Gátt - 2004, Blaðsíða 29
29
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Ástæður þess að hugtakið raunfærni hefur vakið athygli
á síðastliðnum árum eru margþættar. Þar má greina sam-
félagslegar ástæður, s.s. mikilvægi mannauðsins í sam-
félaginu, möguleika á auknum hagvexti með hækkun
þekkingarstigsins, möguleika á auknu jafnrétti og jafnari
möguleikum til þátttöku í þekkingarsamfélaginu.
Í skýrslunni Menntareikningar er eftirfarandi tilvitnun í
Þorvald Gylfason og Gylfa Zoëga „Rannsóknir hafa sýnt
fram á að það er neikvætt samband milli hagvaxtar og
ójafnaðar í menntun. Einnig hefur verið sýnt fram á að
aukin útgjöld til menntunar og fjölgun þeirra sem fara í
framhaldsnám hefur jákvæð áhrif á hagvöxt. Svo virðist
sem menntun auki ekki hagvöxt einungis vegna meiri og
betri mannauðs heldur einnig með því að draga úr
ójöfnuði svo fremi sem aðgengi að menntun er tiltölulega
jafnt (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2003).
Loks ber að geta þess fjárhagslega ávinnings fyrir
þjóðarbúskapinn að senda ekki einstaklinga í dýrt nám til
þess eins að læra eitthvað sem þeir kunna þegar. Í
skýrslunni um menntareikninga (Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands, 2003) kemur fram að ríkið greiðir að meðaltali 440
þúsund krónur með hverjum framhaldsskólanema og 590
þúsund krónur með hverjum háskólanema.
Með aukinni alþjóðavæðingu og tæknivæðingu hafa
kröfur til fyrirtækja aukist og þörf þeirra fyrir þekkingu
vex að sama skapi. Í skýrslunni „Þörf atvinnulífsins fyrir
þekkingu“, sem skrifuð var 1996, kemur fram það sjónar-
mið „að hefðbundnar skilgreiningar stétta og starfsgreina
muni riðlast. Fólk með breiða þekkingarundirstöðu og
aðgang að faglegri endurmenntun, stutt dyggilega af
vinnuveitanda, muni eiga kost á mörgum leiðum til
sérhæfingar. Ekki muni verða spurt um löggildingu né
starfsgrein heldur þarfir þess markaðar sem fyrirtækið
þjónar“ (Rannsóknarþjónusta Háskólans, 1996). Í sömu skýrslu er
einnig kallað eftir því að þeir sem nýti tíma sinn til símennt-
unar eigi þess kost að fá þekkingu sína metna af óháðum
aðilum . Í könnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins 2004
kemur fram að 66,8% svarenda er hlynnt því að starfsfólk
geti fengið vottað nám á vinnustöðum sem gefur starfs-
réttindi en 15,1% er andvígt því og 18,1% tekur ekki
afstöðu (Samtök iðnaðarins, 2004). Ávinningur fyrirtækja af
mati á raunfærni er m.a. að fá yfirlit yfir færni starfs-
manna sinna til að geta þjálfað þá markvisst og komið
þannig til móts við auknar gæðakröfur í starfsemi sinni.
Með mati á raunfærni gefst fullorðnu fólki á vinnumark-
aði betri möguleikar á að sækja sér menntun og þjálfun til
að auka færni sína. Helsti ávinningur einstaklinganna er
að styrkja sig í námi og starfi, fá aðgang að formlegu námi
og stytta námstímann, öðlast framgang, hreyfimöguleika
eða ný tækifæri á vinnumarkaði ásamt því að geta mætt
auknum kröfum um atvinnufærni, verið virkir varðandi
eigið nám og haft aukna vitund um færni sína.
Mat á óformlegu námi og starfsreynslu hefur þannig
víðtækt gildi m.a. bæði efnahagslegt og félagslegt
(European Commission, 2004). Sum lönd eru í því ferli að þróa og
setja upp aðferðafræði og kerfi til að bera kennsl á, meta
og skjalfesta nám sem fram fer utan skólakerfis.
Námsmenn fá einingar fyrir þekkingu og færni sem þeir
hafa aflað sér utan skólakerfisins og um leið er þetta
framlag til að starfsferlar geti orðið einstaklingsmiðaðir.
Þetta er einnig álitin mikilvæg leið til að hvetja og örva
fullorðið fólk á vinnumarkaði til náms. Markmiðið er að
forðast það að fólk endurtaki nám og stytti þar með
námsferilinn. Fullorðnir hefja nám þar sem þeir eru
staddir í þekkingu og færni en ekki þar sem formlegu
námi lauk (OECD, 2003).
Saga hugtaksins á uppruna sinn í Bandaríkjunum fyrir
u.þ.b. 35 árum. Áherslan var þá á að kanna hvort hægt
væri að nota reynslubundna þekkingu til að veita aðgang
að háskólum. Þaðan bárust þessar hugmyndir til Bretlands
fyrir u.þ.b. 25 árum. Á þessum tíma eru ástæður raun-
færnimats einkum krafa um félagslegt réttlæti. Smám
saman verður áherslan vinnumarkaðstengdari. Í Ástralíu
hefst fyrirtækjatengt mat á raunfærni um 1987. Fyrir utan
enskumælandi þjóðir voru Frakkar snemma á ferðinni
með þróun mats á raunfærni í sambandi við starfsfærni
eða um 1985. Eftir það hefur mat á raunfærni í tengslum
við atvinnulífið notið sívaxandi athygli í Evrópu (Andersson
o.fl., 2003). Á allra síðustu árum hafa okkar næstu nágrann-
ar sýnt þessum málaflokki mikla athygli. Norðmenn eru