða
Retraining
n: Videreutdanning
eða
Omskolering
Starfsmenntun
e: Vocational education
and training - VET
n: Yrkesutdanning og
trening
Formlegt nám
e: Formal learning
n: Formell læring
Dæmi um skilgreiningar sem
fram komu á umræðuvefnum
- Gott hugtak fyrir Lifelong learning og lifewide
learning. Sú menntun sem við þurfum stöðugt að
verða okkur úti um til að lifa af í breytilegu
þjóðfélagi nútímans. Símenntun er hugtakið sem
gerir orðið fullnuma marklaust. Frá sjónarhorni
einstaklingsins getum við svo talað um sínám og
fjölnám ef það er á mörgum sviðum!
- Á hugtakið endurmenntun fyrst og fremst við nám
skipulagt af öðrum til þess að auka við þekkingu
fólks sem hefur þegar ákveðna menntun og ætlar
að bæta við sig á sama sviði?
- Endurmenntun finnst mér vera þrengra hugtak en
símenntun. E. felst í því að uppfæra þekkingu sína
á ákveðnu sviði þegar þörf er á vegna breytinga
eða þróunar. Getur einnig tengst hugtakinu að
„aflæra“, þ.e. þegar gömul þekking er farin að
koma í veg fyrir þróun þá þarf að aflæra og
endurmennta sig.
- Hugtakið er notað hjá menntamálaráðuneytinu
um nám sem er undirbúningur undir tiltekið starf.
En er það notað í víðari merkingu? Á það t.d. við
um námskeið sem hafa þann tilgang að auka
þekkingu og færni í starfi fólks?
- Vítt hugtak, öll menntun sem skipulögð er til
undirbúnings undir starf hvort heldur sem er til að
auka faglega færni eða almenna starfsfærni.
Starfsmenntun getur falist í einu stuttu námskeiði
og allt upp í nokkurra ára nám.
- Hagnýt frekar en fræðileg. Læra hvernig frekar
en af hverju eða hvað.
- Samkvæmt skilgreiningu VOX í Noregi er formleg
færni sú færni sem aflað er í formlegu skólakerfi
og viðurkennd með útskrift eða prófskírteinum frá
formlegum skólayfirvöldum.
- Skilja má skilgreiningu í orðasafni Cedefop sem
svo að skipulagt nám hjá skólum og fræðslu-
aðilum utan hins hefðbundna skólakerfis á Íslandi
sé einnig formlegt nám.
- Fram kom tillaga um að nota hugtakið formfast
nám um skólakerfisnám.
Orðasafn Cedefop
(íslensk þýðing FA)
- Allt nám sem á sér stað á lífsferli einstaklings
sem hefur það að markmiði að auka þekkingu,
færni og/eða hæfni í persónulegum, félagslegum
og/eða fagtengdum tilgangi.
Ath.: „Lifewide learning“ er ein vídd innan símenntunar.
- Further training: Stutt þjálfun, venjulega boðin
sem framhald af formlegu starfsnámi og hefur
það markmið að bæta, auka eða endurnýja
þekkingu, kunnáttu og færni og/eða starfshæfni
sem hefur áunnist í fyrra námi.
- Retraining: Þjálfun sem veitir einstaklingi aðgang
að annaðhvort starfi sem krefst annarrar
sérhæfðrar kunnáttu en hann hafði fyrir eða að
nýjum starfsvettvangi.
- Menntun og þjálfun sem hefur það markmið að
fólk öðlist starfsfærni og hæfni sem hægt er að
nota í atvinnulífinu.
- Nám sem fer fram í skipulögðu námsumhverfi
(menntunar- eða fræðslustofnun eða á vinnustað),
skipulagt í þeim skilningi að sett eru námsmark-
mið, ákveðinn námstími og námsstuðningur.
Formlegt nám er ásetningur af hálfu náms-
mannsins. Leiðir oftast til prófskírteinis eða
viðurkenningar.