Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 59

Gátt - 2004, Blaðsíða 59
59 lítur hann á það sem spennandi og nauðsynlegt nám til að komast af. 5. Viðhorf fullorðinna til náms tengjast gjarnan ákveðnum verkefnum eða störfum frekar en efni eða fögum. Þekking, skilningur, viðhorf og færni eflist ef það er sett í samhengi við þann raunveruleika sem fullorðnir þekkja af eigin raun og eru að fást við. Bestur árangur næst í náminu ef ný þekking er tengd beint við það sem þeir eru að fást við þá stundina. 6. Þó ytri hvatar eins og betri störf og hærri laun í kjölfar menntunar séu mikilvægir eru innri hvatar, eins og aukin starfsánægja, sjálfstraust og almenn lífsleikni þó þyngri á metunum hjá fullorðnum. Með öðrum orðum það nám sem hefur persónulegt gildi og er ánægjulegt meta þeir mest. Þetta leiðir hugann aftur að starfsmanninum í dæmi tvö hér á undan, hann var tilbúinn að leggja á sig þriggja anna nám með starfi ef það væri skemmtilegt og gagn- aðist honum í starfi og einkalífi. Þessi sex grundvallaratriði um nám fullorðinna gefa strax góðar hugmyndir um hvernig heppilegt sé að haga kennslu, þau mynda grunn að kennslufræðum sem gagnast vel þeim sem starfa á þessu sviði. Þau eru þó aðeins lítið brot af þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram um kennslu fullorðinna. Krafan um markvissan árangur og starfsfærni hefur haft mikil áhrif á hugmyndir um kennsluaðferðir í fullorðins- fræðslu og þá sérstaklega í starfstengdri fræðslu. Þar hafa verið áberandi ýmsar hugmyndir sem kenndar hafa verið við hraðnám (accelerated learning) til að auka námsárangurinn og stytta námstímann. Hraðnáms- kennslufræðin byggist á að draga sem mest úr ýmsum hindrunum í námi, bæði innri og ytri, en um leið að nýta þá þætti sem geta örvað minni og einbeitingu við námið. Þar hafa t.d. verið gerðar tilraunir með markvissa notkun tónlistar, sjónrænnar skynjunar og ýmissa umhverfis- þátta sem hafa áhrif á líðan og einbeitingu. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að stytta námstímann og stórauka árangur og ánægju af námi með hraðnámsaðferðum (Meier, 2000 s. xxix.). En hvað er þá kennslufræði fullorðinna og hvenær á við að beita henni? Á seinni áratugum hefur umræðan komist verulega á skrið meðal fræðimanna og margar skilgrein- ingar verið settar fram um það sem einkennir nám ful- lorðinna. Þeir sem gagnrýna þær hafa bent á að skilgreiningarnar eiga ekki við um alla fullorðna í námi eða við allar aðstæður (Brookfield, s. 67.). Bent hefur verið á að mörg börn og ungmenni eru tilbúin að stýra eigin námi og kjósa heldur þá nálgun sem skilgreind hefur verið sem kennslufræði full- orðinna þegar þau eiga kost á því (Merriam og Caffarella, 1999, s. 274.). Í vissum skilningi má því segja að kennslufræðin sjálf skilgreini hvað felst í að vera fullorðinn fremur en aldurs- og lagaskilgreiningar. Kennslufræðin gildir um þá sem eru tilbúnir að læra með aðferðunum sem skilgreind- ar eru, hvort sem þeir eru börn, ungmenni eða fullorðnir. Hvort sem við erum sammála eða ekki um hvað sé kennslufræði fullorðinna þá hefur umræðan skilað ýmsum umbótum við framkvæmd fullorðinsfræðslu og Frá námskeiðum FA um kennslufræði fullorðinna september 2004. Að draga niðurstöður af lausnaleik er skemmtileg leið til náms! F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.