Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 38

Gátt - 2004, Blaðsíða 38
vel undirbúinn grundvöll að mati og gæti jafnvel verið forsenda til þess að stytta matið. Vinnan við þróun á færnimöppu í Raunfærnimiðstöðinni snertir bæði sjálft ferlið við að búa möppuna til og endan- lega útgáfu hennar sem er sú vara sem einstaklingurinn á að sýna á vinnumiðluninni, framtíðarvinnuveitanda o.s.frv. Það hefur sýnt sig að ferlið við möppugerðina er afar mikilvægt vegna þess að það gerir einstaklinginn meðvitaðan um færni sína og eykur sjálfstraust hans. Þegar um er að ræða nýaðflutta innflytjendur getur ferlið teygst yfir mestan hluta kynningardagskrárinnar. Þannig fá þeir lengri tíma til þess að vinna á virkan hátt við að gera reynslu sína og þekkingu sýnilega. Þar fyrir utan hefur komið í ljós að hægt er að nota færnimöppuna sem kennsluaðferð til þess að herða á sænskulærdómnum og gefa þátttakendum möguleika á að tjá sig á viðeigandi hátt. Starfsfærnimat Í samstarfi við fulltrúa raunfærnimiðstöðvanna í Gauta- borg og Botkyrka höfum við komist að því að það er þörf á stuttu og aðgengilegu matsferli til þess að staðfesta hvort einstaklingur hafi færni á ákveðnu starfssviði. Þetta myndi auðvelda ráðgjöfum vinnumiðlananna og náms- ráðgjöfum í fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna að gera viðeigandi ráðstafanir. Innan verkefnisins „Mat í samstarfi“ hefur einn vinnu- hópurinn lagt fram fyrirmynd að slíku starfsmati. Í vinnu- hópnum voru fagkennarar og fulltrúar fagfélaga. Lagt er til að matið fari fram í tveimur hlutum, annars vegar rann- sóknarhluta þar sem menntunar- og starfsferill þátttak- enda er skoðaður og hins vegar mati á færni með tilliti til krafna sem gerðar eru um starfið í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að slíkt starfsmat tæki 1-3 daga og væri framkvæmt af fagkennara eða fagaðilum sem fengið hafa viðurkenningu atvinnugreinarinnar. Niðurstöður starfmatsins gæti þátttakandinn notað þegar hann sækir um vinnu eða gerir áætlanir um nám eða raunfærnimat með ráðgjafa vinnumiðlunar eða full- orðinsfræðslumiðstöð. Aðgerðir vegna uppsagna – sérstakt verkefni Raunfærnimiðstöðin fékk í upphafi árs 2004 sérstakt verkefni frá Componenta Alvesta hf. sem er leiðandi í framleiðslu eininga í málmsteypu í Norður-Evrópu. Haustið 2003 var tekin ákvörðun um að flytja skyldi fram- leiðsluna til Finnlands og um það bil 120 manns fengu tilkynningu um uppsögn. Sveitarstjórnin í Kronoberg hafði mikinn áhuga á markvissum aðgerðum fyrir fólkið. Með styrk frá Vinnumálastofnun var Raunfærnimiðstöð falið að láta allt starfsfólkið gera færnimöppu undir leiðsögn Raunfærnimiðstöðvarinnar auk þess að útbúa vottorð um starfsfærni í samstarfi við fyrirtækið. Markmiðið með vottorðinu var að lýsa greinilega og af nákvæmni hvað starfmaðurinn hafði unnið við hjá Componenta og á þann hátt gefa nákvæmari lýsingu á færni starfsmannsins heldur en venjulegt vottorð frá vinnuveitanda. Reynslan Með færnimatinu hefur verið unnt að ná til markhópa sem hefðu sennilega aldrei sótt um neina menntun á vegum fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna. Með því að gefa einstaklingum möguleika á að sýna hvað í þeim býr undir hagstæðum kringumstæðum eykst sjálfstraust þeirra og þar með vilji þeirra til þess að þora að halda áfram námi. Út frá sjónarmiði símenntunar sýnir reynslan af starfsháttum matsins hve mikilvægt er að mæta ein- staklingnum á því stigi og í því samhengi sem hann er. Sérstaklega mikilvægt er að gera einstaklingum með menntun og/eða starfsreynslu frá öðrum löndum kleift að sýna fram á færni sína eins fljótt og hægt er þannig að 38 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.