Gátt - 2004, Blaðsíða 30
30
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
komnir einna lengst en fleiri þjóðir fylgja fast í kjölfarið.
Stórþingið í Noregi samþykkti að byggt yrði upp kerfi á
landsvísu til mats á raunfærni fullorðinna í atvinnulífinu
og menntakerfinu. Kerfið á að gefa fullorðnu fólki
möguleika á að fá staðfesta færni sína án þess að fara
hefðbundnu leiðina í gegnum prófafyrirkomulagið. Greint
er annars vegar á milli skjalfestingar á raunfærni fyrir
atvinnulífið þar sem markmiðið er að gera raunfærni
sýnilega innan vinnustaðar fyrir viðskiptavini og nýja
atvinnuveitendur og hins vegar skjalfestingar fyrir
menntakerfið þar sem markmiðið er að gera raunfærni
sýnilega til grundvallar inntöku og styttingar á námi. Í
ályktun Stórþingsins er því slegið föstu að skjalfestingar-
kerfi og vottun á raunfærni verði að ganga út frá því að
raunfærni sé ekki nákvæmlega eins og sú hæfni sem
komi fram í opinberum námsskrám og prófuð sé með
opinberum prófum heldur skuli hún meðhöndluð sem
hliðstæð hæfni (Sveinung, 2004). . Skráning og viðurkenning á
reynslu og námi utan skólakerfis er eitt af lykilatriðum í
færnibyltingunni (Kompetansereformen) í Noregi en með
þessu átaki eru stjórnvöld að reyna að þróa kerfi sem
gilda mun um allt land til staðfestingar og viðurkenningar
á námi utan skólakerfis (OECD, 2003). Ályktun Stórþingsins
um færnibyltinguna átti sér stað 1998. Áherslan á raun-
færni er afleiðing af að aðilar atvinnulífsins höfðu greini-
leg áhrif á þær greinargerðir og skýrslur sem lágu til
grundvallar ákvörðun Stórþingsins. Nefnd sú, sem skipu-
leggur útfærslu á færnibyltingunni, hefur sagt að mikil-
vægasta hlutverk skjalfestingarkerfis sé að auka færni
og möguleika þeirra starfsmanna sem sjaldan eða aldrei
sýna áhuga á formlegri endurmenntun (Sveinung, 2004).
Nefndin um hækkun menntastigsins (Kunskapslyfts-
kommittén) í Svíþjóð var fyrst til að kynna hugmyndina
um mat á raunfærni þar í landi árið 1996 (Andersson o.fl.,
2003)). Svíar hafa byrjað þróun á almennu kerfi til að meta
færni sem fólk hefur aflað sér utan hins hefðbundna
skólakerfis. Þetta gera þeir í samvinnu við aðila atvinnu-
lífsins. Þar hafa aðilar atvinnulífsins áhuga á hvernig
hægt sé að nýta færnina í þágu atvinnulífsins meðan
stjórnvöld hafa meiri áhuga á að auka sveigjanleika skóla-
kerfisins m.a. með því að opna kerfið fyrir fólki af erlendum
uppruna og fullorðnu fólki með mikla starfsreynslu ásamt
því að lækka kostnað. Aðilar atvinnulífsins sækjast líka
eftir jafnvægi í viðurkenningu á formlegu og óformlegu
námi meðan stjórnvöld hafa meiri áhuga á að miða færni-
mat við staðla úr formlega skólakerfinu (OECD, 2003).
Í Danmörku er unnið að því í fullorðinsfræðsluátakinu
(Adult Education Reform) að búa til samræmt viðurkenn-
ingarkerfi vegna þjálfunar sem fer fram á vegum vinnu-
markaðsráðuneytisins (OECD, 2003). Stjórnvöld í Danmörku
gáfu út aðgerðaráætlun (Bedre uddannelser, handlings-
plan) árið 2002 þar sem lögð er áhersla á að opna leiðir til
að hægt sé að öðlast færni og inngönguskilyrði á
mismunandi hátt þannig að það geti verið mismunur frá
einum einstaklingi til annars. Fremur á að leggja áherslu
á það sem einstaklingur kann en þau prófskírteini sem
hann kann að hafa (Olsen, K. o.fl., 2004). Danska kerfinu er lýst
sem hliðstæðu kerfi þar sem mat á raunfærni ásamt
námstilboði til að ljúka námi er byggt upp við hliðina á
annarri menntun (Andersson o.fl., 2003).
Í Finnlandi voru settir upp hæfnirammar árið 1994. Kerfið
í Finnlandi byggist á færniprófum þar sem ekki á að skipta
máli hvernig færninnar eða þekkingarinnar hefur verið
aflað. Þrátt fyrir að eitt af markmiðunum með þessu kerfi
hafi verið að viðurkenna færni fullorðinna með langa
starfsreynslu hefur reyndin orðið sú að það er einkum
ungt fólk sem sækist eftir staðfestingu á hæfni sinni
(OECD, 2003). Prófin standa yfir frá þremur dögum til tveggja
vikna og fer það eftir því hvaða grein er um að ræða.
Prófað er við eins raunverulegar aðstæður og kostur er
og sem næst eðlilegum starfsaðstæðum. Prófin fara oft
fram við raunverulegar starfsaðstæður. Undirbúningur
getur farið fram einstaklingsbundinn hátt (Esnal, 2000).
Finnska kerfinu er hvorki hægt að lýsa sem hliðstæðu né
samhæfðu meðan þróunin í Noregi, Svíþjóð og Íslandi
virðist vera í áttina að samhæfðu kerfi þar sem mat á
raunfærni verður hluti af því menntakerfi sem fyrir er
(Andersson o.fl., 2003).
Enn ein leiðin, sem stjórnvöld í nokkrum löndum hafa
farið, er að nálgast nám fullorðinna á heildrænan hátt
með því að fella alla menntun formlega sem óformlega