Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 62

Gátt - 2004, Blaðsíða 62
62 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Rammar hugans sem kom út 1983. Þar hélt hann því fram að maðurinn búi yfir a.m.k. sjö mismunandi greindum: málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og seinna bætti hann þeirri áttundu við, umhverfisgreind. Hann setti hæfileikum mannsins ákveðin skilyrði sem þeir þurftu að uppfylla til að kallast greind, s.s staðsetningu í heila, þróunarsögu og þroska- ferli. Gardner skilgreinir greind sem líffræðilega og sál- fræðilega getu til að ráða fram úr málum, setja fram ný úrlausnarefni og skapa afurðir sem metnar eru í samfélaginu (Gardner, 1999). Hann telur að allir búi yfir þessum greindum og að allir geti þróað þær á viðunandi getustig ef engir líffræðilegir þættir hamla því. Greindirnar vinna saman á flókinn hátt og það er hægt að vera greindur í hverri greind á mismunandi hátt, til dæmis getur ólæs ur sýnt sterka málgreind þegar hann segir sögur. Engir tveir ar hafa sama greindaprófíl, engir tveir heilar eru nákvæmlega eins á sama hátt og engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins í útliti. Það gefur því augaleið að það ber takmarkaðan árangur að kenna öllum það sama á sama tíma og á sama hátt. Gardner var þó ekki með skólakerfið sérstaklega í huga þegar hann setti kenningu sína fram. Hann var að setja fram kenn- ingu um mannshugann fyrir aðra á hans fræðasviði. Það kom honum á óvart hve kenningin féll í góðan jarðveg hjá kennurum og öðrum skólamönnum. En hvers vegna gerði hún það? Vegna þess að hún kom heim og saman við reynslu og þekkingu kennara sem hafa verið og eru enn með allt litróf mannlegra hæfileika í skólastofunni og vita að samræmd próf mæla einungis lítinn hluta þeirra. Fjölmargir skólar í Bandaríkjunum og í öðrum löndum hafa nýtt sér fjölgreindakenninguna til að koma betur til móts við nemendur sína og vekja áhuga þeirra á námi. Gardner bendir á að allar greindirnar séu manninum mikilvægar og því sé ekki rétt að meta sumar þeirra meira en aðrar. Hann hefur gagnrýnt skólakerfið harkalega fyrir að meta einungis þá hæfileika eða greindir nemenda sem hægt er að meta á skriflegum prófum, þ.e. málgreind og rök- og stærðfræðigreind. Skólakerfi sem á að „búa nemendur undir líf og starf“ þarf að veita reynslu sem tendrar og virkjar allar greindirnar en lamar þær ekki. Fjölmargir fullorðnir deila þeirri reynslu að hafa útskrifast úr skyldunámi með sterka vanmetakennd og talið sig heimska þar sem ekki tókst að vekja áhuga þeirra á námi og árangur á prófum eftir því. Reynsla þeirra af skóla felur í sér minningar af löngum setum með bækur, blöð og skriffæri fyrir framan sig. Í fæstum bókanna var að finna eitthvað sem tengdist lífi þeirra og áhuga. Tímaskortur og vinnubrögð skólans kröfðust utanbókarlærdóms og nemendum gafst lítill kostur á að brjóta viðfangsefni til mergjar eða tileinka sér þekkingu á annan hátt. Sem betur fer hefur maðurinn meðfædda hæfileika til að læra, allt frá fæðingu til æviloka. Honum er í blóð borið að leita þekkingar til að leysa mál og búa sér í haginn. Margir þeirra sem biðu skipbrot í skóla komu undir sig fótunum í atvinnulífinu og fengu tækifæri til að láta reyna á margvíslega hæfileika sína og greindir. Aðrir voru ekki eins heppnir, fengu ekki tækifæri til að uppgötva getu sína á öðrum sviðum og vanmetakenndin fylgdi þeim æ síðan. Í tækni- og upplýsingasamfélagi eru örar breytingar á starfsgreinum og vinnubrögðum. Símenntun er því orðin fastur liður í atvinnulífinu. Í fullorðinsfræðslu og starfs- mannaþróun er leitað leiða til að ná sem bestum árangri. Fólk á öllum aldri þarf að læra á tölvur og ná tökum á öðrum tækninýjungum. Þá reynir nú mun meira á sam- skiptahæfni og frumkvæði á atvinnumarkaðinum en áður. Í Bandríkjunum hafa verið gerðar tilraunir þar sem fjöl- greindakenningin var höfð að leiðarljósi (sjá t.d. www.accelerated-learning.net/multiple.htm og Viens og Kallenbach, 2004). Markmiðið er að höfða til mismunandi greinda, nýta sterkar hliðar einstaklinga í námi og styrkja þær veikari. Gardner hefur ávallt tengt greindirnar við mismunandi starfssvið samfélagsins og ólík hlutverk sem þjóðfélagsþegnar gegna. Hann tekur gjarnan dæmi af heimsþekktum einstaklingum með afburðahæfileika í mismunandi greindum. Hér fylgir stutt lýsing á fjölgreindum Gardners og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.