Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 19

Gátt - 2004, Blaðsíða 19
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S 19 Arnardóttir, 1999, og umfjöllun í Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2001c). Það hefur verið sýnt fram á að slíkur mismunur er hvað minnstur á Íslandi miðað við þau lönd sem við berum okkur helst saman við, óháð því hver þessara bakgrunnsbreytna er notuð (sjá Jón Torfi Jónasson og Albert Tuijnman, 2001b). En þetta er samt atriði sem þarf stöðugt að gaumgæfa. Til viðbótar kemur í ljós að starfsfólk mjög lítilla fyrirtækja virðast standa höllum fæti og því þarf engu síður að gefa gaum, ekki síst í umræðu um samkeppnishæfni lítilla fyrirtækja (sjá m.a. gögn í töflu 3 í Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2001b og Mynd 3.11 í Beatriz Pont o.fl., 2003). Nánasta framtíð Ég tel mikilvægt að fólk hyggi að þeim hugtökum sem notuð eru í umræðu um símenntunarþjóðfélagið vegna þess að þau skipta miklu máli ef upp kemur ágreiningur um fjármögnun og lagasetningu og þess vegna einnig í umræðu um réttindi fólks og skyldur samfélagsins. Það reynist samt ekki hægt að hengja sig alfarið í tiltekna skilgreiningu vegna þess að þessi orð eru í daglegri umræðu notuð í ólíkri merkingu. Ég tel einnig mikilvægt að fólk íhugi vel samspil hins formlega skólakerfis og margvíslegrar óformlegrar menntunar og átti sig á því hvernig stór og mikil kerfi eins og skólakerfið þróast og það er langt frá því að þeirri þróun sé lokið. Þar skiptir tvennt mestu máli. Í fyrsta lagi hve hratt óformlega kerfið lagar sig að hinu formlega enda eru margvísleg rök fyrir því að það gerist þótt stundum væri skynsamlegt að leyfa hinu óformlega kerfi að blómstra ótruflað og jafnvel að liðka fyrir fleiru en einu slíku kerfi. Í öðru lagi skiptir máli að ekki sé uppi óþarfa togstreita á milli þeirra sem móta þessi kerfi en hún var oft talsverð hér á árum áður og ég held það hafi spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Ég tel einnig mikilsvert að fólk geri sér skýra grein fyrir því að rök fyrir símenntunarþjóðfélaginu eru margslungin. Vegna þess að bæði rökin og hugtökin eru flókin verður ekki einfalt að útdeila ábyrgð á menntun eins og stundum er látið í veðri vaka. Það er ljóst að við stöndum frekar höllum fæti hvað varðar hina formlegu grunnmenntun og sú staða virðist breytast hægt. Á hinn bóginn er þátttaka í endurmenntun þrátt fyrir allt frekar mikil og mynstur hennar líkt og sést hjá öðrum þjóðum, til dæmis hvað snertir þátttöku ólíkra aldurshópa. Það ójafnvægi sem sést í þátttökumynstrinu, bæði í ljósi fyrri menntunar nemenda og stærðar fyrirtækja, er svipað og annars staðar og ætti að vera áhyggju- eða að minnsta kosti umhugsunarefni. Jafnframt þarf að huga að því hverjum beri að tryggja það jafnræði sem samfélagið gengur út frá. Mikilvægi endurmenntunar er almennt viðurkennt í sam- félaginu en alls ekki í eitt skipti fyrir öll. Rökin verða stöðugt að vera í endurskoðun og eins leiðirnar og staðan hverju sinni. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands. Heimildir Beatriz Pont, Anne Sonnet og Patrick Werquin. (2003). Beyond rhetoric: adult learning policies and practices. Paris, France: OECD. Bertrand Schwartz. (1971). Ævimenntun og menntakerfi framtíðarinnar. Menntamál, 44, 35-49. Ingi Sigurðsson. (1996). Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Jóhann S. Hannesson. (1971). Hugleiðingar um menntun fullorðinna. Menntamál, 44(49-57). Jón Torfi Jónasson og Albert Tuijnman. (2001a). The Nordic model of adult education: Issues for discussion. Í Albert Tuijnman og Zenia Hellström (Ritstj.), Curious Minds. Nordic adult education compared (bls. 116-128). Copenhagen: TemaNord & Nordic Council of Ministers. Jón Torfi Jónasson og Albert Tuijnman. (2001b). Nordic Adult Education Compared: Findings and Interpretation. Golden Riches. Nordic Adult Learning, 2001 (2), 6-11. Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (1999). Símenntun á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001a). Fræðsla full- orðinna á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001b). Símenntun í atvinnulífinu. Símenntun á Íslandi. Skýrsla III. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001c). Símenntun í ljósi fyrri skólagöngu. Símenntun á Íslandi. Skýrsla II. Reykjavík: Félagsvísindastofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.