Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 28

Gátt - 2004, Blaðsíða 28
28 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Um mat á raunfærni Í þessari grein verður gerð tilraun til að skilgreina hugtakið raunfærni, varpa ljósi á hvers vegna þetta hugtak er komið inn í menntaumræðuna á Íslandi, hvað löndin í kringum okkur eru að gera og hvaða hlutverki Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gegnir í þessu sambandi. Málsháttinn í fyrirsögn greinarinnar þekkja flestir. Hann felur í sér að við lærum allt lífið. Þetta eru ekki ný sannindi. Þau kunna ef til vill að fá aðra merkingu á næstu árum. Nám og menntun höfum við einkum tengt formlega skólakerfinu á undanförnum áratugum þótt áður fyrr hafi verið talað um sjálfmenntað fólk af virðingu. Með hugtakinu raunfærni og þróun þess er mögulegt að endurheimta virðingu fyrir námi fólks sem aflar sér þekkingar og færni með símenntun, starfsreynslu, sjálfs- námi eða öðrum hætti utan hins formlega skólakerfis. Norðmenn hafa á síðustu árum tekið nokkra forystu í málefnum sem varða raunfærni. VOX í Noregi heldur utan um verkefnið þar í landi. Á heimasíðu þeirra má sjá eftir- farandi skilgreiningu á raunfærni: Raunfærni er öll sú þekking og færni sem einstaklingur hefur aflað sér í formlegu námi, í launaðri eða ólaunaðri vinnu, félagsstörfum, frístundaiðkun eða á annan hátt (Vox e.d. 2004). Raunfærni einstaklings er sem sagt öll sú þekking og færni sem aflað er í formlegu skólakerfi, óformlegu námi eða á annan og formlausari hátt. Samkvæmt skil- greiningu VOX er formleg færni sú færni sem aflað er í formlegu skólakerfi og viðurkennd með útskrift eða próf- skírteinum frá formlegum skólayfirvöldum. Óformleg færni er sú færni sem aflað er í námi utan skólakerfis, til dæmis hjá símenntunarmiðstöðvum eða með nám- skeiðum á vinnustað. Þessi færni er oft staðfest með skírteini eða viðurkenningu á þátttöku í námskeiðum. Önnur formlausari færni er sú kunnátta og færni sem ein- staklingur býr yfir en hefur ekki verið skjalfest. Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Mat á raun- færni“ (Validering av realkompetanse), sem gefin var út árið 2003, kemur fram að allar norrænu þjóðirnar skilja hugtakið raunfærni sem samanlagða formlega, óformlega og formlausa færni (TemaNord, 2003). Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við alls konar aðstæður og samhengi og að allt nám sé verðmætt og mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Mat á raunfærni fjallar því mikið til um að breyta raunfærni í formlega færni, þ.e. að einstakl- ingar fái „pappír“ upp á það sem þeir í raun og veru kunna. Þannig er mögulegt að skjalfesta færni sem hefur þróast á formlausan hátt og utan skólakerfisins rétt eins og færni sem er þróuð í formlegu námi (Andersson o.fl., 2003). Á undanförnum árum hefur hugtakið fengið aukna athygli í evrópsku samhengi. Sem dæmi um þessa þróun má nefna Kaupmannahafnaryfirlýsinguna og sameiginlegar evrópskar viðmiðunarreglur um mat á óformlegu og formlausu námi. Í Kaupmannahafnaryfirlýsingunni frá því í nóvember 2002, sem undirrituð var af 31 menntamálaráðherra Evrópuríkja, fulltrúum aðila atvinnulífsins og Evrópu- ráðsins, er lögð áhersla á gefa sérstaklega gaum því námi sem fer fram utan hinna formlegu menntastofnana. Einnig er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk aðila atvinnu- lífsins í þróun, mati og viðurkenningu á starfsfærni og hæfni á öllum stigum (Menntamálaráðuneytið, 2003). Á vegum Evrópuráðsins hefur verið unnið að sameigin- legum evrópskum viðmiðunarreglum um mat á óformlegu og formlausu námi. Markmiðið er að styðja við þróunar- ferlið þannig að meira samræmi og samanburðarhæfni verði í matsaðferðum í Evrópu. Sjónum er einkum beint að eftirfarandi: Mati á námi sem á sér stað innan formlegrar menntunar, mati á námi sem á sér stað í tengslum við vinnumarkaðinn og mati á námi sem á sér stað í tengslum við ýmis sjálfsboðaliða- og félagsleg störf (European Commission, 2004). R A U N F Æ R N I M A T S V O L E N G I L Æ R I R S E M L I F I R Ingibjörg E. Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.