Gátt - 2004, Blaðsíða 88
88
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Markhópar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru
nýbúar og fólk á vinnumarkaði sem hefur litla formlega
grunnmenntun.
Til vinnuaflsins teljast íslenskir og erlendir ríkisborg-
arar á aldrinum 16-74 ára, bæði þeir sem eru í starfi og
þeir sem eru atvinnulausir. Starfandi fólk er fólk á
aldrinum 16-74 ára sem ráðið var til vinnu í eina
klukkustund eða meira í viðmiðunarviku vinnu-
markaðskönnunar Hagstofu Íslands. Tæp 40% starfandi
búa utan höfuðborgar-svæðisins. Fæstir starfandi búa á
Vestfjörðum.
Sé miðað við meðaltölur áranna 2000-2002 hafa 42%
vinnuaflsins, um 67.800 manns, grunnmenntun, starfs-
námskeið eða gagnfræðaskólanám en um 63% atvinnu-
lausra hafa þá skólagöngu að baki. Sé miðað við starf-
andi fólk hefur 41%, um 64.500 manns, grunnmenntun,
U M M A R K H Ó P A F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð V A R A T V I N -
N U L Í F S I N S
á menntun og velta upp möguleikum á einstaklings-
miðaðri fræðslu í bland við klassíska bekkjarhópa í
kennslustundum. Þá er einnig nauðsynlegt að þróa áfram
fjarnámsmöguleika, hvort heldur er með beinu sambandi
við kennara og aðra nemendur í tölvupósti eða á spjall-
torgi eða með vefbundnu námi.
Þetta einkenni íslensks vinnumarkaðar - smáfyrirtækin -
kallar einnig á náið samstarf fræðsluaðilanna og fyrir-
tækjanna sjálfra. Það er reynsla okkar hjá Eflingu að ef
mögulega eigi að ná til þeirra félagsmanna, sem starfa
hjá smærri fyrirtækjum, er nauðsynlegt að vera búinn að
kynna námið rækilega fyrir viðkomandi fyrirtæki og jafn-
vel vera búinn að bjóða þeim að koma að mótun þess frá
byrjun. Þá er einnig heppilegt að hafa kynnt fyrir milli-
stjórnendum þá fræðslu sem stefnt er að en þeir eru oft
ráðandi aðilar um það hvort einstaka almennir starfs-
menn eiga kosta á að sækja sér fræðslu eða ekki.
Annar þáttur, sem nauðsynlegt er að taka tillit til í
greiningu á félagsmönnum Eflingar vegna starfsmennt-
unar þeirra, er fjöldi félagsmanna af erlendu bergi
brotinn. Í dag eru í Eflingu um 2000 félagsmenn með
erlent ríkisfang frá 98 þjóðríkjum. Af fjölmennustu
hópunum má nefna að um 270 félagar koma frá Póllandi,
rúmlega 250 frá Filipseyjum, tæplega 200 frá Taílandi, um
150 frá fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu og litlu færri frá
Litháen. Tæplega 100 koma frá Víetnam, Danir eru um 60,
Kínverjar rúmlega 50, frá Portúgal og Bandaríkjum koma
40 félagsmenn og Rússlandi milli 35 og 40. Hér er um að
ræða u.þ.b. 12% félagsmanna Eflingar sem ekki hafa
íslensku sem fyrsta tungumál og hafa þar að auki mjög
misjafnan grunn til að byggja menntun sína hér á landi á.
Ekki þarf því aðeins að marka stefnu í íslenskukennslu
fyrir þennan hóp heldur einnig að taka tillit til mismunandi
menningar og hefða við aðlögun að íslenskum vinnu-
markaði og þróun námsframboðs fyrir þennan hóp.
Ljóst er að verkefnin við greiningu og skipulagningu á
námsframboði fyrir félagsmenn Eflingar eru næg. Þetta
mun verða sameiginlegt verkefni Eflingar og Starfsafls,
fræðslusjóðs Flóabandalagsins og atvinnurekenda á
komandi misserum. Í þeirri vinnu munum við óska eftir
samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins en á þá
samvinnu er þegar komin góð reynsla - og við hlökkum til
áframhaldandi samstarfs.
Garðar Vilhjálmsson,
sviðsstjóri fræðslumála hjá Eflingu – stéttarfélagi.